Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Síða 15

Bæjarins besta - 19.12.1991, Síða 15
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 15 C. Rúnar Vífilsson. 20. Okumaður einn sem leið átti um Súðavíkurhlíð í febrúar síðastliðnum ók á klett við inngang Hamars- gatsins. Hver var ástæðan? A. Hann vildi athuga hvað druslan kæmist. B. Hann var ölvaður og því ekki í ökuhæfu ástandi. C. Hann var að æfa sig fyrir klessubílakeppni. 21. 5. febrúar voru liðin 50 ár frá því ungur maður var kvaddur til starfa í slökkviliði ísafjarðar og var honum haldið hóf í tilefni þessara tímamóta. Hver var þessi maður? A. Hermann Björnsson. B. Björn Hermannsson. C. Kristján Finnbogason. 22. Grunnskólakennarar á ísafirði skoruðu opinber- lega á bæjaryfirvöld á árinu. Hvað voru þeir að skora á bæjaryfirvöld? A. Að gefa ræstingarfólki skólans tækifæri til að fara á endurmenntunarnámskeið. B. Að ganga ekki á rétt Grunnskólans, framhalds- skólans og almennings í bænum með því að leggja af þá aðstöðu sem verið hefur fyrir hendi í Húsmæðraskól- anum, og afhenda Tónlistar- skólanum allt húsið til af- nota. C. Að bæjaryfirvöld kost- uðu golfkennslu fyrir alla kennara skólans svo og ferð fyrir allan hópinn til keppni á St. Andrew golfvellinum í Skotlandi. 23. Fjárhagsáætlun ísa- fjarðarkaupstaðar fyrir árið 1991 leit dagsins Ijós í mars. Hverjar voru niðurstöður hennar? A. Gert var ráð fyrir hagnaði upp á 1.100 milljón- ir króna. B. Gert var ráð fyrir 622 milljóna króna tapi sem yrði mætt með auknum álögum á bæjarbúa. C. Gert var ráð fyrir 108.8 milljóna króna hagn- aði. 24. Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði átti afmæli 1. apríl og var velunnurum félagsins boðið í kaffi í til- efni tímamótanna. Hversu gamalt er félagið? A. 75 ára. B. 15 ára. C. 50 ára. 25. Hið nýja skips Djúp- bátsins hf. Fagranes kom til heimahafnar á Isafirði á ár- inu. Heimsiglingin frá Nor- egi gekk í alla staði vel þrátt fyrir að skipið hafi hreppt leiðindaveður á leiðinni. Hver var skipstjóri á skipinu til landsins og er enn? A. Andrés Hermannsson. B. Smári Haraldsson. C. Hjalti Hjaltason. 26. „Bæjarstjórinn í hjólastól“ sagði í fyrirsögn í blaðinu um miðjan apríl. Hver var ástæðan fyrir því að bæjarstjórinn á Isafirði, Haraldur L. Haraldsson var allt í einu kominn í hjóla- stól? A. Hann hafði lent í því óhappi að aka á ljósastaur og þurfti því að vera í hjóla- stól í viku tíma. B. íþróttafélagið ívar, áður íþróttafélag fatlaðra bauð bæjarstjóranum að reyna dagstund hvernig það er að vera fatlaður og þurfa komast leiðar sinnar í hjóla- stól. C. Álagið var orðið svo mikið á blessuðum mannin- um að læknar ráðlögðu hon- um að hafa sig hægan í nokkurn tíma. Besta ráðið var að setjast í hjólastól og láta aðra stjana við sig. 27. „Það er list að lifa“ hét leikverk eitt sem saman- stóð af þremur ólíkum ein- þáttungum og flutt var af leikfélagi einu á Vestfjörð- um í apríl. Hvað leikfélag flutti verkið? A. Litli Leikklúbburinn. B. Leikfélag Patreks- fjarðar. C. Leikfélag Hólmavíkur. 28. Djúpbáturinn Fagra- nes fór í siglingar um Breiðafjörð í maí. Hvers vegna? A. Vegna stórfellda fólks- flutninga Suðurfjarða- manna til Reykjavíkur. B. Vegna þess að Breiða- fjarðarferjan Baldur fór í sína árlegu skoðun og þurfti því skip til að sjá um ferðir yfir Breiðafjörð á meðan. C. Vegna þess að Breiða- fjarðarferjan Baldur annaði ekki öllum þeim flutningi á fólki sem hugðist setjast að í Flatey. 29. Tilboð í gerð jarð- ganga undir Breiðadals- og Botnsheiði voru opnuð á ár- inu og hljóðaði lægsta til- boðið upp á kr. 2.475 millj- ónir króna sem svaraði til 82% af kostnaðaráætlun. Hvaða fyrirtæki átti það til- boð? A. fstak sf. B. Trésmiðjan hf. í Hnífs- dal. C. Vöruval hf. 30. Alþingiskosningar fóru fram í apríl. Vestfirð- ingar eignuðust sex þing- menn af 62. Hverjir voru þeir? A. Sverrir Hermannsson, Einar Jónatansson, Bryndís Friðgeirsdóttir, Karítas Pálsdóttir, Geir Sigurðsson og Pétur Sigurðsson. B. Haraldur L. Haralds- son, Hans Georg Bærings- son, Óðinn Svan Geirsson, Pétur Bjarnson, Hulda Leifsdóttir, Kristján Jóakimsson og Sigríður Bragadóttir. C. Sighvatur Björgvins- son, Ólafur Þ. Þórðarson, Matthías Bjarnson, Einar K. Guðfinnsson, Kristinn H. Gunnarsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. 31. „Er stríð í aðsigi?“ hljóðaði fyrirsögn í lesenda- bréfi sem Eiríkur Guðjóns- son, íbúi á Hlíf, íbúðum aldraða á ísafirði sendi blaðinu. Hvaða stríð var Ei- ríkur að tala um? A. Þriðju heimsstyrjöld- ina. B. Stríð á milli sóknar- nefndar ísafjarðar og Húsa- friðunarnefndar ríkisins. C. Stjörnustríð á milli knattspyrnufélaganna BÍ88 og Ungmennafélags Bol- ungarvíkur. 32. Flugfélagið Ernir hf. á Isafirði tók á árinu í notk- un nýja flugvél sem félagið festi kaup á í Bandaríkjun- um. Hvernig flugvél var þetta? A. Níu manna Piper Chi- eftain flugvél. B. Fokker Friendship sjó- flugvél sem tekur 2 farþega. C. Twin Otter svifflugvél sem tekur 7 farþega. 33. Landfyllingu við Dýrafjarðarbrúna lauk í vor og fékk þá fyrsti bíllinn að aka formlega yfir brúna. Hver fékk þann heiður? A. Jónas Ólafsson, sveit- arstjóri á Þingeyri og frú. B. Rúta á vegum Vest- fjarðaleiðar. C. Sigurður Friðfinnsson og frú frá Ketilseyri. 34. Fyrsta bónuverslunin var opnuð á Vestfjörðum þann 16. maí. Hvar var hún til húsa? A. Hjá Vöruvali, Ljóninu Skeiði á ísafirði. B. Hjá Félagskaupi á Flateyri. C. Hjá Kjöti og fiski á Patreksfirði. 35. ísafjarðarsókn varð prestlaus um tíma á árinu. Hvers vegna? A. Vegna þess að sóknar- presturinn hætti að vera prestur og fór á sjóinn. B. Vegna þess að sóknar- presturinn var kallaður til að þjóna Tálknafjarðar- prestakalli. C. Vegna þess að sóknar- presturinn gerðist kaupfé- lagsstjóri í Árneshreppi. 36. Það áttu fleiri verka- iýðsfélög afmæli á árinu en Verkalýðsfélagið Baldur. Eitt þeirra var Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungar- víkur. Hversu gamalt varð það? A. 60 ára. B. 10 ára. C. 90 ára. 37. Ebba Áslaug Krist- jánsdóttir varð Dux Schoale við Menntaskólann á Isa- firði á árinu. Hvað fékk námshesturinn í aðaleink- un? A. 6,20. B. 8,36. C. 9,39. 38. Rússneskir sjómenn komu í verslunarferð til Vestfjarða á árinu, m.a. annars til Bíldudals, Bol- ungarvíkur og Isafjarðar. Hvað keyptu þeir aðallega? A. Hlutabréf í gjaldþrota fyrirtækjum. B. Notaða bíla. C. Nokia stígvél. 39. Þrjú félög á Patreks- firði stofnuðu nýtt útgerðar- félag, Útgerðarfélag Pat- reksfjarðar á árinu. Hvaða fyrirtæki voru það? A. Oddi hf., Straumnes hf., og Verkalýðsfélag Pat- reksfjarðar. B. Raftækjaþjónusta Heiðar, Kvenfélagið Patrekur og Lionsklúbbur- inn. C. Patrekshreppur, Hrönn hf., og Blómabúð El- ísa. 40. Ungur Isfirðingur, Halldór Olafsson hjólaði á árinu frá Reykjavík til Isa- fjarðar á árinu. Til hvers í ósköpunum? A. Vegna þess að gömul kærasta hringdi í hann og sagðist játast honum, hjólaði hann vestur. B. Vegna þess að hann hafði breytt um lífsstíl eftir 10 ára hreyfingaleysi. C. Vegna þess að bíllinn hans var bilaður. 41. Hávær sprenging heyrðist frá ísafjarðarhöfn í júií. Hvað olli sprenging- unni? A. Veðurdufl sem geymt var á höfninni sprakk. B. Krakkar sem voru þar að leik fundu blöðru og sprengdu hana. C. Sprengjuflugvél frá ameríska hernum í Keflavík flaug yfir og sprengdi hljóð- múrinn. 42. Orkubú Vestfjarða réð nýjan fjármálastjóra á árinu er Guðmundur Hall- dórsson fyrrverandi fjár- málastjóri hélt til náms í Noregi. Hver var ráðinn? A. Jens Kristmannsson. B. Bjarni Sólbergsson. C. Egill Skallagrímsson. 43. I júli hófust reglu- bundnar hitamælingar á Isa- firði fyrir Veðurstofu Is- lands og Ríkisútvarpið og er það verk unnið af lögregl- unni á Isafirði. Hversu oft er mælt á sólarhring? A. Á 15 mínútna fresti. B. Á klukkustundar fresti. C. Tvisvar á sólarhing. 44. Þann 21. júlí síðastlið- inn hófst hreinsun á Straum- nesfjalli. Það verk var unnið ■ samstarfi björgunarsveit- armanna við Djúp og Amer- íska hersins. Hvað voru mennirnir að hreinsa? A. Lauslegt rusl, raf- geyma úr bílum, blýplötur o.fl. B. Leirtau sem herinn hafði skilið eftir sig óupp- vaskað er hann hélt þaðan fyrir nokkrum áratugum. C. Byggingarnar sem þar standa, því til stóð að nota húsið sem sumardvalarstað fyrir ráðherra landsins. 45. Sjaldséður „fugl“ sást á Isafjarðarflugvelli í sumar. Hvaða fugl var þarna á ferð- inni? A. Geirfugl. B. Kanadísk sjóflugvél. C. Rjúpa. 46. Nýr bæjarstjóri tók til starfa á Isafirði í ágúst eftir að nýr meirihluti hafði tekið við stjórn bæjarins. Hver var það? A. Magnus Reynir Guð- mundsson. B. Ólafur Helgi Kjartans- son. C. Smári Haraldsson. 47. „Fyrsti dauðadómur sem Byggðastofnun kveður upp yfir heilu byggðarlagi“ sagði sveitarstjóri einn á Vestfjörðum eftir þá ákvörð- un stjórnar stærsta fisk- vinnslufyrirtækisins á staðn- um að bjóða út hlutabréf sín í dótturfyrirtæki þess. Hvaða byggðarlag var þarna um að ræða? A. Suðureyri. B. Árneshrepp á Strönd- um. C. Bolungarvík. 48. Pétur Kr. Hafstein, fyrrum bæjarfógeti á Isa- firði og sýslumaður Isafjarð- arsýslu var skipaður dómari við hæstarétt á árinu. Eftir- maður hans sem bæjarfógeti hefur verið valinn, hver er hann? A. Ólafur Helgi Kjartans- son. B. Björn Jóhannesson. C. Lárus Bjarnason. 49. Nýr sóknarprestur kom til starfa í Isafjarðar- sókn í haust en þá hafði sóknin verið prestlaus um tíma. Hver er hinn nýi sóknarprestur? A. Karl V. Matthíasson. B. Gunnar Björnsson. C. Magnús Erlingsson. 50. Nýr skattstjóri tók til starfa á Vestfjörðum á árinu eftir að sá sem þar var fyrir fékk nýja stöðu. Hvað heitir nýi skattstjórinn? A. Sjöfn Magnúsdóttir. B. Kristján G. Valdimars- son. C. Birgir Jónsson. Fréttagetraunin er unnin upp úr Bæjarins Besta á ár- inu sem er að líða. a os ‘3’61 ‘V8Þ ‘VLP ‘D9P ‘8SÞ ‘VÞÞ ‘DSÞ ‘8TÞ ‘VIÞ ‘801 ‘V6£ ‘a‘8£ 'D'Li ‘V9£ ‘8 S£ ‘VÞ£ ‘3££ ‘VT£ ‘8 l£ ‘30£ ‘V6Z ‘a-8Z ‘D'LZ ‘8'9Z ‘3 SZ ‘VÞ2 ‘díz ‘arz ‘vir ‘aor ‘V6i ‘asi ‘vn ‘391 ‘aSl ‘VÞl ‘3£I ‘a ri ‘vii ‘a oi ó'6 ‘a s ‘D'L ‘8'9 ‘3S ‘VI ‘8 £ ‘D'Z ‘8T :«usne|

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.