Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Síða 27

Bæjarins besta - 19.12.1991, Síða 27
BÆJARINS BESTIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 27 „Ég er fæddur í Hælavík á Hornströndum 22. desem- ber 1927. Par átti ég heima til 1937 að við flytjumst í Rekavík bak Höfn. Pað sem ég man eftir frá Hælavík er aðalega það, að mig minnir að alltaf hafi verið norðaust- an rok á veturna. Pað var allt á kafi í snjó allan vetur- inn. Aftur á móti var oft gott á sumrin þegar að snjó- inn leyst en það var svo lítill partur úr sumrinu sem jörð var alauð. Pað var ekkert hægt að komast á aðra bæi nema gangandi yfir fjöll, Skálakamb eða Atlaskarð. Pað var að vísu hægt að komast fjöruna undir Ófærubjargi að Búðum í Hlöðuvík þegar lágsjávað er og brimlaust. Á sumrin var hægt að fara Ófæruhillu í miðju bjarginu en hún var ófær á veturna vegna svella. Hillan var nú ekki öllum fær en menn fóru þetta. í Hælavík voru torfbæir og tvær baðstofur undir súð. Þarna bjuggu tvær fjölskyld- ur. Niðri var stofukitra og eldhús. Bústofninn var 30-40 kindur og ein belja og hest- ur. Svipað var það hjá hinni fjölskyldunni. Pabbi var fæddur og uppalinn í Hæla- vík og bjó á móti Stefaníu systur sinni og Sigurði manni hennar. Pau eru for- eldrar Jakobínu Sigurðar- dóttur skáldkonu.“ Úldin egg eru algert lostæti „Það var farið smávegis á sjó á sumrin á skektu til þess að fá í soðið og saltaður fisk- ur upp á veturinn. Hælavík er fyrir opnu hafi og erfitt var að stunda sjó þaðan. Svo var Hælavíkurbjargið sem var matarkistan og bjargaði því að hægt var að búa þarna. I byrjun apríl þegar fuglinn kom að var mikil eftirvænting að fá nýj- an svartfugl. Þá fóru bænd- urnir út undir barg og skutu upp í bjargið. Þeir voru með gamlar og lélegar byssur. Það var mikil eftirvænting hjá okkur heima þegar við sáum þá koma fyrir Rönd- ina. Við kíktum eftir því hvort það sæist nokkuð hvítt á baki þeirra. Peir báru fuglakippurnar yfir axlirnar. Það urðu oft mikil vonbrigði ef að ekkert hvítt sást. Svo byrjaði varpið um miðjan maí og þá var byrjað að síga eftir eggjum. Guð- mundur Guðnason á Búð- um, bróðir pabba, var aðal fyglingurinn og á festinni voru þeir Búðamenn og Hælavíkurmenn. Peir sigu allt upp í 100 faðma niður í bjargið. Eitthvað af eggjum var selt vestur á ísafjörð en það var ekki mikið. Eggin voru alltaf eitthvað skemmd því sigin þá voru ekki eins og nú. Nú er farið á sama svæðið annan og þriðja hvern dag og eggin því alltaf ný. Þá var farið í fyrra sig og seinna sig og svo eitthvað smávegis á milli siga. Eggin sem geymd voru úldnuðu og þá fyrst urðu þau góð. Vel úldin egg þóttu algert lostæti. Maður þarf bara að venjast þessu og mér þykja úldin svartfugls- egg góð enn í dag. Dálítið af nýjum eggjum var soðið, skurnin tekin utan af þeim ,,Eg hlýt að vera heimsmeistari í þess- ari grein í skotfimi — segir Kjartan Sigmundsson sem skaut sjálfan sig í bakið með haglabyssu á þriggja faðma færi og þau súrsuð í tunnur til vetrarins. Svartfuglinn var súrsaður í tunnur og líka saltaður til vetrarins. Það var mikið saltað af fugli því heimilin voru mannmörg. I Hælavík voru tuttugu börn og þau þurftu nú eitthvað." Hér skýtur blaðamaður inn í , að hann hafi einhvern tím- an heyrt að ekki hafi verið talið vel búið við björgin, ef saltfuglinn frá sumrinu áður náði ekki saman við nýja fuglinn á vorin. Pá segir Kjartan: „Pað náðu nú ekki alltaf saman í Hælavík því þar var svo mikill fjöldi.“ KJARTAN SIGMUNDSSON er innfæddur Horn- strendingur og er fæddur árið 1927 í Hælavík á Horn- ströndum. Hann ólst upp í Hælavík, Rekavík bak Höfn, Höfn í Hornvík og á Hornbjargsvita. Fimmtán ára fór hann að heiman en hefur sótt norður í þjörgin á hverju vori síðan utan nokkur ár þegar hann dvaldi í Reykjavík. Kona Kjart- ans er María Hallgrímsdóttir frá Dynjanda í Jökulfjörðum og eiga þau fjögur börn. Kjartan segist ekki geta skýrt hvað það sé sem dragi hann á hverju voru til eggja norður í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg og víkina milli bjarganna, Hornvík. Hann segir að þetta sé eitthvað sem hann ráði ekki við og vilji ekki ráða við. Þetta sé kannski í bland tryggð við æskuslóðirnar og þarna sé sérstakur heimur út af fyrir sig, sem hann geti ekki útskýrt fyrir öðrum. Kjartan fer á kostum í BB viðtali og segir frá uppvaxtarárunum norður á Hornströndum, bjargferðum, sjóferðum og ýms- um ótrúlegum ævintýrum sem hann hefur lent í. Missti meðvit und við að lesa á hestbaki „Á veturna lékum við krakkarnir okkur mikið á skíðum úr tunnustöfum. í Hælavík voru stórir sleðar til og við fórum upp í hlíðina og renndum okkur kannski tíu krakkar á sama sleðan- um alveg niður á jafnsléttu. Það þótti rosalega gaman. Pað var alltaf nóg að gera hjá krökkunum. Við börð- umst í fjörunni með þara- þönglum og skírðum okkur eftir fornköppunum og var bardaginn oft heitur. Á sumrin var aðalíþróttin að eltast við silung- inn.Silungurinn gekk þá fram um allar ár. Það var voðalega spennandi að veiða og taka hann með höndunum undir steinum. Svo var spennandi að ganga rekann á vorin og reyna finna trollkúlur. Við fengum eina krónu fyrir hverja alu- miníum kúlu á haustin á Isa- firði. Pað var alltaf lesinn hús- lestur og sá pabbi um það og mamma söng sálma. Allir voru mjög alvarlegir á með- an. Töluvert var til af bók- um á heimilinu og mikið var lesið og reynt að ná í allar bækur sem hægt var til að lesa. Ég man sérstaklega eftir því þegar bækurnar eft- ir hann Jón Trausta fóru að koma út að þær þóttu ógur- lega spennandi, Anna á Stóruborg og þær. Þegar búið var að lesa bækur ræddi fólkið mikið um efni þeirra og persónur á eftir. Petta stóð fólkinu svo lif- andi fyrir hugskotssjónum. Þegar bækur Jóns Trausta komu fyrst út var Guð- mundur Guðnason í Hlöðu- vík á vertíð fyrir vestan og hann keypi bækurnar. Þegar hann kom norður fór hann ríðandi frá Hesteyri að Búð- um. Þegar hann kom upp á Hesteyrarbrúnir byrjaði hann að lesa í Önnu á Stóru- borg. Hann missti alveg meðvitund og vissi ekkert af sér fyrr en hesturinn var kominn á sund í Hlöðuvík- urósnum. Svona var nú spenningurinn í þessu. Þetta var eins og vídeóið í dag, fólkið gleymdi sér alveg.“ Drap 70 mar- svín með Ijá „Þegar við fluttumst svo til Rekavíkur 1937 bjuggum við með Sigurði Hjálmars- syni og Stefáni Péturssyni móðurbróður mínum. Það má segja að þrír bændur hafi búið á jörðinni í einu íbúð- arhúsi. Þar var ákaflega þröngt og erfitt. Þar voru 15-16 manns í heimili og húsið var voðalega lítið. Ég man nú frekar lítið eftir mér í Rekavík. Við bjuggum þar í tvö ár. Frá Rekavík flutt- um við inn að Höfn í Horn- vík og bjuggum þar í félagi við Sumarliða Betúelsson í þrjú ár. Þar var nýtt íbúðar- hús og bjuggum við í kjallar- anum fyrst og síðast bjugg- um við uppi. Húsið stendur enn og er skipbrotsmanna- skýli Slysavarnarfélagsins. Stundum var ég að beita með Sumarliða og fara með honum á sjó á skektu. Hann var dálítið sérkennilegur hann Sumarliði. Hann bjó einn í Höfn og var mikill dugnaðarforkur. Hann safn- aði peningum og var vel stæður. Það hafði mjög mik- il áhrif á hann ef hann tap- aði einhverju. Einu sinni fórum við á sjó út á víkina með lóðir. Þegar við fórum að draga þá var ekkert eftir af tíu lóðum nema tvær eða þrjár. Þeir voru á sjó frá Horni og Summi hélt að lóð- irnar hefðu flækst saman við þeirra lóðir og þeir hefðu hirt þær. Meðan við rerum í land gat ég ekki togað orð

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.