Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Page 28

Bæjarins besta - 19.12.1991, Page 28
28 BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 upp úr honum. Því meir sem hann hugsaði um lóðatapið og þetta varð erfiðara fyrir hann, þá reri hann alltaf meira og meira. Ég reri á hitt borðið og hafði ekkert við honum svo ég hætti bara að róa. Petta endaði með því að við vorum komnir yfir undir Hafnarós þegar hann áttaði sig. Ég man að þegar ég átti heima í Rekavík gekk mar- svínavaða á land í Höfn hjá Sumarliða. Þá drap hann sjötíu marsvín í fjörunni einn, með ljá. Hann þurfti náttúrlega að stúta þessu sem eðlilegt var. Sumarliði kom beint úr slátruninni út í Rekavík. Þegar við sáum hann héldum við að hann hefði lent í stríði við sjóræn- ingja því hann var svo blóð- ugur. Marsvínin voru öll skorin niður og spikið sent út að Heklu í síldarbræðsl- una. Menn átu svo kjötið út um allar sveitir og þótti prýðismatur." Bretarnir kenndu mérað reykja „Eftir að hafa verið í þrjú ár í Höfn flytjum við í Látra- vík og pabbi varð vitavörður við Hornbjargsvita. Þá var ég fjórtán ára gamall. 1 byrj- un stríðsáranna þegar Bretar hertóku ísland kom tundur- spillir í Látravík. Þetta var í byrjun maí. Bretarnir settu mikið af farangri og drasli upp í fjöruna við lending- una. Þetta var ódæmi af varningi. Þeir voru búnir að kom áður og mæla upp hús- ið svo við höfðum grun um að þeir ætluðu að setja þar upp radíóvita. Síðan brim- aði og þeir fóru út í tundur- spillinn og komust ekki í land aftur. Það urðu þrír menn eftir í landi og fylgdi ég þeim út á Möl sem er austast undir Hornbjargi og þar var hægt að lenda eftir þeim. Þetta voru 18 - 19 ára strákar. Ég fylgdi þeim út á Möl. Á leiðinni var gil sem klaki var í og stökk einn Bretinn út á klakann og hrapaði niður í fjöru. Hann slasaðist til ólífis og átti að flytja hann til Akureyrar en hann dó á leiðinni. Mér er þetta svo minnisstætt því þetta var eitthvað svo hörmulegt. Draslið í fjör- unni flæddi allt og brimið fór vaxandi. Við reyndum að bjarga þessu svolítið ofar í fjöruna. Þarna voru heilu kassarnir af súkkulaði og brjóstsykri og þú getur ímyndað þér hvort ekki hafi verið smakkað á þessu. Eitt- hvað varð nú ónýtt af þessu. Svo komu þeir aftur nokkru seinna og byggðu bragga og settu upp radíó- vita. Þeir þurftu að hafa yf- irsýn yfir hafið vegna skipa- lestanna sem fóru til Múrmarsk í Rússlandi frá Bandaríkjunum. Þær sigldu grunnt fyrir Hornið og rad- íóvitinn var staðsetningar- tæki fyrir skipin. Þarna voru svo hafðir hermenn til þess að stjórna tækjunum og verja vitann. Samskiptin við þá voru góð því Bretarnir voru prýðismenn. Það gekk nú svona upp og ofan að skilja þá og varð oft hálfgert bras. Þegar þeir voru að byggja braggana voru karl- arnir að spyrja þá hvort þeir ættu viskí. Þá sögðu Bret- arnir: „No Wiskey, no Wi- skey." Þá urðu karlarnir svo kátir því það var nóg til. Ég var fimmtán ára og þeir gáfu mér að reykja. Þeim þótti svo góð svart- fuglsegg og náði í egg fyrir þá í bjargið. Þeir borguðu mér alltaf fyrir þau með sí- garettum og þær reykti ég út í lautum. Mér þótti þetta ekki gott en þótti það mikið í munni, sko. Ég reykti í 35 ár og lungun í mér eru ónýt út af reykingum. Þetta var upphafið að því. Ég væri náttúrlega löngu dauður hefði ég ekki hætt að reykja. Það eru tólf ár síðan ég hætti því. Frá vitanum fór ég svo suð- ur til Reykjavíkur og slæpt- ist þar í ein 12 -15 ár. Ég var á togurum og vann við blikksmíði í Reykjavík. Sundum kom ég vestur til þess að fara í bjarg á vorin en það var ekki alltaf. Síðan ég kom vestur alkominn hef ég farið í bjargið á hverju vori. Eftir að ég fór frá Látravík hef ég ekki verið heimilisfastur á Horn- ströndum. 1957 kom ég svo vestur á nýjum bát sem við keyptum og rerum á honum frá Grunnavík. Hann hét Heklutindur og var keyptur • Hreyknir veiðimenn á Horni. Frá vinstri: Trausti Sig- mundsson, Kjartan Sigmundsson og Oli Olsen. • í rústum Hælavíkurbjargsins. Kjartan er annar frá hægri. og fjóra, fimm niðri í bjarg- til Grunnavíkur og var ég ekki með í kaupunum fyrst en gekk inn í þau fljótlega. í Grunnavík kynntist ég konu minni Maríu Hallgrímsdótt- ur. Hún er dóttir Hallgríms Jónssonar sem bjó á Dynj- anda og í Sætúni í Grunna- vík. Hallgrímur keypti af okkur fiskinn og verkaði hann í salt í eitt ár og eftir það lönduðum við í Hnífs- dal. Þá var Sigurjón Hall- grímsson, bróðir Maríu, kominn með annan bát, Dynjanda. Hann reri á Dynjanda og ég á Heklut- indi. Við leigðum okkur hús út í Króki og rerum frá Isa- firði eftir að Hallgrímur hætti að verka fisk. Þar höfðum við verbúð fyrir báða bátana og héldum ráðskonu. Við vorum aðal- lega á færum og netum. Árið 1962 fór svo Grunnavík í eyði og allir fluttu burt. Eftir það hef ég verið hér og við María leigð- um fyrst hjá Óla heitnum Ólsen. Þá vorum við komin með eitt barn.“ Eggja-Grímur „Eftir að ég keypti Heklutind þá er farið á hverju vori norður í Hæla- víkurbjarg til eggja. Það voru margir með í þessum eggjaferðum í gegnum tíð- ina. Eggja-Grímur fór alltaf með okkur. Grímur var frægur maður og var frá Bolungavík á Ströndum. Hann bjó lengi á Höfða- strönd í Jökulfjörðum og á Nesi í Grunnavík. Hann var síðustu ár sín á Isafirði. Hann hafði alla sína ævi ver- ið norður á bjargi á hverju vori. Hann mátti ekki heyra minnst á að farið væri norð- ur án hans þótt hann væri orðinn gamall og íótfúinn. Þetta var skemmtilegur maður og alltaf kátur. Einu sinni var ég að taka egg niður úr Gránefjum í Hælavíkurbjargi. Eggin voru tekin niður í tunnu eft- ir vír sem strengdur var milli báts og bjargs. Tunnan rann upp og niður vírinn í blökk og var hæðarmunurinn um 80 faðmar. Við vorum bara tveir í bátnum, ég og Grím- ur. Ég hífði tunnuna á línu- spili upp og niður og var alltaf að senda Grím aftur í stýrishús til þess að gefa vél- inni inn svo spilið snerist hraðar. Ég var eitthvað tó- bakslítill og átti pakka aftur í. Alltaf þegar Grímur fór þangað fékk hann sér sígar- ettu úr pakkanum því hann var mikið gefinn fyrir tóbak. Ég átti svo lítið að ég var nýskur á þetta svo ég varð alltaf að hlaupa aftur í líka til að taka af honum sígar- etturnar. Þá komu til okkar varðskipsmenn að fá hjá okkur egg. Grímur var nú alltaf svolítið séður og sagði við þá að þeir gætu nú hjálp- að okkur við að draga af. Þeir gerðu það fyrir okkur. Þá segir Grímur við einn þeirra: „Þú ert nú ágætur greyið, já, já. Áttu ekki sí- garettu?“ Jú, jú, Grímur fékk hjá þeim sígarettu.“ í bjarginu „Það þurfti mikinn mann- skap í Gránefin og þurfti svona 8-9 manns í þá leið- angra. Það þurfti tvo í bát inu. Þá bjuggum við í eyði- býlunum á Horni. Við fór- um á bátnum yfir í Hvannadal og gengum upp bjargbrúnina og gengið fyrir Tind, sem kallað var. Síðan farið yfir svokallað Stokka- gil niður í Festarskörð. Það- an var sigið niður 55 faðma sig niður á Festarnef og gengið út Festarskarðahillu út í Gránef. Það er um tutt- ugu mínútna gangur. Það þarf að fara yfir mörg og hættuleg gil á leiðinni. Þeg- ar komið er út í Gránef verður að fara á handvað 60 faðma niður til þess að kom- ast á aðalsvæðið. Þarna eru hjallar og sléttur og alveg ódæmi af fugli og eggjum. Þetta er sennilega stærsta varp í heimi. Því gæti ég trú- að. Ef það er mögulegt er allt svæðið sem tekið er fyrir hreinsað af eggjum og þau borin saman á einn stað og þaðan er þeim fírað niður í bátinn. Ut úr þessu geta komið 15 - 20 þúsund egg. Þetta var helvíti mikil vinna. Ég man að einu sinni fíruð- um við niður 20 þúsund eggjum í einu. Þó ekki væri lendandi undir bjarginu var yfirleitt farið út í Gránef og eggin borin saman og geymd þar. Síðan var farið og fírað niður næst þegar færi gafst. Eitt sinn vorum við að fíra eggjum úr Gránefjum niður í Bryndísina. Þá var Óli heitinn Ólsen með og hann átti hana þá. Þá slitnaði niðristaðan sem við hífðum tunnuna á og hún skúrraði niður allan vírinn og lenti á stýrishúsinu. Hún fór inn um dyrnar og mélaði allt í sundur. Eggjaskurn og rauða fór allt ofan í vélar- rúm. Það var ekkert eftir af tunnunni nema flísar á stærð við eldspýtur. í Gránefjunum var alltaf niðurfall. I Vallargilinu var það verst. Það er svo blautt og langt að hlaupa yfir það. Við hlupum yfir það einn í einu til öryggis og oft var grjóthríðin fyrir aftan mann. Þetta reddaðist nú allt sam- an. Nú er löngu aflagt að fara í Gránefin. Bæði er það vegna þess að mikinn mann- skap þarf og- svo er komið nóg af eggjum á markaðinn frá Langanesi þar sem mjög auðvelt er að taka egg. Þar nota menn jeppa á festina og bílfært er á bjargbrúnina. Eggin voru seld til Reykja- víkur og nú er sá markaður mettaður og meira en það. Það sem við eru að fara í egg núorðið er bara til gam- ans og að fá sér í soðið. Nú förum við bara tveir saman og förum neðanfrá úr fjör- unni upp í Hornbjargið. Ég fer þó stundum í Svaða- skarðið og gjána á Miðdaln- um á Hornbjargi og fer þá á handvað niður. Það er miklu þægilegra og minni vinna að fara upp í bjargið úr fjörunni. Þegar Kjartan er spurður hvort hann hafi oft verið hætt kominn í bjargi, svarar hann: „Það hefur ýmislegt komið fyrir. Aðalhættan er grjóthrunið þegar steinar lenda nálægt manni. Ég man eftir einu atviki í Horn- bjargi. Þá vorum við í Gjánni efst í skriðu niður undir sjó. Grjót sem fellur þangað kemur alveg ofan frá brún og er loft alla leið. Þá smellur steinn rétt við hliðina á mér og boraði sig svoleiðis niður í jarðveginn að hann hvarf. Þetta var svona höfuðstór steinn og mér brá helvíti við þetta. Ég hugsaði með mér að hefði þetta nú komið í hausinn á mér að þá hefði verið gott að hafa haus eins og Egill Skallagrímsson. Maður má ekkert vera að því að vera hræddur í bjarginu. Maður hefur alltaf nóg að hugsa í bjarginu og hefur ekki tíma til að hugsa um svoleiðis hluti. Það eru alltaf niður- föll, það vita allir. Maður er orðinn svo vanur þessu að maður kann að taka þessu. Þetta er allt í vitundinni ein- hvern veginn.“ Skaut sjálfan sig í bakið Einu sinni vorum við Trausti heitinn bróðir að fara upp í Kirfið undir Hvannadal að skjóta fu|l. Við vorum á Heklutindi. Ég var að labba þarna um fjör- una og var mjög sleipt á klöppinni. Ég hélt á byss- unni og var búinn að draga hana upp og mikill veiðihug- ur í mér. Ég var á gangi og lyfti byssunni til þess að

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.