Málfríður - 15.09.1995, Síða 14
hins vegar draga þá ályktun af
því sem fram kom á ráðstefn-
unni að þetta sé ekki rétt aðferð,
því að þáð sé í verkahring kenn-
ara að miða námsefni, þar með
talið ítarefni, við einstaklingana
eftir þörfum. Kennarinn á að
kenna nemendum að verða sjálf-
stæðir í námi sínu, láta þá vinna
og hugsa sjálfstætt með því að
búa efnið þannig í hendur þeirra
að þeim sé það fært. Þetta þýðir
að kennarinn þarf sífellt að end-
urskoða og endurbæta kennsl-
una og námsefnið. Gamla
„messuformið“ og „yfirheyrslu-
aðferðin“ eru ekki vænlegar til
árangurs. I ljósi þessa er mér
það óskiljanlegt að nemandi
sem að eigin sögn notar
kennslustundir til þess að lesa
námsefni næsta dags verður
dux scholae eins og gerðist í
skóla einum sl. vor. Gæti nem-
andi með gott lausnahefti gegnt
þar hlutverki kennarans? Hvers
virði er þá menntun hans og
starf? Hvert er þá markmiðið
með menntun yfirleitt?
Við vitum öll, að eins og
starfsaðstaða kennara er í dag
(lágt kaup, stórir bekkir, mikil
kennsla í aðeins níu mánuði
ársins) er kennurum gert erfitt
fyrir að sinna einstaklingunum
sem skyldi. Því miður virðist
það orðin nokkuð algeng skoð-
un að sumir skólar eigi að geta
hafnað umsóknum frá nem-
endum sem fá einkunnir undir 7
(8?) á samræmdu prófunum,
jafnvel með þeim rökum að
nemendur með lægri einkunnir
falli bara í skólanum. Ef hóp-
arnir eru einsleitir og saman-
standa einungis af „góðum“
nemendum er jú auðveldara að
nota kennsluaðferðirnar „ítroðsla
og yfirheyrsla" eins og gert var
þegar ég sjálf var í menntaskóla.
Ef nemendur eru svona með-
færilegir þurfa kennararnir
minna að leggja á sig til að
kenna þeim, geta þess vegna
kennt fleiri tíma á viku, verið
með stærri hópa og þá er hægt
að útskrifa fleiri nemendur með
minni kostnaði. En er það eftir-
sóknarvert? Rannsóknir sýna að
brottfall nemenda úr framhalds-
skóla er gríðarlegt og hlýtur það
að hafa mikinn kostnað í för
með sér fyrir þjóðfélagið allt og
ekki aðeins fyrir þá nemendur
sem hverfa á braut án þess að
ljúka prófi.
Það er algengt að grunnskól-
anum sé kennt um að nemendur
komi í framhaldsskólana með
lélegan undirbúning og þess
vegna vegni þeim illa. Það er
rétt að nemendur eru mjög mis-
vel undir það búnir að hefja
nám í framhaldsskóla. Það er
vitað frá þeim degi er þeir sækja
um vist í framhaldsskólunum,
enda sýna einkunnaspjöldin úr
grunnskólanum það svart á
hvítu. En framhaldsskólarnir
taka samt við nemunum eins og
væru þeir einsleit hjörð ungl-
inga sem hægt er að gefa sama
fóðrið á sama tíma og jafn lengi.
Ef við förum eftir lögum um
framhaldsskóla sem kveða á um
að „framhaldsskólinn sé fyrir
alla“ sýnir há fallprósenta hjá
nýnemum að þetta er röng
aðferð. Við vitum öll að nem-
endur eru ólíkir einstaklingar og
„misgóðir“ nemendur. Þarfir
þeirra og væntingar eru ólíkar.
Ef tekið væri tillit til þessa og ef
skólunum yrði gert kleift að
sinna þörfum einstaklinganna
gæti þetta vandamál stórlega
minnkað.
Elísabet Vcdtýsdóttir kennir
dönsku við Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi
Með þökk fyrir viðskiptin
Landsbankinn
Suðurlandsbraut 18
14