Málfríður - 15.09.1995, Side 21

Málfríður - 15.09.1995, Side 21
Valfríður Gísladóttir: KENNSLA í FAGFRÖNSKU VIÐ HÓTEL- OG VEITINGASKÓLA ÍSLANDS Markmið skólans Yfirmarkmið í framreiðslu- og matreiðsludeild er að þjálfa nemendur í réttum faglegum vinnubrögðum og tryggja að þeir hljóti alhliða verkþjálfun. Undirmarkmið eru m.a.: - að nemendur fái nauösynlega frœöslu í tungumálum - aö loknu námi eiga nemendur aö vera fœrir um aö framreiöa veitingar meö viöurkenndum faglegum aöferöum og matreiða úr öllu hráefni eftir almennt viöurkenndum aöferöum aö nemendur eigi aö geta samiö matseöla og skipulagt veisluhöld og alla venjulega framsetningu veitinga Almennt um skólann og námið Hótel- og veitingaskóli Is- lands var stofnaður með lögum árið 1971. Skólinn er iðnskóli og eru iðngreinarnar framreiðslu- nám sem tekur samtals 3 ár og matreiðslunám sem tekur 4 ár. í dagskólann eru aðeins teknir inn nemendur sem hafa stað- festan námssamning í fram- reiðslu eða matreiðslu. Tveggja anna námskeið er haldið á kvöldin sem gengur í daglegu tali undir heitinu sjókokkanám- skeið. Starfsemi skólans er skipu- lögð í samræmi við námskrá sem staðfest var af menntamála- ráðuneytinu árið 1992. Gerðar eru sömu kröfur í námi og kveð- ið er á um í Námskrá handa framhaldsskólum. I skólanum eru 3 bekkir og sitja nemendur 4 mánuði í hverjum bekk. Ráttindi Námið í skólanum veitir sjálft ekki starfsréttindi, en nemandi með gildan námssamning og sem hefur staðist lokapróf skól- ans hefur öðlast rétt til að gang- ast undir sveinspróf sem svein- sprófsnefnd sér um. Eftir að hafa staðist sveinspróf fær nemi sveinsbréf sem á að vera trygg- ing þess að hann gangi fyrir í vinnu í sinni grein eins og lög og kjarasamningar mæla fyrir um. Frönskukennsla Þó að matreiðslumeistarar séu alls staðar önnum kafnir við að skapa nýja rétti er það svo að fagfólk víða um heim beinir sjónum og bragðlaukum af mestri forvitni og áhuga til Frakklands til að fylgjast með því sem frægasta matreiðslu- og framreiðslufólk heims er að gera. Lærðir sem leikir hafa reyndar gert það lengi því Frakkland er talið mekka vest- rænnar matreiðslu- og fram- reiðslulistar. Frönsk áhrif hafa þannig flutt frönsk fagorð og hugtök inn í faggreinarnar. A þekktum veitingastöðum um all- an heim má sjá sígilda franska rétti á matseðlunum. Þó að slíkir réttir séu ekki almennt á boðstólum á vestrænum veitin- gastöðum eru frönsk áhrif samt víða áberandi og það er viðtekin hefð og þykir sjálfsögð fag- mennska á metnaðarfullum veit- ingastöðum að matseðlar séu þýddir á frönsku. Hótei- og veitingaskólar í Evrópu og víðar byggja að verulegu leyti kennslu í matreiðslu á frönskum grunni, auk matreiðsluhefðar landsins eða menningarsvæðis. Frönsku- kunnátta hefur þannig lengi verið og er enn stór hluti fag- mennskunnar. Hótel- og veitingaskóli ís- lands er byggður upp á svipað- an hátt og hótel- og veitinga- skólar á Norðurlöndum. I ná- grannaskólunum er áhersla lögð á fagfrönsku og hafa flestir þeirra á meginlandinu eigin kennslubók í tungumálinu. I Hótel- og veitingaskóla Islands hefur frönskukennslan tekið breytingum undanfarin ár og fagfranskan hefur fengið meira rými. Ýmislegt í erlendum náms- bókum hentar ekki markmiðum skólans og höfðar ekki til ís- lenskra nemenda. Sá kostur var því valinn í samráði við fyrrver- andi og núverandi skólameist- ara og fagkennara skólans að hanna námsgögn í fagfrönsku sem uppfylltu markmið skólans. Slíkt námsefni hefur síðan verið tilraunakennt og verið að þróast frá ári til árs. 21

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.