Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 22
I Hótel- og veitingaskóla Islands
hefst frönskukennsla í 2. bekk.
Kenndur er áfanginn FRA 142 og í
3. bekk er kenndur áfanginn FRA
242. Seinni áfanginn er í beinu
framhaldi af þeim fyrri og verður
fjallað um þá sem eina heild hér.
Markmiðslýsing í frönsku er í
aðalatriðum eftirfarandi. Að:
skólameistara Hótel- og veit-
ingaskólans. Hlutar námsefnis
hafa verið yfirfærðir á frönsku
s.s. framreiðsla og vínþekking.
Islenskir matseðlar eftir fag-
kennara skólans og nemendur.
Franskir matseðlar eftir
þekkta frönskumælandi mat-
reiðslumeistara.
in frönsk ljóð hafa verið samin
um hráefni og mat. Bæði þau og
söngtextar, sem nemendur læra
og syngja, eru notuð til að létta
lund í svartasta skammdeginu.
Hlustunaræfingar sem fylgja
kennslubókum eru notaðar. Auk
þess er hlustað og horft á sýni-
kennslu í matreiðslu og fram-
• Nemendur öðlist þekkingu á frönsku og fagfrönsku með almennt menntunargildi og
fagleg störf í huga.
• Nemendur öðlist fæmi í að lesa og skilja franskan texta í eðlilegu ritmáli svo og
faglegan texta.
• Nemendur þjálfist í að greina og skrifa málfræðilega rétta matseðla og setja þá upp á
faglegan hátt.
• Nemendur öðlist fæmi í að tjá sig munnlega í samskiptum við frönskumælandi fólk
með áherslu á samskipti í faglegum störfum og samskiptum á veitingcistað.
• Nemendur öðlist þekkingu á franskri menningu, einkum þeirri er snertir matreiðslu og
framreiðslu.
• Nemendur þekki helstu hémð Frakklands og vínræktarsvæði, rétti þá og vín sem
einkennandi em fyrir hvert hérað.
• Nemendur þjálfist í að nota fransk/íslenska orðabók og fagorðalista.
• Nemendur öðlist jákvætt viðhorf til frönskunnar sem hluta af fagmennskunni.
NÁMSEFNI
í frönsku hafa verið notaðar
C’est fa 1 kennslubók og æf-
ingabók og nú síðast A Propos
kennslubók og æfingabók. Nem-
endur hafa að auki fengið les-
texta sem snerta störf og hluti í
gestamóttöku, borðsal og eld-
húsi veitingastaðar.
í fagfrönsku er að verulegu
leyti stuðst við Technologie
culinaire eftir Eugen Pauli,
fyrrverandi kennslustjóra í hin-
um virta hótel- og veitingaskóla
í Lucerne, L’École höteliére
suisse de Lucerne. Bókin tengir
saman sígilda franska mat-
reiðslu og nýjustu þekkingu í
næringarfræði og er notuð sem
grunnbók i matreiðslukennslu í
Hótel- og veitingaskóla Islands,
enn sem komið er i enskri út-
gáfu. Auk þess er notað:
Námsefni í framreiðslu eftir
Guðmund Agnar Axelsson,
Uppskriftir á frönsku úr mat-
reiðslubókum og fagtímaritum.
Ljóð og söngtextar.
Franskir matreiðslu- og kynn-
ingarþættir.
LÝSING Á NÁMINU
Lestur og hlustun:
Texti í kennslubókum er not-
aður að hluta til, en þar sem lít-
ið er um byrjendatexta sem
snertir störf nemenda er textum
bætt við sem gerast í veitingasal
og í eldhúsi. Leitast er við frá
byrjun að byggja markvisst upp
algengan fagorðaforða. Nemend-
ur fá fljótt mjög einfaldar mat-
reiðsluuppskriftir að spreyta
sig á að þýða á íslensku. Upp-
skriftir sem síðan stigþyngjast
eru notaðar jafnt og þétt í báð-
um bekkjum. Franskir margrétt-
aðir matseðlar eru greindir og
þýddir. Stöðugt er unnið með þá
allan námstímann. Mörg skond-
reiðslu á frönsku og horft á
kynningarmyndir frá Frakk-
landi. Nemendur kjósa oftast að
hlusta á franska dægurlagatón-
list lágt spilaða í bakgrunni, þeg-
ar þeir vinna að ýmsum skrif-
legum fagverkefnum.
Kennsluform: Leitast er við
að þjálfa nemendur í ýmsum
lestraraðferðum, s.s. topp niður
lestri, skima, skanna og ítar-
lestri og að virkja bakgrunns-
þekkingu nemenda um leið.
Málfræði:
Það er svolítið breytilegt hve
mörg málfræðiatriði eru tekin
fyrir í hvorum bekk. Kennari
metur hvenær hann telur að
nemendur séu tilbúnir að kynn-
ast, þjálfa og tileinka sér ný mál-
fræðiatriði og í hvaða röð. Mál-
fræðiatriðin eru nokkurn veginn
þau sömu og unnið er með al-
mennt í framhaldsskóla.
22