Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 25

Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 25
NÁMSMAT: Tekið er skriflegt lokapróf á hverri önn. Á skrif- legum prófum í fagfrönsku mega nemendur nota öll gögn. Hóp- verkefni, sem er hluti af skrif- legu lokaprófi í 3. bekk í fag- frönsku og er unnið í tímum, er t.d. að semja, hanna og þýða á frönsku hátíðarmatseðla fyrir hádegisverð og kvöldverð. Veisl- an er handa ímynduðum hópi frönskumælandi sælkera sem koma gagngert til íslands til að njóta þess besta í íslenskri mat- argerð og þjónustu. Munnieg próf eru tekin um leið og skrifleg próf og eru para- vinna þar sem nemendur sýna fram á færni við ýmsar aðtæður í hlutverkaleik, s.s. panta borð á veitingastað, versla á markaði og í vínbúð, taka á móti gestum og þjóna til borðs, gefa upp- lýsingar um það sem er á mat- seðli o.fi. Munnlegt lokapróf hefur mest vægi og í 2. bekk getur það t.d. verið einföld sýnikennsla á frönskum pönnukökubakstri hjá matreiðslunemum og að þjóna til borðs með einföldum mat- seðli hjá framreiðslunemum. I 3. bekk er munnlegt lokapróf hjá matreiðslunemum flóknari sýni- kennsla í eldhúsi skólans. Hver framreiðslunemi tekur á móti prófdómara og kennara sem gestum við raunverulegar að- stæður í veitingasal skólans. Mat- og vínseðill er fjölbreyttur og á nemandi að geta útskýrt og aðstoðað með val á réttum og drykkjum. Nemendur gera æfingar heima og er 80% skilaskylda á þeim á önninni. I skólanum er 80% mætingarskylda. Valfríður Gísladóttir kenndi frönsku við Hótel- og veit- ingaskóiann 1991-1994 og starfar nú við Fjölbrautaskólann i Breiðholti MENNINGARSETUR FRAKKLANDS Á ÍSLANDI VESTURGÖTU 2. BOX 921-121 Reykjavík Tél: 552 3870. Fax: 562 3820. Markmið AF er þríþætt: - Frönskukennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Einnig barnahópar. - Veita aðgang að frönskum bókmenntum, kennsluefni fyrir frönskukennslu, fjöldan allan af uppflettiritum og orðabókum (6000 bókatitlar). - Kynna franska menningu með fjölbreyttu safni geisladiska og myndbanda. Þið eru hjartanlega velkomin á Vesturgötu 2, 3. hæð. sími: 552 3870. Opið mánudaga til föstudaga frá 15.00-18.00. Eftir áramót, nýtt heimilisfang: Austurstræti 3, 2. og 3. hæð. 25

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.