Málfríður - 15.05.1999, Page 5
anna en til annarra landa innan Evrópska
efnahagssvæðisins þar sem Islendingar geta
sótt til vinnu.
Við skulum heldur ekki gleyma þeirri
miklu flóru af formlegu og óformlegu
samstarfi sem á sér stað á milli félagasam-
taka á Norðurlöndunum. Iþróttafélögin
eru gott dæmi. Sveitarstjórnarmenn eiga
mikil samskipti og fjölmörg sveitarfélög
eiga vinabæi á Norðurlöndunum. Það má
ekki gleyma því að hið formlega norræna
samstarf, sem fer fram í gegnum Norður-
landaráð og Norrænu ráðherranefndina,
er aðeins brot af samskiptum sem fara
fram á Norðurlöndunum. Allt eru þetta
hins vegar menningarleg eða efnahagsleg
samskipti sem krefjast þess að fólk geti átt
samskipti á Norðurlandatungumáli.
Við skulum heldur ekki gleyma næstu
nágrönnum Islendinga Færeyingum og
Grænlendingum. Vestnorrænu samskipt-
unum hefur vaxið fiskur um hrygg og þar
er danskan lykilatriðið í öllum viðræðum.
Samkeppnishæfni
Eg býst við að Geir Gunlaugsson muni
meira horfa á þetta frá vettvangi fyrirtækj-
anna en get þó ekki sleppt því að nefna að
það liggur í augum uppi að góð tungu-
málakunnátta getur ráðið úrslitum þegar
velja á milli jafn hæfra umsækjenda í stöð-
ur. Eg vil líka benda á það, að á Norður-
löndunum búa 22 miljónir manna og það
er ekki óálitlegur markaður og það er við-
urkennd staðreynd að mun betra er að ná
til viðskiptavina eða samstarfsmanna á
þeirra eigin tungumáli. Það er heldur ekki
hægt að reikna með góðri enskukunnáttu
hjá almenningi og t.d. í Danmörku hefur
mér virst sem enskukunnátta sé mun lé-
legri en meðal Islendinga og að framburð-
urinn sé Dönum erfiður.
Símenntun
Sífellt er hamrað á því að menntun í dag
sé með öðrum hætti en fyrir t.d. 20 árum.
Eg held að það hvarfli varla að nokkrum
manni, sem er að útskrifast með svo köll-
uð réttindi í dag, að þau dugi um aldur og
ævi. Menn eru ekki að velja sér ævistarf
eins og áður var. Nauðsynlegt er að
byggja stöðugt ofan á menntunina og þar
getur tungumálakunnátta verið mikilvæg-
ur þáttur í þekkingaröflun.
Við skulum ekki gleyma því ógnar-
flæði upplýsinga sem finnst áVeraldarvefn-
um, sem skráð eru á viðkomandi tungu-
máli. Sennilega hefur því mikilvægi
tungumálakennslu stóruakist með upplýs-
ingabyltingunni. Það þarf vald á fleiri
tungumálum til að geta notað sér upplýs-
ingaflæðið.
Svæðisbundið samstarf
Stækkun Evrópusambandsins stendur fyr-
ir dyrum og gætu innan tíðar 26 lönd átt
aðild að Evrópusambandinu. Að margra
dómi mun þetta gífurlega stóra miðstýrða
samstarf hafa í för með sér aukna þörf og
aukið mikilvægi svæðisbundins samstarfs.
Norðurlandaráð hefur að minnsta kosti
lagt áherslu á þetta og mun á næsta ári
standa að ráðstefnu ásamt BENELUX-
löndunum þar sem fjallað verður um
svæðisbundið samstarf í Evrópu um þetta
efni. Hvað er það sem stuðlar að svæðis-
bundnu samstarfi eða skapar því forsend-
ur? Það er m.a. menningararfur, saga, og
helst af öllu að unnt sé að komast af með
milliliðalaus samskipti, að hægt sé að
starfa saman án þess að nota túlka eða
þýðingar. Slíkt auðveldar vinnu og stuðlar
að auknu umburðarlyndi.
Eg er því sannfærð um að mikilvægi
norræns samstarfs mun fara vaxandi eftir
því sem Evrópusamstarfið verður yfir-
gripsmeira. Á sama hátt og það hefur
stóreflst eftir inngöngu Svía og Finna í
Evrópusambandið.
Norðurlandaráðsstarfið
Fimmtugasta þingi Norðurlandaráðs lauk á
fimmtudag í Osló. Þar var m.a. vahnn nýr
forseti og kynnti Gun Hellsvik, sem gegnir
embættinu á næsta ári, að hún myndi leggja
ríka áherslu á samstarf í menntamálum.
... á Norður-
löndunum búa
22 miljónir
manna og það er
ekki óálitlegur
markaður og það
er viðurkennd
staðreynd að
mun betra er að
ná til viðskipta-
vina eða sam-
starfsmanna á
þeirra eigin
tungumáli.
5