Málfríður - 15.05.1999, Qupperneq 17
í textann og þar með taka af þeim ómak-
ið. Þessir nemendur þyrftu verulega á því
að halda að pæla í hlutunum.
I tungumálaheiminum hefur orðaforði
notið vaxandi athygli síðasta áratuginn og
þá einkum sá þáttur er snýr að málheild-
um. Ef texti er skoðaður sést fljótt að
uppistaðan er ekki einstök orð heldur alls
kyns heildir, s.s.:
samsett orð (greenhouse),
samstæður (face hardship),
samsettar sagnir (phrasal verbs:
watch out),
orðatiltæki ýmiss konar (down in
the dumps),
orðtök (let sleeping dogs lie),
nafnorð/sögn/lýsingarorð + for-
setning (confidence in, rely
on, capable of),
forsetningasambönd (in charge
of, by accident).
Hér á eftir er byrjun á texta sem mætti
hugsa sér að nemendur veltu fyrir sér út
frá heildum og tíndu til það sem heyrir
saman. A þennan hátt er von til þess að
nemendur átti sig betur á mynstrinu í
textanum. Texti er eins og vefur þar sem
hver þráður er á sínum stað. Því betri sem
textinn er, því fallegra verður mynstrið.
Textinn ber titilinn The man who is crackers
for Christmas. Nemendur strika undir orð
sem myndar heildir.
Andrew Parker wished it could
be Christmas every day, and made
his wish come true. But after five
years of living on a dailv diet of
mince pies. turkey and sprouts, he
is seeking medical help to end his
addiction to festive fare.
Að veita orðun-
um athygli og
velta fyrir sér
merkingu þeirra,
skyldleika, fé-
lagsskap og hlut-
verki; það er
málið.
He is worried that he is endan-
gering his health and becoming as
rotund as Father Christmas after
rising from 12st to 16st.
Síðan mætti athuga hvaða önnur orð
gætu staðið með diet, help, seek, medical eða
endanger. Þá mætti athuga notkun orðsins
crackers í titlinum sem er áhugaverð út af
fyrir sig og finna orð sem eru merkingar-
lega skyld rotund, eins og t. d. plump, stout,
chubby, fat, obese og skoða hver blæ-
brigðamunurinn er og hvenær hvert um
sig á við.
Að veita orðunum athygli og velta fyrir
sér merkingu þeirra, skyldleika, félagsskap
og hlutverki; það er málið.
Auður Torfadóttir, dósent
við Kennaraháskóla Islands.
GOETHE-
ZENTRUM
REYKJAVÍK
SAMSTARFSAÐILI
PARTNER DES
GOETHE-/g O
INSTITUT WLm>
Lindargata 46 • Pósthólf 902 • IS-
121 Reykjavík
Sími: 551-6061 • Fax: 552-7570
E-mail: goethe@simnet.is
Öffnungszeiten/Opnunartímar
Dienstag 15-19
Mittwoch 15-19
Donnerstag 17-20
Freitag 15-18
Samstag 15-18
HERZLICH WILLKOMMEN
17