Málfríður - 15.05.1999, Side 26

Málfríður - 15.05.1999, Side 26
... í staðinn fyrir tal kom svo danskt tákn- mál í kennslu- forritinu. sömu, en hún löguð að kröfum framhalds- skólans og þannig farið bil beggja. Textar voru valdir með nemendahópinn í huga, þ.e.a.s. nemendahóp sem ekki er lengur á grunnskólastigi. Málfræðin var kennd frá grunni. Mér til halds og trausts var kennslufulltrúi fatlaðra við skólann, Heiða Steinsson, en hún var í upphafi tengiliður milli mín og Samskiptamiðstöðvar. Þá hefur verið afar gott samband við þær ágætu konur sem koma að málum á Sam- skiptamiðstöð. Þar sem ég tala ekki tákn- mál var strax gert ráð fyrir táknmálstúlki mér til aðstoðar við kennsluna. Við námskrárgerð var fyrst og fremst byggt á færniþáttunum tveimur, lestri og skrift, og í staðinn fyrir tal kom svo danskt táknmál í kennsluforritinu. Þá var ákveðið að kennt yrði þrisvar í viku og þar af eitt skipti (2X40 mín.) í tölvustofu. Þetta þýddi að annað hefðbundið efni var kennt jafnhliða því sem boðið var upp á í forrit- inu. Þetta eykur líka á fjölbreytni í texta- gerð og orðaforða, enda nemendum hollt að kynnast sem flestu í þeirri menningu sem tungumálið miðlar. Til þess að kennsluforritið væri ekki einangraður hluti kennslunnar, sótti ég mikið í „Bladet For Dove“ sem er til á Samskiptamiðstöð. Þar fann ég eitt og annað sem tengdist kennslunni á einhvern hátt. Reyndar var það fyrsta sem ég rakst á í þessu ágæta blaði, nöfn nemenda minna í upptalningu á verðlaunahöfum á Heimsleikum heyrn- arlausra, svo gaman var að bjóða upp á efni sem tengdist þeim beint. Tungumálakennsla sem byggist fyrst og fremst á tveimur færniþáttum er ákaflega einhæf og því er kennsluforritið ekki bara gagnlegt heldur líka kærkomin tilbreyting og kemur á margan hátt í staðinn fyrir það sem upp á vantar. Forritið er þannig byggt upp að það bindur ekki hendur kennar- ans, hægt er að vinna með efni þess eins og hverjum líkar. Þau verkefni sem ég út- bjó í tengslum við forritið tóru eftir þeim texta sem ég hafði valið til kennslu hverju sinni. Venjulegast var bæði unnið út frá orðaforða og málfræði. Æskilegast væri að hafa aðgang að tölvu hvenær sem henta þykir svo forritið fafli inn í kennsluna á eðlilegan hátt. I lok námsins voru nemendur beðnir um að meta hvernig til hefði tekist. Stúlk- urnar sex voru allar mjög jákvæðar gagn- vart kennsluforritinu, enda miðillinn í sjálfu sér spennandi og í eðli sínu gagn- kvæmur. Efnið tengdist auk þess meira og minna þeirra eigin heimi. Og einmitt vegna þessa gagnkvæma sambands milli nemandans og tölvunnar sem miðils í kennslunni var ég líka jákvæð. Eg gat sinnt þörfum nemenda minna einstaklings- bundið eftir efnum og ástæðum, fann minna fyrir því að tala ekki táknmál, og fannst afskaplega þægilegt að vísa á tákn- málið í forritinu við margs konar spurn- ingum. Það besta var að nemendur höfðu ekki jafn mikla þörf fyrir mig en ella, sem segir mikið um ágæti þessa forrits. I grein þessari hef ég einkum lýst því hvernig forritið hefur komið mér fýrir sjónir og reynst mér í kennslunni og mæli tvímælalaust með því.Vilji menn fá nánari upplýsingar um sjálft forritið, vísa ég til Samskiptamiðstöðvar. Guðrún Ragnarsdóttir, sérkennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. 26

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.