Málfríður - 15.05.1999, Page 29
Ný öld með fagmál í tungumálanámi
Síðastliðinn september tók undirritaður
þátt í vinnufundi á vegurn miðstöðvar
Evrópuráðsins fyrir tungumál í Graz,
Austurríki. Evrópuráðið hefur styrkt þessa
miðstöð síðustu árin i tilraunaskyni en er
nýbúið að ákveða að hún verði að fastri
stofnun, enda orðin opinber stefna í Evr-
ópu að þjóðfélagsþegnar næstu aldar verði
færir í tveim erlendum tungumálum.
Sjálfsagt veit margur lesandi af eigin
raun hvaða vítamínsprauta það er að hitta
fagfélaga frá öðrum löndum á námskeiði,
vinnufundi eða ráðstefnu. Eg myndi óska
þess að allir lesendur, sem enn hafa ekkert
tækifæri haft, fengju að njóta þess einu
sinni eða helst oftar á starfsævinni. Það er
einn helsti kostur þess að búa í Evrópu og
hugsanlega enn frekar á Islandi, hvað oft er
leitað til útlanda og stofnað til samskipta
við fólk af ólíku þjóðerni. Á þessum
vinnufundi vorum við 24 samtals, en
aldrei fleiri en tveir fulltrúar frá hverju
landi. Sérstakt má telja hvað Evrópustarfið
opnar okkur samband við gömlu austan-
tjaldslöndin. Okkur ber að mínu mati að
efla tengslin sem þar skapast til að þessum
löndum takist að lyfta sér upp úr fátækt-
inni. Það skein oft í gegn á fundinum, að
fátæktin skapar erfiðleika fyrir starfsfélaga
þar.
Verkefni fimrn daga vinnufundarins var
að útfæra nútímatækni til að kenna fólki
tungumál fyrir ýmsar starfsgreinar. A
stofnanamáli (sem er einn helsti ókostur
Evrópusamstarfsins!) verður þetta að heilli
langloku: “Technology Enhanced Langu-
age Learning (TELL) inVocationally Ori-
ented Language Learning (VOLL)”.
Fundinn leiddu fimm fyrirlesarar senr
kynntu í fyrstu nýjustu stöðu í tækninni,
en síðan stjórnaði hver í sínu lagi starfs-
hópi kennara og uppeldisfrömuða á af-
mörkuðu sviði. Tony Fitzpatrick og Sigi
Gruber (sem því miður var aðeins hluta af
tímanum) leiddu hóp sem setti saman
mæliaðferðir fyrir gæði og notkunarsvið
nútímanámsgagna, sem verða æ oftar
tölvuforrit. Andreas Lund mótaði með
sinum hópi nýjan námsþátt sem á að birt-
ast á netinu og æfa nemandann í tungu-
máli með áhugaverðum leik eða þraut.
Hjá Bernd Ruschoff prófuðu þátttakend-
ur margs konar ný forrit til tungumála-
náms. Síðast, en auðvitað ekki síst, var
hópur undirritaðs, sem átti að setja saman
niðurstöður hinna hópanna til að mynda
nýja heimasíðu fyrir tungumálakennslu út
frá Graz. Okkur var vorkunn að niður-
stöður bárust seint frá hinum hópunum —
einsýnt var að öllum var ætlað fullmikið í
byrjun, því við unnum ávallt meira en
heilan vinnudag nema sunnudaginn, sem
var að hálfu leyti skemmtidagur með
gönguleiðsögn um Graz og listasafn þar.
Eftir að heim var komið höfum við
nokkrir unnið áfram að lokafrágangi á
síðunni, sem stjórnandi hópsins, Bernard
Moro, hefur þó haft veg og vanda af.
Nú sjást á heimasíðunni niðurstöður
allra hópanna, hvort sem þið hafið áhuga á
nýjustu tölvuforritum í málakennslu, vilj-
ið kanna hugmyndir um hvernig á að
meta þau, sem eiga eftir að birtast, eða vilj-
ið sjá möguleika til að setja saman
skemmtilegan tungumálaleik, með alvöru
lærdóm sem markmið, á netinu. Að vísu
finnast þar varla endanleg svör um hvern-
ig við þokum starfsgreinatengdri mála-
kennslu best áleiðis, en þessa tækni má
allavega nota greinabundið. Áreiðanlegast
er að byija á slóðinni:
Phílip Vogler
http://www.icc-europe.com.
Að lokum tek ég fram að ég var ein-
staklega hrifinn bæði af Andreas, sem star-
far í Noregi, og Bernd, sem var að taka til
starfa í Essen í Þýskalandi. Enginn yrði
svikinn af námskeiði hjá öðrum hvorum
þeirra eða báðum, ef kynnast á möguleik- 29