Málfríður - 15.09.2003, Síða 8

Málfríður - 15.09.2003, Síða 8
mörgu öðru að þræða hinn gullna meðal- þeirra varðandi tungumálanám er að leggja veg. Einföld aðferð til þess að vekja nem- fyrir þá stutta könnun sem þessa (Cyr endur til meðvitundar um hugmyndir 1987)5: 8 nr. sammála frekar sammála frekar ósammála ósammála 1. Börn eiga miklu auðveldara með að læra erlend tungumál en fullorðnir. 2. Þeir sem eru góðir í stærðfræði eða raunvísindum eru ekki góðir í tungumálum. 3. Ailir geta lært að tala erlent tungumál. 4. Sumir eru gæddir sérstökum gáfum til þess að læra erlend mál. 5. Ég held að eftir 1 ár geti ég talað íslensku vel. 6. Til þess að tala vel íslensku er nauðsynlegt að þekkja íslenska menningu. 7. Það er auðveldara fyrir þann, sem talar þegar eitt erlent tungumál, að læra annað. 8. Það er ekki gott að reyna að segja eitthvað á íslensku ef maður getur ekki sagt það villulaust. 9. Það er auðveldara að læra sum tungumál en önnur. 10. Islenska er erfitt tungum£ fyrir mig. 11. Ég get ekki lært íslensku sjálfur utan kennslustofunnar. 12. Það er allt í lagi að geta sér til um merkingu orðs sem maður hefur aldrei séð áður. 13. Það er mikilvægt að læra íslensku til þess að fa vinnu á íslandi. 14. Eg held að ég sé góður í að læra tungumál. 15. Mér finnst gaman að tala íslensku við íslendinga. 16. Eg vil læra íslensku til þess að kynnast íslendingum betur. 17. Mér finnst óþægilegt að tala íslensku við íslendinga. 18. Það sem er mikilvægast þegar maður lærir nýtt tungumál er orðaforðinn. 19. Konur eiga auðveldara með að læra erlend tungumál en karlar. 20. Til þess að tala erlent tungumál er mjög mikilvægt að læra málfræðireglur þessa máls. 21. Ég held að Sunnlendingar tali ekki jafhgóða íslensku og Norðlendingar. 22. Þeir sem tala fleiri en eitt tungumál eru mjög greindir. Slík könnun gefur kennaranum amk. ákveðna vísbendingu um þær hugmyndir sem nemendur hans hafa um tungumála- nám. Hann getur síðan rætt þessar hug- myndir við nemendur og reynt að hafa áhrif á þær hugmyndir sem hugsanlega samræmast ekki markmiðum námsins eða þeim kennsluháttum sem hann vill inn- leiða. Einstaklingstúlkanir og félagsleg- ar túlkanir. En nemandinn er ekki bara meðlimur í samfélagi hann er líka einstaklingur og sem slíkur „einstakur“ (Charlot 1997). 5 Þessi spurningalisti er upprunalega á íirönsku og miðast við frönsku sem erlent mál í Kanada en birt- ist hér í örlítið breyttri mynd og miðast við íslensku sem erlent mál.

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.