Málfríður - 15.09.2003, Side 17
hvort japanskan ætti við mig og til að fá
góðan grunn í málinu áður en ég færi til
Japans. Dönsku- og enskukunnáttan var
þannig lykill að japönskunáminu. Meðan
ég var í BS- náminu í Kaupmannahöfn fór
ég í mína fyrstu Japansferð, tveggja mán-
aða ferð með dvöl á japönsku heimili og
málaskóla. Eftir BS prófið fékk ég svo
styrk frá japönskum stjórnvöldum til að
læra í Japan og ég hef stundað nám í Jap-
an síðan.
— Hvernig reynsla var/er það að stunda nám
í landinu þar sem málið er talað?
Það var mikil upplifun að flytja til Japans
og dvöHn mín hér er mér dýrmæt reynsla.
Landið heldur áfram að koma mér á óvart
þótt ég sé búin að búa hér í fimm ár. Þeg-
ar ég flutti hingað var ég ótrúlega fegin að
hafa lært japönsku í fjögur ár áður en ég
kom. Það var svo margt nýtt sem maður
þurfti að setja sig inn í og það var ótrú-
lega mikfll léttir að geta talað við fólk. Eg
var að miklu leiti sjálfbjarga frá fyrsta degi
og þurfti því fremur lítinn tíma til aðlög-
unar. Það er þó auðvitað mikill munur á
því að vera sæmilega mælandi á erlenda
tungu eða vera fær um að stunda háskóla-
nám á viðkomandi máH. Oll kennsla í há-
skólanum hefur verið á japönsku frá upp-
hafi og það var og er ennþá mikið átak að
lesa þungar fræðibækur, halda fyrirlestra
og skrifa ritgerðir á japönsku. I dok-
torsnáminu finnst mér ég stundum vera í
tvöföldu námi, þ.e. tungumálanáminu sem
sjálfkrafa fylgir því að læra hér og svo
rannsóknum sem ég stunda. En ég lít á
það sem ómetanlegan kost að fá tækifæri
til að læra málið, það var ætlun mín frá
upphafi að læra um japanska sögu og sam-
félag og fá tungumálið með í kaupbæti. Eg
get hreinlega ekki ímyndað mér hvernig
dvölin hér hefði verið ef ég hefði ekki
talað málið. Japansdvölin hefði verið mun
fátæklegri reynsla.
Japanska er afar frábrugðin evrópsku
tungumálunum sem ég hef lært og það er
því eins og að læra að tala, lesa og skrifa
upp á nýtt þegar maður byrjar á japönsk-
unni. Þetta er eflífðarnám, bæði fyrir út-
lendinga og Japani! Fyrst þarf að læra öfl
japönsku skriftáknin og svo þarf stöðugt
að halda þeim við til að gleyma þeim
ekki.Það er t.d. algengt vandamál meðal
Japana að þeir hætta að geta skrifað
japönsku táknin, ef þeir vinna mikið á
tölvur, eða hafa dvalist lengi erlendis. Það
er einnig mikið af japönskum manna- og
staðanöfnun sem jafnvel Japanir geta ekki
lesið, því hvert tákn er hægt að lesa á
marga mismunandi vegu. Þótt japanska sé
mjög frábrugðin öðrum tungumálum sem
ég hef lært, þá nýtist allt það sem ég hef
lært áður. Þeim mun fleiri túngumál sem
maður kann, því auðveldara'ér að bæta við
sig nýjum tungumálum. Maður er fljótari
að finna kerfin i málinu og svo kemur
maður sér upp ákveðinni námstækni sem
getur gagnast í hvaða tungumálanámi sem
er. Það hefur a.m.k. verið mín reynsla.
— Hvernig kom menningin og samfélagið í
heiid þérfyrir sjónir?
Það er ómögulegt að svara þessari
spurningu í stuttu máli, til þess er menn-
ingin og samfélagið allt of margbreytilegt.
Það sem mér finnst afltaf mest áberandi
við japanskt samfélag er hvað það er
blandað á margan hátt. Það er mitt á milli
þess að vera vestrænt og asískt, nútíma-
legt/framúrstefnulegt og gamaldags, hefð-
bundið og óhefðbundið o.s.frv. Það er
þessi flókna blanda sem gerir Japan svo
spennandi viðfangsefni.
— Hvað kom þér helst á óvart í menningu
landsins og hversu ólík var hún þinni eigin
menningu?
Japönsk menning, Japanir og landið sjálft
kemur mér endalaust á óvart. Aður en ég
flutti hingað hafði ég, lært töluvert um
Japan, en þegar maður býr í landinu kynn-
ist maður nýrri hlið á landi og þjóð. I
sumum tilfellum eru hugmyndir okkar Is-
lendinga um Japan nokkuð réttar, í öðrum
tilfeflum virðast hugmyndirnar fremur
fjarri raunveruleikanum. Eg hélt til dæmis
afltaf að það ríkti mikifl agi í japönskum
skólum og að japönsk börn væru gífurlega
vel upp alin, stillt og prúð. Þau hafa
kannski verið það fyrir einhverjum ára-
tugum en það er svo sannarlega ekki
þannig í Japan í dag! (Eg gæti nefnt óend-
anleg dæmi af þessu tagi). Mér finnst samt
að við íslendingar eigum margt sameigin-
legt með Japönum og það er því margt
sem ég held að við eigum tfltölulega auð-
velt með að skflja í menningu hvor annars.
Japanska er afar
frábrugðin evr-
ópsktTfungu-
málunum sem
ég hef lært og
það er því eins
og að læra að
tala, lesa og
skrifa upp á nýtt
þegar maður
byrjar á japönsk-
unni.
17