Málfríður - 15.09.2003, Side 19

Málfríður - 15.09.2003, Side 19
við. on nöfn, alla staði o.s.frv., allt beygt eftir falli. Þetta gat verið mjög ruglandi, rétt eins og það er fyrir útlendinga að læra íslensku. Islendingar vita jafnvel varla hvernig á að beygja þeirra eigið tungumál oft á tíðum, undirritaður meðtalinn. Rússneskan er líka mjög rík, mikið af orðum sem er mjög erfitt að þýða beint yfir á önnur tungumál. Eg nefni Pushkin aftur í því sambandi, erfitt hefur verið að þýða ljóð hans, einungis með því að tala rússnesku sem sitt móðurmál getur maður notið þessara ljóða til fullnustu. Sum orð- in geta nefnilega haft mismunandi merk- ingu. Til dæmis orðið MIR, sem frægt er orðið vegna rússneskrar geimstöðvar með sama nafni, getur þýtt friður eða heimur (world), eftir því hvernig á það er htið. Þetta er kannski svona í öllum tungumál- um, ég veit það ekki, ég er ekki mikill tungumálamaður. Eg fór þarna meira til að kynnast menningu og Hfi rússnesku þjóðarinnar. En meira um það síðar. — Hvernig kom menningin og samfélagið í heild þérfyrir sjónir? Þetta var mikil upplifun að kynnast menningu og samfélagi Rússa í eigin persónu í stað þess að lesa um þetta allt saman frá einhvequm öðrum. Eg á í raun ekki til nógu sterk orð til að lýsa því hversu heillaður ég er af Rússlandi. Menningin er svo rík, það er af svo mörgu að taka á öllum sviðum. Og að kynnast Rússum, landi, sögu, gestrisni og lífsýn þeirra, ég lít á það sem forréttindi að hafa kynnst þessu og tekið þátt í dag- legu lífi með þeim, Þeir eru svo lausir við alla uppgerð að maður kynnist fólki mjög vel strax við fýrstu kynni. Rússar hafa kosti og galla eins og allir aðrir, helsti munurinn á þeim og öðrum er kannski sá að þeir reyna oft á tíðum ekkert að fela sig á bak við eitthvert gervibros eða yfir- borðskennda kurteisi. Það finnst mér vera gríðarlegur plús. Eg vil líka taka það skýrt fram að ég er auðvitað að lýsa því hvernig Rússland kemur mér fyrir sjónir, ég er algjörlega að lýsa minni reynslu en ekki fara í ein- hverja tölfræði yfir glæpatíðni, fátækt, spillingu o.s.frv. eins og svo margir gera (sérstaklega þeir sem hafa ALDREI kom- ið til Rússlands). Þetta er að sjálfsögðu allt saman við lýði í þessu risastóra landi, menn ættu frekar að spyrja sig af hveiju þetta sé, svörin við þeim spurningum gætu komið fólki á óvart. Fréttaflutning- urVesturveldanna um Rússland hefur oft á tíðum verið beinlínis fáránlegur. Það eina sem maður heyrir og les um er gíf- urleg fátækt, mikil ölvun, mafíustarfsemi og stríðið íTétseníu. Þetta er svo gersam- lega blásið upp að menn halda sjálfsagt að þeir verði skotnir, rændir eða hvortvegg- ja um leið og þeir stígi fæti á rússneska jörð. Þetta er reginmisskilningur og merki um mikið þekkingar- og virðing- arleysi. Maður les lítið um þær framfarir sem hafa orðið á nánast öllum sviðum á undanförnum árum. Menn eru líka að gleyma því að landið breytti gersamlega um stjórnkerfi fýrir rúmum áratug síðan? Þetta er einn áratugur, dropi í hafið í sögulegum skilningi, þetta tekur tíma. Menn mega ekki gleyma sögulegum að- stæðum. Rússnesk saga seinustu hundrað ár er nánast lygileg. Hún er svo rík, upp- full af blóði, svita og tárum að maður fýllist lotningu. Það eru ástæður fýrir öllu og menn verða að horfa á hlutina frá mörgum hliðum. Það sem í fýrstu lítur ekki vel út getur við nánari athugun ver- ið eitthvað stórkostlegt. Rússland í hnot- skurn að mínu áliti. — Hvað kom þér helst á óvart í menningu landsins og hversu ólík var hún þinni eigin menningu? Rússnesk menning er geróhk íslenskri menningu. Hin stórkostlega saga þeirra er uppfull af glæstum sigrum jafnt sem hræðilegum ósigrum, þetta er aUur skalinn og menningin kristaHast í þessum sögu- frægu atburðum sem ná margar aldir aftur í tímann. Pétursborg var höfuðborg rúss- nesku keisaranna og byijunarreitur Bolsé- vika 1917. Borgin er því uppfuU af glæsi- legum byggingum, sumar- og vetrarhöU- um keisaranna, mikilfenglegum kirkjum og híbýlum hástéttar Rússlands á 18. og 19. öld. Við að horfa á þessar byggingar skilur maður mætavel af hverju bylting ör- eiganna varð að veruleika 1917. Stór hluti þjóðarinnar bjó við mjög kröpp kjör meðan keisarafjöldskyldan og fámenn yfirstétt lifðu í einhverskonar sýndarveru- leika. Þau voru gersamlega úr öllum Menningin er svo rík, það er af svo mörgu að taka á öllum sviðum. Og að kynnast Rúss- um, landi, sögu, gestrisni og líf- sýn þeirra, ég lít á það sem for- réttindi að hafa kynnst þessu og tekið þátt í dag- legu lífí með þeim. 19

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.