Málfríður - 15.09.2003, Qupperneq 21
þar sem er byggt á stafrófi er auðvelt að
lesa og herma eftir en í kínversku er oft
ekki ljóst hvernig á að bera táknið fram.
Þetta gerir það að verkum að maður nær
oft ekki að tengja saman hljóð og tákn.
Það er þetta sem er hvað erfiðast í kín-
versku. Eg tel að öll þjálfun í tungumála-
námi skipti rnáli enda snýst það fyrst og
fremst um að hlusta og tala. Flestir sem
byrja að læra kínversku læra jöfnum
höndum tákn og hljóð. Með mér í skóla
voru margir Bandaríkjamenn af kínversk-
um uppruna sem gátu talað kínversku en
gátu hvorki lesið né skrifað og voru fyrst
og fremst í náminu til að ná tökum á skrift
og lestri.“
„Annað sem gerir kínversku erfitt mál
er að mikilvægt er að bera fram táknin
með réttum tón. Tónarnir ráða úrslitum
um merkingu orðanna og geta valdið
miklum misskilningi ef ekki er rétt með
farið. Þetta krefst mikillar æfingar í að
hlusta og bera rétt fram hljóð og orð svo
að ekki valdi misskilningi.“
— Hvað kom þér mest á óvart í kínverskri
menningu.?
„Það sem kom mér mest á óvart var
kannski hvernig Kínveijar hugsa öðruvísi
en við Islendingar og Vesturlandabúar al-
mennt. Hugmyndir okkar um einstakling-
inn, einstaklingsfrelsið og réttindi einstak-
Hngsins eru Kínveijum rnjög framandi.
Þeir líta fyrst og fremst á sig sem hluta af
hóp, hvort sem það er fjölskyldan, vinirn-
ir eða vinnufélagar. Þeirra gildi og viðmið
taka mjög mið af þessari hóphugsun og
tryggð þeirra og hollusta gagnvart sínum
hóp er mjög mikil. Mismunandi grund-
vallarviðhorf gagnvart lífinu og tilverunni
gera það að verkum að erfitt verður að
skilja þjóðfélagið og menninguna. Hún er
svo framandi og oft á skjön við manns eig-
in grundvaHarsjónarmið og gildi.“
„Svo dæmi sé tekið er oft til staðar
ákveðin gremja gagnvart Vesturlöndum
þar sem það er útbreidd skoðun að þau
reyni að þröngva hugmyndum sínum um
lýðræði og mannréttindi upp á Asíuríki.
Þessar þjóðir segja einfaldlega að það sé
ekkert tekið mark á þeirra hugmynda-
fræði og ætlast sé til að þau gleypi hug-
myndakerfiVesturlanda hrátt.Vestrænt lýð-
ræði henti þeim ekkert betur en eitthvað
annað kerfi og þau verði að fá að byggja á
sínum grunni, t.d. heimspeki Konfúsíusar
og þróa sínar eigin leiðir sem eigi sér ræt-
ur í þeirra bakgrunni og hugmynda-
fræði.“
— Ef þú ættir að ráðleggja fólki sem vill
leggja stund á nám í framandi löndum hvað
myndi það vera?
„Eg held að í flestum tilfellum hafi fólk
ekki hugmynd um hvað það er að fara út
í. Margir verða fýrir vonbrigðum, finnst til
dæmis námið erfitt og það gengur ekki
nógu hratt. Margir þeir sem ég var með í
námi höfðu verið í kínversku og kínversk-
um ffæðurn í Evrópu og Ameríku og
sumir urðu fýrir vonbrigðum þegar þeir
loks komu til fyrirheitna landsins ef svo
má að orði komast. Þetta var ekki eins og
þeir bjuggust við. Fólk þarf helst að þróa
með sér einhverja aðferð til að einblína á
það jákvæða og ekki láta það neikvæða
hafa áhrif á sig.
Eg segi fýrir mitt leyti að þessi tvö ár
sem ég var að læra kínversku voru þau
lærdómsríkustu á minni skólagöngu, á því
er enginn vafi. Burtséð frá því að takast á
við að læra erfitt tungumál var afar áhuga-
vert að fá að kynnast kínverskri menn-
ingu, fólki og siðum sem eru á margan
hátt mjög ólíkt því sem við eigum að
venjast, ekki síst undir yfirborðinu.“
Það sem kom
mér mest á
óvart var kannski
hvernig Kínverj-
ar hugsa öðru-
vísi en við ís-
lendingar og
Vesturlandabúar
almennt.
Ég segi fyrir
mitt leyti að
þessi tvö ár sem
ég var að læra
kínversku voru
þau lærdómsrík-
ustu á minni
skólagöngu, á
því er enginn
vafi.
tONMíNNT
ÍONÚ BRAUTARHOLTI 8-105 REYKJAVlK
bókaútqáfa SfMI 562 3370 • FAX 562 3497 • idnu@idnu.is
Bækur og skólavörur fyrir
grunn- og framhaldsskola
21