Málfríður - 15.09.2003, Side 29

Málfríður - 15.09.2003, Side 29
Frönsk tunga í Québec fylki í Kanada Saga í stuttu máli og staða í dag Kanada er stórt land í Norður-Ameríku sem samanstendur af 10 héruðum og þremur sjálfstjórnarsvæðum, með saman- lagt um 30 milljónir íbúa. Stjórn landsins er í höndum ríkisstjórnar og Hæstiréttur Kanada er æðsta dómsvaldið. I landinu búa mörg þjóðarbrot: Indjánar og inúítar námu landið upprunanlega og innflytj- endur samtímans koma frá flestum heims- hornum. Opinber tungumál eru nú frans- ka og enska en einnig hafa nokkrar tung- ur frumbyggja vissa lagalega stöðu í einu sambandsríkjanna. I stjórnarskrá Kanada var lengst af btið minnst á tungumál en í seinni tíð hefur þó vægi málstefnunnar aukist, einkum eftir að svokölluð Kyrrlát bylting átti sér stað í Québec-héraði. I kjölfar hennar varð franskan gerð að eina opinbera tungumáli héraðsins og þar með snúið við þróun í átt að samlögun frönskumælandi íbúa Québec að hinu enskumælandi samfélagi landsins. I grein þessari mun ég fjalla um tildrög þess að Frakkar námu land í norðanverðri Ameríku, um yfirtöku Englendinga á frönskum landsvæðum og um sambýli enskumælandi og frönskumælandi íbúa í landinu, þó einkum og sér í lagi í Québec. Að lokum mun ég beina sjónum að stöðu frönskunnar í Québec í dag og að framtíð hennar í hinni enskumælandi heimsálfu vestan hafs, Norður-Ameríku. I. Frá landnámi til breskra yfir- ráða Það var á 16. öld sem frönsk tunga hóf að skjóta rótum í Norður-Ameríku, á því landsvæði sem við þekkjum sem Kanada í dag. Landkönnuðurinn Jacques Cartier lagði upp í leiðangur til Austur-Indía árið 1534 og ákvað hann að fara norðurleið- ina, þ.e. norður fyrir Ameríku, til að kanna hvort sú leið væri greið. Svo reyndist ekki vera en í stað þess að snúa við ákvað hann að kanna þessar nýju lendur og stóð sú könnun til ársins 1541, í þremur leiðöngr- um. Cartier fann fljótlega ármynni Saint- Laurent fljótsins og sigldi upp eftir því langa leið, abt að þeim stað þar sem borg- in Montréal stendur nú. Franski land- könnuðurinn komst í kynni við innfædda, þ.e. indíána, og kenndu þeir honum orðið „canada“ sem þýddi „þorp“ á þeirra máh. Landsvæðið sem Frakkar könnuðu í Norður-Ameríku var gríðarlega víðfemt, það náði yfir allt Nýfundnaland, svæðið meðfram Saint-Laurent fljótinu, yfir stór- an hluta landsvæðisins í kringum stóru vötnin (Great Lakes) og niður eftir Miss- issippidalnum til Louisiane-fylkis við Mexíkóflóa. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir. Aðjúnkt ífrönsku við HÍ. Kanada í dag (http://canada.gc.ca/canadiana/map f.htmh 29

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.