Málfríður - 15.09.2003, Page 31

Málfríður - 15.09.2003, Page 31
hún á um að allir þingmenn eigi rétt á að nota ensku eða frönsku á kanadíska þing- inu sem og á löggjafarsamkundum í Qué- bec-héraði. Hið sama gildi um málflutn- ing við réttarhöld í dómsölum sambands- ríkisins og héraðsdómi Québec-héraðs. Raunar var það aðeins í Québec-héraði sem þessi réttur var sannanlega nýttur, þó að all stóra hópa frönskumælandi fólks væri að finna í hinum héruðunum þrem- ur. Þegar ný landsvæði tengdust ríkinu fjölgaði að sjálfsögðu frönskumælandi íbúum þess. Ahrif þess á stöðu þeirra voru þó ekki einungis jákvæð því undir lok 19. aldar voru innleidd „and-frönsk“ lög (loi anti-franfaise) í þremur héruðum, Nou- veau-Brunswick, Manitoba og Ontario, sem kváðu á um að frönsk tunga væri bönnuð í héruðunum. Nokkrum áratug- um síðar voru þau svo gerð ómerk. Með aukinni iðnvæðingu og stórfelld- um búferlaflutningum til borgarsvæða fóru frönskumælandi íbúar Kanada að komast í meiri snertingu við enska tungu auk þess sem mikill fjöldi Québec búa flutti sig um set til Bandaríkjanna til að freista gæfunnar þar. Arið 1867 bjuggu aðeins 15% Québecbúa í borgum en hlut- fall borgarbúa var komið í 50% árið 1915. Ensk tunga var allsráðandi í iðnaði og frönskumælandi verkafólk var meira eða minna neytt til að skilja móðurmál sitt eft- ir við innganginn þegar það mætti til vinnu. Smám saman varð til sérafbrigði kanadískrar frönsku sem einkenndist af snertingunni við enska tungu og sem tak- markaðist að mestu við lægri stéttir. Þetta afbrigði kallast „joual“ og er uppruna nafns þess að finna í framburði nafnorðs- ins „cheval“ (hestur) eins og það er borið fram í Nýja-Frakklandi, en þennan ffam- burð má rekja tilVestur- og Mið-Frakk- lands og má því ætla að franskir innflytj- endur hafi flutt þennan framburð með sér vestur um haf. Orðtakið parler joual þýðir „að tala vont mál“ og fól í sér aðgreiningu frá viðurkenndri frönsku, bæði hvað varð- aði framburð og enskuskotinn orðaforða. Smám saman hóf þessi nafnbót að færast yfir á Québec-frönsku almennt til að- greiningar frá hinni „æðri“ frönsku Frakklands en það ferli var síðar að mestu stöðvað. III. Frá 1960 til vorra daga Um og upp úr 1960 urðu þjóðfélags- og hugarfarsbreytingar í hinu frönskumæl- andi samfélagi sem leiddu til „Kyrrlátu byltingarinnar“ (la Révolution tranquille) í Québec. Bylting þessi átti sér töluverðan undanfara sem rekja má til loka síðari heimstyijaldar. Þjóðfélagið fór að taka á sig nútímalegri mynd, hinar „upplýstu stéttir“ (Chaurand; 532) urðu meðvitaðar um mikilvægi þess að slá vörð um ffanska tungu og tryggja stöðu hennar. Millistétt frönskumælandi íbúa í héraðinu fór að láta meira til sín taka og kröfur um fullveldi Québec fóru að heyrast (Pöll; 107). Frönskumælandi Québecbúar vökn- uðu upp við þann vonda draum að farið var að líta á tungumál þeirra sem gamal- dags, sveitalega og ljóta mállýsku sem hefði ekki yfir að ráða orðaforða til að tákna samtímafyrirbæri, t.a.m. úr tækni- geiranum. Fyrir enskumælandi íbúa var þetta aðferð til að kúga franska minnihlut- ann í ríkinu, honum var talin trú um að það að halda í franska tungu hefði ekkert upp á sig nema háð og niðurlægingu. Hins vegar urðu sumir til að stugga harkalega við franska minnihlutanum, t.a.m. Pierre Elliot Trudeau þá dómsmálaráðherra í Québec og síðar meir forsætisráðherra Kanada, sem sennilega tók sárt að verða vitni að því sem að hans mati var niður- læging franskrar tungu. I ræðu sem hann hélt á ensku árið 1968 sagði hann Qué- becbúa tala „lousy french“. Það þarf vart að taka fram að fólk var mjög slegið yfir orðavali hans. A meðan fólk af frönskum uppruna í öðrum héruðum Kanada samlagaðist í miklum mæli hinu enskumælandi samfé- lagi urðu kröfur um trygga stöðu ffönsk- unnar í Québec sífellt háværari sem og umræður um „gæði“ málsins. Farið var að grípa til aðgerða í Québec til varnar ffan- skri tungu og áttu þær flestar sér stað á átt- unda áratugnum. Samkvæmt manntali ffá árinu 1971 voru tæplega 81% íbúa héraðs- ins frönskumælandi, tæp 15% voru ensku- mælandi en önnur tungumál voru lítið út- breidd. Enska var því sannanlega minni- hlutamál þar (langue minoritaire) og þrátt fýrir að tungumálin tvö ættu að hafa jafna stöðu í ríkinu og að stefna ætti að tvítyngi F rönskumælandi Québecbúar vöknuðu upp við þann vonda draum að farið var að líta á tungumál þeirra sem gamaldags, sveitalega og ljóta mállýsku sem hefði ekki yfir að ráða orðaforða til að tákna samtíma- fyrirbæri. 31

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.