Málfríður - 15.09.2003, Síða 32

Málfríður - 15.09.2003, Síða 32
Hinir enskumæl- andi kærðu sig ekki um tví- tyngi. Það var því rík ástæða til að snúa mál- stefnu héraðsins frönskunni í hag og ekkert í kanadísku stjórnarskránni stóð í vegi fyrir því. 32 þá var það staðreynd að tvítyngdir voru nær einungis meðal þeirra sem höfðu frönsku að móðurmáli. Hinir enskumæl- andi kærðu sig ekki um tvítyngi. Það var því rík ástæða til að snúa málstefnu héraðs- ins frönskunni í hag og ekkert í kanadísku stjórnarskránni stóð í vegi fyrir því, nema grein 133 í lögum ríkisins frá 1867 sem kvað á um viss réttindi ensku og frönsku innan dómkerfisins og á þinginu eins og fram kom hér fyrr. Arin 1969 (loi 63) og 1974 (loi 22) voru sett lög sem áttu að tryggja frönskumælandi íbúum viss rétt- indi og jafnvel gera frönsku að eina opin- bera tungumáli héraðsins (1974), en vandamálið var að í báðum tilvikum var reynt að gera hinum enskumælandi minni- hluta til geðs með því að láta lögin kveða á um val innflytjenda urn frönsku- eða enskumælandi skóla fyrir börnin sín. I 90% tilfella var vahð þeim enskumælandi í vil. Arið 1976 komst stjórnmálaflokkurinn Parti québecois til valda og aðeins ári síðar voru sett lög sem kváðu á um að franska væri hið eina opinbera tungumál Québec héraðs. Lög þessi eða öllu heldur lagabálk- ur ber titilinn Charte de la langue fran^aise en er betur þekktur af heimamönnum sem loi 101. La Charte de la langue fran^aise var (og er enn) gríðarlega umfangsmikill lagabálkur sem byggðist á þremur grundvallarhug- myndum: 1. Stöðva samlögun við hið enskumæl- andi samfélag sem hefði þær afleiðingar að hinir frönskumælandi yrðu að lok- um minnihlutahópur. 2. Tryggja ríkjandi stöðu frönskumælandi íbúa á sviði félags- og efnahagsmála. 3. Festa í sessi þá staðreynd að Québec er frönskumælandi samfélag. Lagabálkurinn telur í dag einar 214 grein- ar. Hann skiptist í sex hluta og þrír fyrstu innihalda fjölmarga kafla hver. I fyrsta hlut- anum er tekin fyrir staða frönskunnar í Québec fylki, t.d. í opinberri stjórnsýslu, í dómskerfinu, í atvinnulífinu og í skólakerf- inu. Það var ekki síst þessi síðastnefndi kafli sem vakti sterk viðbrögð hjá stjórnvöldum í Kanada sem og hjá almenningi sem þótti of langt gengið í sumum tilfellum. í grein 72 var fjallað um tungumál í skólum og hljóðaði hún svo : „Kennsla fer fram á frönsku í forskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með fyrir- vara um undantekningar sem ffarn koma í þessum kafla.“ I grein 73 voru taldar upp undantekn- ingarnar hvað varðaði enska tungu og var það aðallega ein þessara undantekninga sem vakti sterk viðbrögð en hún kom fram í grein 73a. Samkvæmt henni máttu sækja enskan skóla þau börn sem áttu föð- ur/móður sem höfðu hlotið grunnskóla- menntun á ensku í Ouébec héraði. A þess- um tíma, 1977, var ekkert í stjórnarskránni sem þetta ákvæði stangaðist á við en and- svar kanadískra stjórnvalda lét ekki á sér standa. Arið 1982 var sett nýtt ákvæði í stjórnarskrá Kanada varðandi réttindi og frelsi borgaranna og tveimur árum síðar úrskurðaði Hæstiréttur Kanada að undan- þáguákvæði 73a stangaðist á við nýja ákvæðið í stjórnarskránni. Urskurður þessi var afturvirkur þannig að stjórnvöld í Québec voru knúin til að breyta undan- þáguákvæði 73a í þá átt að barn ætti rétt á að sækja enskan skóla ef faðir/móðir þess hefði stundað grunnskólanám í enskum skóla í Kanada. Má ætla að breyting þessi hafi haft umtalsverð áhrif hvað varðar fjöl- da þeirra sem sækja enska skóla í Québec. Breytingin á undanþáguákvæði 73a hafði ekki síst áhrif á stöðu innflytjenda frá enskumælandi héruðum Kanada sem vildu ekki að börn þeirra þyrftu að skipta um skólamál á miðri skólagöngu. Hins vegar varð sú breyting á með Charte de la langue fran$aise að innflytjendur sem komu beint til Québec frá öðrum löndum urðu að senda börn sín í franska skóla en ffarn að 1977 höfðu þeir haft val sem yfirleitt var enskum skólum í hag, eins og áður var nefnt. Því má bæta við í þessu sambandi að nokkuð stór hluti innflytjenda, sem setjast að í Québec, flytja sig um set til ensku- mælandi héraða að lokum, aðallega Ont- ario og Bresku Kólumbíu. Québec hérað virðist því vera eins konar millilending innflytjenda til Kanada og vaknar því sú spurning hvort innflytjendalöggjöf héraðs- ins sé rýmri en í sumum öðrum héruðum Kanada, sér í lagi þeim vinsælustu eins og Ontario og Bresku-Kólumbíu. Með Charte de la languefrangaise var gef- inn tónninn fyrir málstefnu sem enn þann dag í dag er við lýði í Québec þó að lítils

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.