Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 20.05.1992, Page 9

Bæjarins besta - 20.05.1992, Page 9
BÆJARINSBESm • Miðvikudagur 20. maí 1992 9 lífsgæðakapphlaupið leitt okkur í ógöngur? Hvað með mannrækt og hina innri gleði? Erum við á réttri braut? Við kvöddum þessi elsku- legu hjón. Það var svo und- arlegt, að eftir ótrúlega stutt kynni, var eins og við vær- um að kveðja gamla vini. Eftir þessa skemmtilegu heimsókn var ferðinni heitið til leikskólans „Beihai Kind- ergarton". Þetta er einn þekktasti leikskólinn í Pek- ing. 400 börn á aldrinum 3ja til 6 ára eru nemendur í skólanum. Móttökur voru stórkostlegar. Greinilegt var, að búið var að undirbúa komu okkar. Eftir „Te- fundinn" gengum við um leiksvæðið. Uti var okkur sýndur dans. Við dönsuðum með, og kepptust börnin við að fá að halda í hendurnar á þessu skrítna fólki. Það var gaman að halda í þessar litlu hgndur og taka þátt í leikn- um, við reyndum að syngja með og hreyfa okkur í takt við tónlistina. sem leikin var á harmonikku af einni af fóstrunum. Eftir „útidansleikinn“ héldum við inn, og var boð- ið að hlýða á meiri tónlist, söng og sjá þjóðdansa. Vist- arverur eru margar og rúm- góðar í skólanum. Verið var að mála myndir í einum salnum. Börnin færðu okkur myndir gjöf, og fróðlegt var að bera saman myndefni þeirra og jafnaldra þeirra heima á Islandi - margt var ótrúlega líkt, þrátt fyrir fjar- lægð og ólíkt uppeldi, annað veðurfar, landslag og trúar- brögð. í öðrum sal var yfirstand- andi „læknaleikur", sjúk- lingar rannsakaðir gaum- gæfulega, gefnir út lyfseðlar, farið í apótekið, og lyf sótt. Allsstaðar eru börnin eins í heiminum. Leikskólastjórinn hefur haft af því spurnir að ég leiki á píanó: Það varð ekki undan því vikist, að spila nokkur barnalög, ferðafélagarnir syngja með. Það er skemmtilegt hversu lag Sig- valda Kaldalóns, Á sprengisandi, fellur þeim vel. tónblærinn og „taktur- inn“ virtist grípa börnin, þau klöppuðu með, og þökkuðu svo fyrir sig með frísklegum kínverskum barnasöng. Aðbúnaður ytra sem innra var þarna góður, leik- tæki fjölbreytt, mikið um ásláttarhljóðfæri og var okk- ur sagt að flestar fóstrurnar væru menntaðar til uppeld- isstarfa. Við kvöddum þessi hamingjusömu börn, þau voru hrein, glaðvær og hlát- urmild, framkoma þeirra örugg, frjálsleg og öguð. Eftir dvölina á leikskólan- um var farið í „Vináttuversl- un“ - Friendship Store -(Er- lendir ferðamenn fá annarskonar „seðla“ til að versla með en innfæddir). Vöruúrval var fjölbreytt, en ekki sérlega nútímalegt. Mikið var af allskonar silki- efnum, og fatnaði úr silki sem og minjagripum og list- munum frá hinum ýmsu list- og handiðnaðarverksmiðj- um sem ég hef áður lýst. Kínverska myntin heitir Renminbi, sem útleggst „ Alþýðupeningur“, sem byggist á grunneiningunni Yuan, sem skiptist í 100 Fen. Vinur minn Magnús Kar- el, - okkar íslenski farar- stjóri og ferðafélagi, mun hafa þýtt þetta á íslensku, Yuan, sem Jóhönnur, og þar sem skrifstofustjóri, fé- lagsmálaráðuneytisins, Húnbogi Þorsteinsson var með okkur var auðvitað tal- að um Alþýðu-Jóhönnu, en gengið á Alþýðu-Jóhönnu er 1 Yuan - 11 íslenskar krónur. Sem dæmi um verð- lag kostaði bjórinn frá 2-8 Jóhönnum, eða 22-88 kr. sem fór eftir gæðum. Nokk- uð þó dýrt á kínverskan mælikvarða. Ég lofaði Lillý, konunni minni, að lýsa ekki frekar þessari verslunarferð, og við það stend ég. Um kvöldið snæddum við á hótel Peking og var kvöld- ið frjálst. Eftir matinn fór- um við í kvöldgöngu yfir á „Torg hins himneska frið- ar“, en því hef ég lýst í fyrri grein. Ekki voru margir á ferli þetta kvöld. Við nutum göngunnar og þeirrar til- finningar að vera á þessu sögufræga torgi þar sem glæstar vonir höfðu bæði ræst og brugðist. Að kvöld- göngu lokinni settumst við inn á einn af veitingasölum Peking-hótelsins og hlýdd- um á strengjakvartett leika bæði kínverska og vestræna tónlist (Strauss-valsa). Þriðjudagurinn 7. apríl Við vöknuðum á venju- legum tíma. Morguninn byrjaði á því að gengið var frá farangrinum, því síðar um daginn átti að fljúga til Dalianborgar. Við fengum að geyma nokkuð af far- angrinum á hótelinu, því við munum gista hér aftur á heimleið. Eftir morgunverð var okkur boðið til Umhverfis- og húsnæðisstofnunar Pek- • Götumynd frá Peking. • Hershöfðingjahjónin ásamt söguritara. • Eldhús hershöfðingjahjónanna. ar. Á flugvellinum varð sein- kun, sem við létum ekki á okkur fá, heldur nutum þess að hvíla okkur fyrir flugið til Dalianborgar, sem var klukkustundar flug. í Dalian er tekið á móti okkur með sömu virðingu og annarsstaðar. Ekið var beint til hótels- ins, sem heitir Dalian Regent hótel, stórglæsilegt að utan sem innan (250 her- bergja hótel). Anddyrið er stórt og mikið, svartur flyg- ill vekur athygli mína, hann verður eflaust reyndur síð- ar. Herbergin eru stór og rúmgóð. Okkur var fært rjúkandi te við komuna. Við afneitum nú mat í fyrsta sinn í ferðinni, enda vel nærð frá veislum fyrr um daginn. AIl- ir drifu sig í bað, og boðið var upp á drykk í hcrbergi Magnúsar fararstjóra okkar og Ingu Láru. Það hýrnaði svo yfir mannskapnum að farið va\ niður á næturklúbbinn, þar sem ég spilaði nokkur lög og ferðafélagarnir sungu sem á þorrablóti væru. Miðvikudagurinn 8. apríl Við vorum vakin kl. 07.00 í morgunverðinn. Það var myrkur þegar við komum til Dalianborgar kvöldið áður. og því ávallt nokkur eftir- vænting að líta út um glugg- ann fyrsta daginn á nýjum stað. Utsýnið svcik ekki. Hót- elið stendur á fögrum tanga og höfum viö sýn yfir höfn- ina og hafið. Það grillti i herskip við hafnarkantinn. seinna komst ég að því, að þetta er frá stríðsárunum, og nú sýningargripur. Við sáum litla fiskibáta að veið- um og í næsta nágrenni við okkur bústað eldri verka- manna. Mannlífið var rólegt og kyrrð yfir borginni. Morgunverðurinn var ein- hver sá glæsilegasti sem við höfðum fengið, þjónustan frábær, og nánast þjónn á hvern gest. I Dalian og næstu sveitum, búa um 6 milljónir manna. Dalian er stærsta hafnarborgin í norðurhluta Kína og því eðlilegt að byrja daginn á boði til hafnar- stjóra borgarinnar. Okkur er að venju boðið til „Te- fundar“. Fundarsalurinn er óvenju glæsilegur og ný- tískulegur. Hafnarstjórinn lýsir höfninni og umhverfi. Þetta er stór og umsvifamik- il höfn. Fyrsti vísir að upp- byggingu hafnarinnar hófst 1989, og hefur staðið óslitið síðan. Flutningar cru til og frá \140 þjóðlöndum, og frá ár- ihu 1985 hafa viðgengist beinir vöruflutningar til Jap- an, Hong Kong, Evrópu og USA. Þrátt fyrir mikil um- svif vantar peninga til frek- ari framkvæmda, en hafnar- stjórinn er bjartsýnn á, að eukin verslun og viðskipti við erlend lönd, gefi það góðar tckjur, að nýfram- kvæmdum og uppbyggingu viö höfnina verði haldið áfram. Eftir fundinn fórunt við upp á þak Hafnarhúss- ins, sem er nokkrar hæðir. Þaðan var gott útsýni fyrir Dalianhöfn og næsta ná- grenni. Eftir ánægjulega dvöl með hafnarstjóra og hafnar- ingborgar, og tekið þar með virtum sem og annarsstaðar. Húsnæðis- og skipulagsmál eru ofarlega á baugi hjá Kínverjum þessa dagana, og eins og áður hefur verið sagt frá, er mikil húsnæðisekla í landinu. Verið er að rífa mikið af eldra húsnæði, og byggja stórhýsi, hótel, skrif- stofuhúsnæði og íbúðar- blokkir. Ég vil ekki lengja þessa ferðasögu með frá- sögn af þessum fundi, en hann var hinn fróðlegasti og gaf góða mynd af þeim vandamálum sem Kínverjar standa frammi fyrir í hús- næðis- og skipulagsmálum við endurreisn og umbætur í landinu. Það vakti athygli mína hversu nýtnir Kínverjar eru. Við niðurrif húsa er allt nýtilegt, svo sem múrstein- ar, timbur og annað endur- notað. Þá var greinilegt, að vélvæðing var að ryðja sér til rúms við byggingar. Það sást á því, að á einu bygg- ingasvæði var t.d. verið að grafa grunn fyrir stórhýsi þar sem vélar voru að verki, en á öðru svæði var gamla lagið; jarðuppgröftur borinn í tveimur bastkörfum á stöng, af og á herðum verkamanna. Þá var ekki síður undar- legt að sjá hversu reiðhjólin eru notið til margvíslegra flutninga. En við sáum heilu húseiningarnar úr stein- steypu fluttar á reiðhjólum, sem og húsgögn, húsbúnað og matvæli. Eftir heimsókn- ina í Umhverfis- og húsnæð- istofnunina fórum við í hinn víðfræga dýragarð Peking- borgar. Þar eru frægastir pandabirnirnir, letileg, en vingjarnleg dýr. Fuglalíf var fjölskrúðugt, og mikið um snáka, slöngur, krókódíla, gíraffa og önnur „dýra- garðsdýr". Hádegisverður var fram borinn í veitingahúsi í dýra- garðinum með sama glæsi- leik og í ferðinni allri. Eftir hádegisverð var okkur boðið að sjá Panason- ic verksmiðjurnar í Peking (Beijing Matsushita Color Crt., Ltd). Verksmiðjan er í eigu Japana og Kínverja og tók til starfa í maí 1987. Hátt á annað þúsund manns starfa í verksmiðjunni, sem er nýtískuleg bygging með háþróaðan tæknibúnað, svo sem best gerist í heiminum. Byggðar hafa verið þrjár íbúðarblokkir rétt við verk- smiðjuna, og fjórða í bygg- ingu. Einnig er fyrirhuguð stækkun verksmiðjunnar og voru Kínverjarnir að vonum stoltir yfir þessum glæsilegu mannvirkjum. Eftir heim- sóknina í verksmiðjuna héldum við heim á Peking- hótelið og áleiðis til flugvall- arins, en brottför til Dalian var áætluð kl. 18.00. Á leið- inni út á flugvöll var öll um- ferð stöðvuð á veginum. Einhver Austurlandaprins - sem ég man því miður ekki nafnið á - var að koma í heimsókn til Pekingborgar. Við töldum 68 svartar glæsi- bifreiðar, sem fluttu prins- inn, fylgdarliö hans og mót- ♦ökunefnd inn til borgarinn-

x

Bæjarins besta

Subtitle:
óháð fréttablað á Vestfjörðum.
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-021X
Language:
Volumes:
34
Issues:
1696
Published:
1984-2017
Available till:
21.12.2017
Locations:
Keyword:
Description:
Vikublað : Ísafjörður - H-Prent - 1984-2017

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue: 20. tölublað (20.05.1992)
https://timarit.is/issue/412185

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

20. tölublað (20.05.1992)

Actions: