Bæjarins besta - 15.09.1993, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 15. september 1993
7
Vígsluhátíð nýja íþróttahússins:
Fjölbreytt, lífleg og
soðsöm dagskró
UNDIRBÚNINGSNEFND vígsluhátíðar nýja íþrótta-
hússins kynnti dagskrá opnunarhátíðarinnar í síðustu viku
en hátíðin verður sem kunnugt er laugardaginn 18. september
næstkomandi og hefst hún klukkan þrjú. Meðal efnis verða
ávörp, tónlistaratriði, íþróttasýningar og níu fermetra terta
sem metta á 1300 manns.
Mörg atriði eru á dagskránni
sem er í alla staði fjölbreytt og
skemmtileg. Kynnir hátíðar-
innar verður Jóhannes Bjarni
Guðmundsson nemi við
Framhaldsskóla Vestfjarða en
er líklega betur þekktur sem
íþróttafréttaritari Svæðisút-
varps Vestfjarða.
Dagskráin hefst á því að
Björn Helgason, fulltrúi vígslu-
nefndar setur hátíðina. Um
fimm mínútum síðar mun
Sunnukórinn syngja tvö lög
undir stjórn Beötu Joó. Isfirska
sópransöngkonan Guðrún
Jónsdóttir tekur svo við af
Sunnukórnum og flytur há-
tíðargestum vel valin verk. Um
klukkan hálf fjögur flytur Bjöm
Teitsson skólameistari Fram-
haldsskólans stutt ágrip af
byggingarsögu íþróttahússins.
Þegar ágripi Björns er lokið
munu gestir flytja ávörp en ó-
víst er að sjálfsögðu hve
langur sá dagskrárliður verð-
ur.
Klukkan fjögur fer loks
formleg afhending íþrótta-
hússins fram og mun séra
Magnús Erlingsson blessa
húsið að henni lokinni. Þá
tekur við íþróttasýning yngstu
Grunnskólabarnanna undir
leiðsögn íþróttakennara og svo
klukkustunda löng kynning
innanhús íþrótta í umsjón ÍBI.
Þar verða kynntar þær íþróttir
sem hægt verður að stunda í
húsinu, svo sem körfubolti,
blak, tennis, boccia, fótbolti
og ýmislegt fleira.
Um tuttugu mínútur í fimm
er áætlað að hátíðargestirnir
fái einhverja magafyllingu og
hefur af því tilefni verið á-
kveðið að baka níu fermetra
tertu sem samkvæmt vísinda-
legum útreiknum á að geta
mettað alla sem í íþróttasalinn
komast, en hann rúmar um
1300 manns. Auk tertunnar
verða svaladrykkir og aðrar
veitingar einnig í boði.
Því næst verður gert hlé á
dagskránni og húsið tæmt fyrir
stórleik í körfubolta. Um er að
ræða vígsluleik milli Ung-
mennafélags Njarðvíkur og
Körfuboltafélags Isafjarðarog
hefst hann hefst klukkan níu.
KFÍ verður styrkt af fimm
bestu erlendu körfuboltamönn-
um sem leika á Islandi (oft
nefnt NIKE-liðið) ásamt Pétri
Guómundssyni, fyrsta og eina
Islendingnum og jafnframt
Evrópubúanum sem leikið
hefur með bandarísku NBA
deildinni á meðal stórstjarna
eins og Magic Johnson og
Michael Jordan og mörgum
fleirum. Hinir fjórir eru Franc
Booker frá Val, John Rhodes
frá Haukum, Davíð Grissom
frá KR og Rondey Robinson
frá UMFN. Þess skal um leið
getió að í liði Njarðvíkinga
eru fjórir núverandi landsliðs-
menn og tveir fyrrverandi og
er því von á hörðum, spenn-
andi og skemmtilegum leik.
Boðið verður upp á veitingar
meðan á leiknum stendur og
ýmsar óvæntar uppákomur
verða í leikhléi. Þetta verður
stórviðburður og mikil körfu-
boltaveisla fyrir alla fjöl-
skylduna. Aðgöngumiðaverð
er 500 krónur fyrir fullorðna
og 200 krónur fyrir böm.
Smíðatafir
óhjákvæmilegar
Nýja íþróttahúsið er 2184
fermetrar að stærð, þar af er
íþróttasalurinn 1300fermetrar
og samtals er byggingin 15.248
rúmmetrar. Áhorfendapallar
og áhorfendastæði munu rúma
um 800 manns. Á efri hæð
hússins er veitingaaðstaða og
geta um fimmtíu manns setið
þar við borð og getur sú að-
staða einnig notast til funda-
halda. Arkitekt hússins er
Vilhjálmur Hjálmarsson og
hönnuður lóðarinnar er Reynir
Vilhjálmsson. Heildarkostn-
aðartölur byggingarinnar að
innan sem utan er um 250
milljónir.
Undirbúnings- og vígsluhá-
tíðarnefnd hússins er skipuð
þremuraðilum, fulltrúi hennar
er Björn Helgason íþrótta- og
æskulýðsfulltrúi en með hon-
um eru Bjöm Teitsson skóla-
meistari Framhaldsskóla Vest-
fjarða og Halla Sigurðardóttir
formaður Iþróttabandalags
ísafjarðar. Bjöm Helgason og
nafni hans Teitsson héldu
blaðamannafund í síðustu
viku í fjarveru Höllu Sigurðar-
dóttur sem nú er úr bænum. A
fundinum röktu þeir sögu
hússins ásamt þróun og gang
mála undanfarin ár í stuttu máli
og kom þar meðal annars fram
að smíði hússins átti að ljúka
árið 1991.„Þessitöfþættifyrir
nokkrum árum óveruleg en á
nútíma mælikvarða er hún
töluverð þar sem venjuleg
íþróttahús, sem kosta um 240
milljónir, eru reist á innan við
ári og þykir mjög mikilvægt
að ljúka þeim af sem fyrst.
Það stóð aldrei á peningum
frá ríkinu til smíðinnar en það
stóö hins vegar stundum á
framlögum úr bæjarsjóði þar
til fyrir tveimur árum þegar
ákveóið var að setja fullan
kraft í smíðina. Tafimar til
ársins 1991 hafa síðan átt
nokkuð stóran hlut í heildar-
töf byggingarinnar,” sagði
Björn Helgason.
Byggingarsaga
hússins spannar
14 ár
„Fyrsta undirbúningsnefnd
að smíði hússins kom saman í
júlí 1979 svo að undirbún-
ingurinn ásamt smíðinni hefur
tekið fjórtán ár,” sagði Björn
Teitsson. „Skóflustungan var
tekin 7. mars árið 1987 af
þáverandi forseta bæjar-
stjómar, Kristjáni Jónassyni og
hefur húsið því verið í bygg-
ingu í sex ár.
Fyrst var grunnurinn boðinn
út, verktakinn var Ogri í
Bolungarvík sem nú er farinn á
hausinn. Stærsta útboðið var
uppsteypa hússins sem Rör-
verk hf. á Isafirði sá um en
það fyrirtæki er nú einnig úr
sögunni. Verktaki innanhúss
frágangs var svo Auðunn
Guðmundsson og er hans hlut-
verki eiginlega enn ólokið.
Upphaflega átti ríkið að
taka þátt í byggingarkostnaði
sem næmi 59 prósentum og
Isafjarðarkaupstaður afgang.
Menntamálaráðherra var full-
trúi ríkishlutdeildarinnar á
þeim tíma vegna mikilvægis
íþróttahússins fyrir Mennta-
skóla Isafjarðar sem þá var og
hét. Árið 1989 raskaðist þessi
hlutdeild verulega er ný lög
tóku gildi er vörðuóu alla
framhaldsskóla á Islandi og
byggingarframkvæmdir þeim
tengdar. Þannig að þegar upp
er staðið hefur Isafjarðar-
kaupstaður borgað meira en
ríkið í byggingu hússins. Þetta
stafar að miklu leyti af því að
byggingartími og kostnaður
hefur farið fram úr svokölluðu
„normi”. Enn hefur ekki verið
fjallað um það hver endanleg
eignarskipting verður en hins
vegar er ljóst að nýja íþrótta-
húsið er í eigu ríkisins og ísa-
fjarðarkaupstaðar sem jafn-
framt verður eini rekstrar-
aðilinn,” sagði Björn Teits-
son.
Allir vellir
löggildir til alls
nema úrslitaleiks
í heimsmeistara-
keppni
I nýja íþróttahúsinu eru fjórir
löggildir körfuboltavellir en
löggildur völlur hefur aldrei
verið til staðar á Vestfjörðum,
völlurinn í íþróttahúsi Bol-
ungarvíkur kemst nálægt því
en fjóra metra vantar upp á að
hann sé löggildur. Aðeins einn
af þessum er þó raunverulega
keppnishæfur þar sem ströng
lög segja til um öryggissvæði
umhverfis völlinn. „Hvað
stærðina varðar eru vellirnir
löglegir til ólympíuleiks,
heimsmeistaraleiks og hvers
sem er, nema úrslitaleiks í
heimsmeistarakeppni,” sagði
Björn Helgason. „I salnum eru
níu badmintonvellir í stað þess
eina sem við höfum haft
undanfarin fimmtíu ár í gamla
íþróttahúsinu að Austurvegi.
Þarna er einn handboltavöllur,
einn knattspymuvöllur og fjórir
körfuboltavellir. Einnig eru
Unnið að lokafrágangi íþróttasalarins.
fjórir blakvellir, einn tennis-
völlur og einn bocciavöllur.
Boccia er orðin mjög vinsæl
íþrótt meðal þroskaheftra og
fatlaðra og það er nauðsyn-
legt að gera öllum jafnhátt
undir höfði í þeim málum.
Þetta er fyrsta íþróttahúsið sem
byggt hefur verið í fjöldamörg
ár sem hefur merktan boccia-
völl og við höfum fengum
mikið hrós fyrir það,” sagði
Björn Helgason.
Björn benti jafnframt á að
þama opnast nýjar leiðir fyrir
Isfirðinga sem hingað til hafa
ekki getað stundað allar þær
innanhús íþróttir sem til eru,
nema að hluta til í íþrótta-
húsinu í Bolungarvík.
„Þess má geta um leið að
húsið er einnig hannað fyrir
sýningar af ýmsu tagi, svo sem
vöru- og bílasýningar eða ráð-
stefnur og hljómleikahald.
Hljómburðarsérfræðingar
komu nálægt byggingu hússins
eins og sjá má í útfærslu
loftsins. I suðurenda salarins
er meðal annars vegna þessa
sérstakur aukaveggur sem á að
brjóta upp hljóðið á réttan hátt
og gefa salnum réttan hljóm,
auk þess sem hann gefur
salnum skemmtilegan blæ,”
sagði Björn.
Nokkrir lausir
endar óbundnir
Öll áhöld, tæki og búnaður
sem á að vera í húsinu er þegar
tilbúið og uppsett. Einu „lausu
endana” sögðu nafnarnir vera
auka málningarumferðir á
suma inn veggi hússins og fleiri
smáatriði og munu rafmagns-
málin heldur ekki alveg vera
komin á hreint ennþá. Hins
vegar fullyrti undirbúnings-
nefndin í síðustu viku að
íþróttahúsið yrði tilbúið til
notkunar strax að vígslu lok-
inni þó að þessir svokölluðu
lausu endar yrðu ekki ailir
endanlega bundnir fyrr en með
haustinu.
-hþ.
VestMmar!
I haust verðum við með
slátursölu á tveimur stöðum:
Afurðasalan ÞinQoyri
Opið kl. 11:00-12:30 og kl. 13:00-15:00
virka daga. Pöntunarsíminn ar 8395.
Sláturmarkaðurinn
r
í
Opið kl. 15:00-18:00 virka daga.
Pöntunarsíminn er 5185. Einnig ar hægt
að panta í síma 4802 (kjötvinnsla).
Við leggjum mikla áharslu á
að fólk panti mað fyrirvara
□g að akki sé dregið til
síðasta dags að taka slátur,
því að þá er hætt við að
færri fái en vilja.
SIÁTUMÉIAO®
barði