Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 5

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 5
Að þessu sinni langar mig að fjalla um hlutverk aðstandandans. Það er ekki auðvelt hlutverk, síst af öllu þegar maður lendir fyrst í þessu hlutskipti. Það venst þó með tímanum og mörgum eða flestum tekst vel til þegar á líður. En fyrst getur þetta verið ansi flókið. Hvernig bregst maður við þegar einhver manni nákominn deilir því með manni að hann eða hún sé hiv-jákvæð(ur)? Hiv-jákvæður einstaklingur á fullt í fangi með að eiga við sína eigin fordóma gegn sjúkdómnum þegar hann kemst að því að hann er smitaður. Flestir nýsmitaðir setja sig í flokk með sprautufýklum og lauslætisliði. Nýsmitaðir upplifa sig sem óhreina og skítuga smitbera sem fæstir vilji umgangast. Þú getur því rétt ímyndað þér hversu erfitt það er að deila því með einhverjum að maður sé hiv-jákvæður. Einhverstaðar þar liggur munurinn á hiv og öðrum alvarlegum sjúkdómum. En það er heldur ekkert auðvelt að bregðast rétt við þegar einhver manni nákominn velur að deila því með manni að hann/hún sé hiv-jákvæð. Öll erum við bara af holdi og blóði og erfitt að gera allt rétt í þessu lífi. Það er ansi hætt við því, sem betur fer, að þeir sem lenda í ofangreindum aðstæðum geri það ekki oft á ævinni og því erfitt að ætlast til að allir geri það af fullkomnun. Þín vegna vona ég að þú komist fljótlega að því að vinur þinn, vinkona, mágur, mágkona, frændi, frænka, systir, bróðir, móðir, faðir, sonur eða dóttir eru ennþá þau sömu þrátt fyrir veikindi sín. Gunnlaugur I. Grétarsson Ljósm.: Þorgerður Gunnarsdóttir Þú gætir því átt von á því, að vilji einhver þér nákominn deila því með þér að hann eða hún sé hiv-jákvæð(ur), þá gerist það jafnvel ekki fyrr en eftir að hinn smitaði er búinn að hafa vitneskju um það í einhvern tíma. Líklega er viðkomandi búinn að hugsa lengi um að segja þér frá þessu og jafnvel búinn að velta því fyrir sér hvernig þú munt bregðast við. Þegar hann/hún svo loksins kemur sér að því, getur verið að það verði allt öðruvísi en hann/ hún ætlaði. Hvernig segir maður annars einhverjum sér nákomnum að maður sé hiv-jákvæð(ur)? Það eru einhverjar líkur á því að þú svarir með spurningunni: hvernig fékkstu það? og það jafnvel áður en þú spyrð þann sem þér þykir vænt um: hvernig hefurðu það?. Hugleiðingar formanns

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.