Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 17

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 17
Allar nema tvær höfðu farið í hiv-próf og sumar oftar en einu sinni. Einhverjar sögðu að Rauði krossinn hefði hvatt þær til að fara þrisvar sinnum í próf með þriggja mánaða millibili til að tryggja rétta greiningu. Flestar höfðu farið í próf í tengslum við kærasta, til dæmis áður en þær byrjuðu að stunda kynlíf með þeim, giftu sig, eignuðust barn eða þegar þær töldu hann hafa haldið fram hjá. Aðrar höfðu farið vegna langvarandi veikinda, ásakana um að vera hiv-smitaðar, kynferðislegar misnotkunar eða af ótta við að hafa fæðst smitaðar. Einhverjar höfðu farið í hiv-próf á meðan þær voru á CLF, en tvær höfðu aldrei farið, önnur vegna þess að hún óttaðist að láta stinga sig. CLF og hiv-próf Margar stúlknanna höfðu átt kærasta og langaði til að eignast nýjan. Helmingur þeirra vildi setja kærustunum skilyrði að fara í hiv-próf áður en þau hæfu kynlíf saman. Þær sögðust ætla að slíta sambandinu ef þeir vildu það ekki því þá væru þeir pottþétt smitaðir. Nokkrar stúlknanna höfðu alls enga löngun til að ná sér í mann. Þær höfðu slæma reynslu af þeim og gátu ekki treyst þeim. Þetta voru stúlkur sem höfðu til dæmis átt drykkfellda feður sem eignuðust börn utan hjónabands; átt feður eða stjúpfeður sem vanræktu þær; kærasta sem gáfu þeim gjafir en yfirgáfu þær þegar þær urðu barnshafandi eða barnsfeður sem reyndust giftir. Sumum fannst einnig að vinkonur í samböndum ættu oft í miklum erfiðleikum með eiginmennina vegna framhjáhalds og vanrækslu á börnunum. Oftast höfðu þær upplifað röð áfalla í tengslum við karlmenn. Stúlkurnar sögðust nota ýmsar aðferðir til þess að passa sig á því að smitast ekki, halda sig til dæmis sem mest heima og umgangast stráka sem minnst. Ein sagðist ganga með hring og dygði það ekki segði hún að illa stæði á eða að hún ætti kærasta. Ef þeir teldu hana ljúga léti hún sig hverfa hið snarasta. Þær sem minntust á barneignir ætluðu sér að eignast tvö til fjögur börn, mun minna en meðaltalið í Úganda sem er sjö börn. Mæðra- og ungbarnadauði í landinu er um 12 sinnum hærri en á Vesturlöndum. Kærastar og börn Íbúar Úganda eru um 30 milljónir. Árið 2005 bjó helmingur íbúa undir alþjóðlegum fátækramörkum, með innan við 1,25 dollara á dag. Af íbúum 15-49 ára eru 6,7% hiv-jákvæðir eða með alnæmi. 7,3% stúlkna og 2,5% drengja á aldrinum 15-24 ára eru smituð af hiv, þetta endurspeglar veika stöðu ungra stúlkna. Um tvær milljónir barna undir 18 ára aldri eru munaðarlaus. Um þriðjungur ungmenna hefur ekki nægilega þekkingu til að geta varist hiv-smiti.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.