Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 6

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 6
6 RA U Ð I B O R Ð IN N Í ár eru 25 ár síðan félagið okkar var stofn- að. Það hét fyrst Félag áhugafólks um al- næmisvandann. Nokkrum árum síðar var nafninu breytt í Alnæmissamtökin á Íslandi en síðustu fjögur árin hefur félagið borið nafnið Hiv Ísland. Félagsmiðstöð og skrif- stofa hafa öll árin verið til húsa við Hverf- isgötuna í Reykjavík, fyrst í Hverfisgötu 16 en síðustu 20 árin í Hverfisgötu 69 þar sem félagið hefur búið vel um sig. Frumkvæðið að stofnun félagsins átti hópur hiv-smit- aðra einstaklinga og aðstandendur þeirra, félagar úr Samtökunum ´78, starfsmenn Rauða krossins á Íslandi, fagfólk innan heilbrigðisstofnana og aðrir áhugasamir um baráttuna gegn alnæmisógninni sem steðjaði að samfélaginu. Fyrsti formaður félagsins og einn af brautryðjendum við stofnun þess var Auður Matthías- dóttir félagsráðgjafi. Það ríkti mikil óvissa á þessum tíma um það hvernig sjúkdómurinn myndi haga sér og hvort útbreiðsla hans yrði mjög víðtæk. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að auka þekk- ingu og skilning almennings á hiv og alnæmi og styðja hiv-smitaða, sjúka og aðstandendur þeirra. Þessi mark- mið hafa ekkert breyst á þeim 25 árum sem félagið hefur starfað. Þörfin fyrir stöðuga fræðslu til almennings er mikil, þrátt fyrir gríðarlega miklar og jákvæðar framfarir í meðferð og þekkingu manna á hiv og alnæmi síðustu árin. HUGLEIÐINGAR FRAMKVÆMDASTJÓRA Á TÍMAMÓTUM Fyrstu tíu starfsár samtakanna voru félagsmönnum afar erfið, margt ungt og efnilegt fólk veiktist og dó af völdum alnæmis. Sjúkdómurinn var í byrjun oft kallaður hommaveikin. Tengsl sjúkdómsins við ýmsa minnihlutahópa voru ekki til að slá á þann mikla ótta og þá vanþekkingu sem ríkti í samfélaginu á þessum árum. Fjölmiðlaumfjöllun á þessum tíma ber þess merki hversu alvarlegir fordómarnir voru og mismunun skapaðist á þessum tíma gegn hiv-jákvæðu fólki. Veik- indastríð látinna félaga okkar og æðruleysi þeirra í for- dómafullu og óttaslegnu samfélagi, þar sem þögnin var stundum algjör, líður okkur vinum og aðstandendum seint úr minni. Nú getum við vonandi farið að tala um sjúkdóminn og fortíðina á áreynslulausan hátt. Gríðarleg breyting varð á aðstæðum sjúklinganna þegar lyf, sem héldu hiv-veirunni í skefjum, komu á markaðinn fyrir aldamótin. Menn hreinlega risu upp frá dauðum og síðustu árin hafa dauðsföll af völdum alnæmis verið fátíð hér á landi. Það tók hiv-jákvæða nokkurn tíma að átta sig á þessum nýju aðstæðum og því að kraftaverkið hafði raunverulega átt sér stað. Fyrstu lyfjagjafirnar, áður en nýju lyfin komu, höfðu í för með sér miklar og alvarlegar aukaverkanir fyrir marga, en menn lifðu af! Seinni árin hefur lyfjameðferð þróast mjög til betri vegar og ekki er óalgengt að sjúklingar taki eina töflu á dag gegn hiv og það án teljandi aukaverkana. Lyfjameðferðir hafa tekið slíkum framförum að einstakl- ingar á vel samsettri meðferð eru ekki lengur smitberar. Það gerir tilveru hiv-jákvæðra svo sannarlega léttbærari, að vera á lyfjum sem halda veirunni svo vel í skefjum að þeir eru ekki lengur smitandi. Ímynd hiv og alnæmis verður væntanlega jákvæðari og sanngjarnari í framtíð- inni, því það eru gömul og ný sannindi að þegar þekking og skilningur eykst, þá minnkar óttinn. Í ár lítur út fyrir

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.