Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 21

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 21
21 RA U Ð I B O R Ð IN N voru þeir yngstu hlynntari orðinu alnæmi enda kann sá hópur að verða í mestri hættu að smitast, ef illa fer. Það er von okkar að hinn heilbrigði meirihluti sýni minni- hlutanum þá tillitssemi að hætta að nota orðið eyðni og noti þess í stað orðið alnæmi fyrir AIDS og láti þar með „orðadeilu“ þessari lokið.“ Bæði orðin alnæmi og eyðni hafa verið notuð síðan þessi „orðadeila“ átti sér stað fyrir 26 árum. Á vefnum timarit. is er hægt að nálgast greinar og fréttaumfjöllun helstu dagblaða og tímarita landsins og einföld rannsókn þar leiddi í ljós að orðið eyðni hefur aldrei náð sömu út- breiðslu í prentmiðlum eins og alnæmi. Sem betur fer. Þegar horft er til baka virðist þessi orðadeila undarleg. Hvernig stóð á því að sérfræðingar í smitsjúkdómum sem höfðu góða þekkingu á eðli sjúkdómsins, fengu ekki að eiga lokaorðið í þessu máli? Vart þarf að taka fram að þeir einstaklingar sem voru smitaðir af veirunni eða orðnir veikir af alnæmi á þessu tíma, voru aldrei spurðir álits. Þeir voru þess í stað dæmdir til að vera haldnir sjúkdómi sem hét því óskemmtilega heiti eyðni. Burtséð frá alvarleika þess að ganga með lífsógnandi sjúkdóm, var þetta skuggalega heiti hans, til að auka á byrðarnar, einskonar stimpill. Páll Bergþórsson svaraði á sínum tíma áður nefndri gagnrýni smitsjúkdómalæknanna og færði rök fyrir því að eyðni væri mildara orð en alnæmi og ætti að ná yfir öll stig sjúkdómsins, allt frá smiti veirunnar og fram á lokastig þegar varnir líkamans væru engar. Auk þess sagði hann að menn mættu ekki rugla orðinu eyðni við eyðing, enda sæju málglöggir menn að alls ekki væri um sama orðið að ræða. Páll sagði að menn mættu hafa í huga að Grænland væri ekki mjög hlýlegt, þótt nafnið gæfi það til kynna. Þrátt fyrir trú Páls á málvitund fólks almennt, hefur það verið svo í gegnum tíðina, að orðið eyðni hljómar neikvætt og drungalegt fyrir þá sem eru Hiv-jákvæðir því samkvæmt málskilningi flestra felur orðið í sér að sjúklingar eigi sér enga von. Eftir að Hiv-jákvæðir fóru að lifa heilbrigðu og góðu lífi með tilkomu nýju lyfjanna fyrir 17 árum, hljómar orðið eyðni afkáralegra í eyrum en nokkru sinni fyrr. Allt of oft sést það þó í prentmiðl- um enn þann dag í dag, og er notað í dægurmenning- unni almennt. Getur verið að fjölmiðlafólk vilji halda í orðið eyðni, því það er jú enn eitthvað svo „smellið og ísmeygilegt“ og líklegt til að njóta lýðhylli. En fyrst og fremst er eyðni leiðindaorð, draugur úr fortíðinni sem þarf að kveða niður í eitt skipti fyrir öll. H. J. Heilbrigðismál 35. árg., tbl. (01.09.1987) Skoðað 10. október 2013 á http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=324110& pageId=5047773&lang=is&q=eyðni Þjóðviljinn 9. tbl. (14.01.1987) Skoðað 10. október 2013 á http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=225030& pageId=2907727&lang=is&q=eyðni læknar 900 800 700 600 500 0 100 200 300 400 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 Alnæmi Eyðni Það hefur orðið mikil aukning á hiv-smiti hjá sam- kynhneigðum körlum í London. Eftir nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum á Englandi greindust 20% fleiri hiv-smitaðir árið 2012 en árið áður. Í öllu land- inu greindust 3.240 nýsmitaðir karlar sem höfðu átt kynmök við karl, 8% fleiri en 2011. Í London greind- ust þeir 1.720 árið 2012. Talið er að hluta aukning- arinnar sé hægt að skýra með því að fleiri hafi látið prófa sig. Bresk heilbrigðisyfirvöld telja einnig að aukin vímu- efnaneysla með kynlífi hafi valdið því að öryggis er ekki gætt. Starfsmaður á meðferðarstofnun vegna vímuefna segir að næstum allir skjólstæðingarnir noti vímuefni til þess að geta notið kynlífs. Margir setji jafnaðarmerki þarna á milli. Það er vissulega lítill minnihluti samkynhneigðra sem hefur þessa afstöðu en hópurinn fer ört stækkandi. MIkIl AUkNINg á hIv- sMItI í lONdON

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.