Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 7

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 7
7 RA U Ð I B O R Ð IN N að það verði fæst greind hiv-tilfelli hér á landi allt frá upphafi mælinga árið 1983. Fordómagrýlan hefur verið lífseig og má með sanni segja að hún hafi haft mótandi áhrif á líf hiv-jákvæðra, en það er nokkuð mismunandi hvernig einstaklingar hafa tekist á við aðstæður sínar í því samhengi. Bar- áttan gegn fordómum er eitt af meginverkefnum félags- ins. Alla tíð hefur félagið reynt eftir megni að styðja og styrkja félaga sína sem eru smitaðir til að þeir geti lifað lífi sínu með reisn. Stuðningurinn felst ekki síst í því að styrkja sjálfsvitund þeirra einstaklinga sem hafa hiv í farteskinu. Í aldarfjórðung hefur skipulagt hópastarf verið unnið á vegum félagsins. Einstaklingsviðtöl eru í boði bæði hjá félagsráðgjafa og framkvæmdastjóra. Reglulega eru haldin málþing og námskeið um heilsu og velferð hiv-jákvæðra. Margir koma við í félagsmið- stöðinni á Hverfisgötunni og hitta aðra í svipuðum aðstæðum. Margt er gert til að þjappa hópnum saman. Haldin eru þorrablót, farið er á veitingastaði, alþjóðlegi alnæmisdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. desember og minningarguðsþjónusta er haldin árlega um þá sem lát- ist hafa af völdum alnæmis. Samvinna við systurfélög á Norðurlöndum hefur verið mikilvægur þáttur í að miðla nýjungum til félagsmanna. Í þessu felst m.a. útgáfa fræðsluefnis og að samhæfa vinnu við baráttumál, sem eru nokkuð lík milli landa. Samvinna og áhugi félagsmanna hefur verið grundvöllur þess að félaginu hefur tekist undanfarin 14 ár að halda úti víðtæku fræðslustarfi um hiv og alnæmi í öllum 9. og 10. bekkjum í grunnskólum landsins. Verkefnið er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðsl- unnar er annars vegar að unglingar sýni sjálfum sér og öðrum fulla virðingu, bæði í kynlífsathöfnum sem og öðrum athöfnum. Hitt meginmarkmiðið er að vinna gegn fordómum, fordómum gegn ákveðnum sjúkdóm- um, fordómum sem byggjast á fáfræði. Fræðslu og upplýsingaskyldu félagsins hefur verið sinnt í formi viðtala við fjölda fólks. Margir námsmenn leita til félagsins, skipulögð fræðsla hefur verið í fangelsum og meðferðarstofnunum landsins og auk þess í háskólum og á öðrum stofnunum og vinnustöðum. Forvarnir á vegum félagsins fela jafnframt í sér að dreifa smokkum til einstaklinga og hópa. Verkefnið hefur notið velvild- ar og fjárstuðnings frá Landlæknisembættinu og Mac snyrtivörufyrirtækinu og ekki veitir af þar sem félagið er ekki fjársterkt. Á 25 ára tímamótum er staldrað við og horft um öxl. Harmleikurinn sem var við það að buga okkur um tíma hefur að hluta til snúist til sigurs – sigurs sem er ekk- ert nema kraftaverk. Hiv Ísland hefur mörgu góðu fólki að þakka, við vorum svo sannarlega ekki ein á þess- ari vegferð. Við erum líka heppin að hafa notið góðrar þjónustu fagfólks smitsjúkdómadeildar, þar sem velvilji, fagmennska og virðing hafa verið höfð að leiðarljósi. Það væri nú frábær endir á tilþrifamikilli sögu hiv og alnæmis á Íslandi og verðugt markmið í sjálfu sér að málefnið hiv kæmust það vel í höfn að hægt væri að leggja Hiv Ísland niður! Vegna 25 ára afmælishátíðar kemur Rauði borðinn mán- uði fyrr út í ár. Alþjóðlega alnæmisdagsins 1. desember í ár verður minnst í 26. skipti um allan heim. Í tilefni dagsins verður opið hús í félagsheimilinu Hverfisgötu 69, milli kl. 15:00 og 18:00. Rauði borðinn er merki félagsins og tákn um stuðning við hiv-jákvæða. Hann táknar jafnframt kröfu um fordómalausa umræðu um hiv. Merkið er til sölu og kostar kr. 1000. 25 ára afmælishátíð Hiv Ísland verður haldin laugardag- inn 2. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst kl. 14:00. Kæru vinir og velunnarar, verið hjartanlega velkomin. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri Fjölmiðlaumfjöllun þessa tíma ber þess merki hversu alvarlegir fordómar og mis- munun skapaðist á þessum tíma gegn hiv-jákvæðu fólki. Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri Hiv Ísland og Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi hjá Hiv Íslandi á góðri stundu.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.