Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Blaðsíða 17
17
RA
U
Ð
I B
O
R
Ð
IN
N
að brjóta sér leið inn um lokaða glugga sjúkrahússins. „Í
rúminu liggur ungi maðurinn og starir beint upp í loft.
Hann svitnar og hann grætur en hann segir ekkert. Inni
hjá honum eru ein eldri hjúkrunarkona og önnur yngri
aðstoðarstúlka. Sú eldri hefur unnið á Roslagstulls-smit-
sjúkdómasjúkrahúsinu í mörg ár. Sú yngri er nýbyrjuð.
Þær eru báðar í gulum hlíðfarsloppum, með hanska og
maska. Þær hjálpast að við að skipta um umbúðir á einu
af legusárum mannsins og unga aðstoðarstúlkan tekur
um stund af sér skítugu hanskana ... Skyndilega hallar
hún sér fram yfir unga manninn í rúminu og þerrar sem
snöggvast tárin á vöngum hans með handarbakinu. Hún
gerir það án þess að hugsa, af eigin hvötum, af löngun til
að sýna samúð og samkennd.“
Sjálfsskoðun áratugum síðar
Skömm, stolt, léttir og depurð, eru allt tilfinningar sem
fyrsta bindi þríleiksins, Ástin, kallar fram. Bókin er
minnisvarði um tíma. Ég man sjálfur þegar umræðan
um hiv hófst í íslenskum fjölmiðlum á níunda áratugn-
um. Og ég man eftir orðinu eyðni; orði sem var útrýmt
úr málinu eftir stutta viðkomu. Saga orðsins í íslensku
máli vitnar um viðhorf sem til allrar hamingju er að
mestu horfið. Í fyrstu þótti orðið við hæfi, það var gegn-
sætt og þetta var það sem sjúkdómurinn gerði; eyddi
fólki, eða réttara sagt, eyddi hommum. Fljótlega kom
fræðsla, forvarnir og meðhöndlun. Orðið stóðst hvorki
skoðun né tímans tönn, var litað; rangnefni. Og nú heit-
ir sjúkdómurinn alnæmi. Sú naflaskoðun og umræða
sem nú fer fram í Svíþjóð hefur líklegast ekki átt sér stað
á Íslandi, en verk Jonasar Gardells er þarft innlegg, skap-
ar umræðugrundvöll og kveður niður fordóma.
Alþjóðleg viðurkenning
Síðan fyrsta bindi þríleiksins, Ástin, kom út, hefur
verðlaunum rignt yfir höfundinn og verk hans. Gardell
hefur verið kjörinn Stokkhólmsbúi ársins og Rödd
ársins. Þegar hann vann titilinn Svíi ársins, sagði dóm-
nefndin hann hafa minnt þjóð sína á, með áhrifaríkum
en sársaukafullum hætti, að mannvirðing er aldrei
sjálfgefin, heldur þurfi að standa um hana vörð. Jonas
Gardell hefur unnið til Menningarverðlauna Stokk-
hólms; Bellman-verðlaunanna 2013 og var í kjölfarið
gerður að heiðursdoktor við Linköpingháskóla. Sam-
tökin HIV-Svíþjóð hafa verðlaunað Gardell og þá tók
hann nýverið við verðlaununum sem LGBT-persóna
ársins, úr hendi Viktoríu krónprinsessu. Seinasta rósin
í hnappagat Gardells voru stóru hljóðbókaverðlaunin á
bókamessunni í Gautaborg í lok september 2013. Bindin
þrjú eru öll á metsölulistum í Svíþjóð og unnið er að
þýðingu á þríleiknum á fjölda tungumála, meðal annars
á kínversku, pólsku og tyrknesku. BBC hefur tryggt sér
sýningarréttinn að sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur
verið eftir þríleiknum – og það hefur RÚV reyndar líka
gert. Þættirnir unnu til Kristalsins, sænsku sjónvarps-
verðlaunanna, sem besta sjónvarpsdramað.
Þess vegna segi ég sögu
„Maður fær ekki að lifa lífi sínu aftur. Það sem sagt er
frá í þessari sögu hefur gerst. Allt er satt. Ég var einn
þeirra sem lifði af. Ég vildi rjúfa þögnina. Nú hef ég
gert það.“ Þannig kemst Gardell að orði. Hann hefur
lýst hvers vegna hann fann sig knúinn til að segja þessa
sögu. Hann vildi að þeir látnu fengju sómasamlega
minningu – að eftirlifendur fengju loksins að minnast
ástvina sinna af stolti. Að þurfa ekki að bera harm sinn í
hljóði. Og það hefur hann megnað. Að opna augu fólks.
„Ég vil einhvern tíma á ævinni fá að elska einhvern sem
elskar mig“, segir ein sögupersóna Jonasar Gardells;
sjálfsögð krafa sem þó er ekki sjálfgefið að öllum veitist.
Svíar segja þríleik Jonasar Gardells hafa breytt Svíþjóð.
Honum hafi tekist að endurskrifa söguna og vekja fólk
til vitundar um mismunum, fordóma og fordómaleysi.
Nú þurrki Svíar tár án hanska.
Fyrsta bindi þríleiksins, Ástin, er þegar komið út á
íslensku í þýðingu Draumeyjar Aradóttur, en annað
bindi, Sjúkdómurinn, kemur út 2. nóvember, á 25 ára
afmælishátíð Hiv-Íslands. Útgefandi er bókaforlagið
Draumsýn.
Jonas Gardell