Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 6
Bæjaríns besta 10 ára
Ós/qpn ÍBÍB tUíamingju
með 10 dra afnuzCið
og farsceCdar
íframtíðinni
‘BCómaBúðin ‘Etísa
Síafnarstrœti 11 - ísafirði
Ú tgerðarfáCagið Ósvör fif
SCafnarpötn 41 - ‘BoCunyarvíf^
Suðureyrarfreppur
Eyraryötu 1 -Suðureyri
ísfany Cif
Suðuryötu - isafirði
‘KaupféCay ísfirðinya
Slusturveyi 2 - ísafirði
BíCasjoppan EjíCið
Sindrayötu 6 - ísafirði
‘MjóCCyrsamCay ísfirðinya
‘Wardstúni - ísafirði
BíCav. Siyurðar oyStefdns
SeCjaCandsveyi - ísafirði
f.OS Úest
SCafnarstrceti 6 - ísafirði
(jamCa óaljirUð
JÆðaCstrceti 24 - ísafirði
BóCCinn fif.
SíðaCstrceti 9 - ísafirði
‘EfnaCauyin SlCbert
BoCíyötu 4 - ísafirði
CFróócer - sfyncfió itastaður
IVCánayötu 1 - ísafirði
BtjóCóarðaverfstceði ísafjarðar
KjarðarsuncCi 2 - ísafirði
'CugféCayið ‘Emir Ff.
IsafjarðarfCuyveCCi
G/uggað ígömu!blöð
Á SÍÐUNUM hér á eftir munum við
grípa fjölda af þeim viðtölum, greinum,
fréttum og öðru skemmtilegu efni, sem
birst hafa á síðum blaðsins undanfarin
s
tíu ár. An efa verður margt útundan,
enda annað varla hægt, en það er von
blaðsins að sem flestir hafi gaman af
þessari upprifjun. Frá því fyrsta blaðið
kom út 14. nóvember 1984 og fram til 5.
nóvember árið á eftir, var blaðið í
stærðinni A-5 og megin uppistaða þess
auglýsingar, sjónvarpsdagskrá, BB-
hleraði, spaug og fleira. Nokkrir
skríbentar léðu þó blaðinu krafta sína
fyrsta árið og þeirra á meðal var huldu-
penninn Kjói.
1984
Áfram með
smjörið
„Konan mín á Gauk. Einn af
þeim, sem geymdir eru í búri
og keyptur með því fororði að
hann gæti talað. Hingað til hefur
hann þó stein haldið kj.. eins og
honum væri borgað fyrir það.
En viti menn. Þegar ég einn
daginn í morgunsárið kom fram
í eldhús heyrði ég kvískur í
stofunni. Og þar sem ég vissi
ekki af gestakomu rölti ég með
stírur í augum og kaffibolla í
hendi á hljóðið, tilbúinn til á-
taka ef á þyrfti að halda. Rimla-
hurðin á búrinu var opin og
Gauksi hafði tyllt sér á blóma-
vasa á borðinu. Þama stóð hann
hnarreistur eins og landsfaðir.
eigði haus og sperrti stél.
„Þegiðu, apinn þinn” sagði
hann. „Þú og þínir líkar ættu að
halda áfram að sofa í sinn
heimska haus. Á sama tíma og
skaparinn af mildi sinni og kær-
leika gefur okkur góðæri til
lands og sjávar, er allt að fara í
hundana. Menn semja um kaup
og kjör og þegar almúginn vill
ekki kaupaafsérhiminhrópandi
skattaóréttlæti með því að gefa
eftir að kaupinu sínu eins og
eitt lambslæri fyllast menn
dæmalausri vandlætingu og
strika yfir allt klabbið með einu
grænu pennatriki." Kjói, 2. tbl.
1984.
Húsin, maður,
húsin!
„Heyrðu lagsi” sagði Gauksi
einn morguninn. „Þeir eru að
rífa og rífa og ég kann bara
asskoti vel við það.” „Rífa
hvað?” spurði ég og var nú
hættur að láta mér bregða þótt
ég væri ávarpaður af þessum
annars furðufugli. Ég hafði
annars ekki búist við að sjá hann
oftar eftir að hann morguninn
góða álpaðist út í „vorblíðuna”.
En þann vinning fékk ég ekki
frekaren íhappdrættinu. „Hús-
in, maður, liúsin. Nú eru Þóru-
staðir farnir og Elíasar Páls-
sonar húsið. Nú verður Isa-
fjörður fallegur, eins og dokt-
orinn sagði.” „Þú vilt kannske
rífa allt heila galleríið á
eyrinni?” „Já, burt með öll kofa-
skriflin og steinkassa í staðinn,
með stórum, já gríðarstórum
svölum, sem hægt er að draga
út og inn eftir vild.” „Hættu
nú” sagði ég. „Hvað heldurðu
að...” „Það þýðir nú ekkert fyrir
neina nefnd að múðra. Svalir
væni minn, gefa húsum svip og
lífinu gildi. Ég þekkti mann sem
eyddi fríinu sínu úti á svölum
með veiðistöng og viskíkassa
og hafði kauði aldrei upplifað
aðra eins dýrðardaga.” „Ne-i.
heyrðu nú.” En Gauksi var nú
ekki á þeim tjöðrunum að láta
mig komast upp með mótmæli.
Hann hristi sinn litla haus og
augnaráðið gaf ótvírætt í skyn,
að gáfur manns færi ekki eftir
heilastærð. ,,Þú hefurekkert vit
á svölum” sagði hann. „Þær
geta líka verið hættulegar
óvitum.” Kjói, 3. tbl. 1984.
1985
Vmðurinn
beisiaður
„Það er ekkert svo illt að það
boði ekki eitlhvað gott. Þegar
olíukreppan illræmda skall á
1973 sællra minninga, fóru
menn að leggja höfuðið í bleyti
og hugsa upp ný ráð og endur-
bæta gömul, til að nýta ódýra
orku. Flestar þjóðir iðnríkjanna
eru að verða búnar að mestu
leyti, að fullvirkja fallvötn sín.
Til þess að brúa bilið, nota
þessar þjóðir geysilegt magn af
olíu og kolum til orkufram-
leiðslu... Notkun vinda við
orkuöflun er ævaforn og á hún
langa sögu. Vindmyllur hafa
verið notaðar til mölunar á
korni, sögunar á viði, til dæl-
ingar á vatni fyrir áveitur, til
þess að mynda nýtt land og
halda því í horfinu. Ekki má
gleyma blessuðum seglskip-
unum sem eru að konta aftur...
Vindrafstöðvar nútímans eru
smíðaðar úr níðsterkum efnum
Úr gömlum b/öðum
Plastpokar
Konan mín hefur verið veik undanfarið, svo það hefur komið
í minn hlut að sjá um innkaup fyrir heimilið. Eitt lítið dæmi um
vangaveltur mínar undanfarið er um allskonar bruðl í okkur án
þess að veita því sérstaka athygli. Skoðum síðasta föstudag. Ég
fór fyrst um morguninn í HN-Búðina að kaupa fisk og fékk
plastpoka undir fiskinn, í leiðinni fór ég í Gamla bakaríið að
kaupa brauð og fékk einnig plastpoka undir brauðið. Konan vildi
fá eitthvað að lesa, svo í leiðinni keypti ég þrjú kvennablöð í
Bókhlöðunni, og fékk plastpoka. Fyrir hádegi, þrír pokar.
Síðdegis fór ég svo í helgarinnkaupin. Byrjaði í Vöruvali og
keypti talsvert og fékk fjóra plastpoka, frítt sagði kassadaman. I
leiðinni kom ég við í apóteki og náði í meðul fyrir konuna, og
fékk plastpoka, og hjá Ulfari í Hamraborg til að ná í helgarnammið
fyrir börnin og fékk plastpoka. Á þessum eina degi var ég
kominn með átta plastpoka. Vitanlega var ég feginn, ég nota
þetta fyrir ruslapoka. Við nánari athugun sá ég fyrir mér marg-
skyns atvinnurekstur. Hugsiðykkurfleiri manns ívinnu íReykja-
vík að búa til þessa poka, KRÍ selur auglýsingar á pokana, við
notum þá í innkaupum, og undir rusl, og unglingavinnan smalar
þeim saman í fjörum. Ég fór síðan að leika mér á vasareikni-
vélina. Bara aðstöðugjaldið hjá framleiðanda af viðskiptum
okkar, greiðir Davíð borgarstjóra ein mánaðarlaun.
Ég hélt áfram að reikna bruðlið í okkur. Gefum okkur að ég fái
fjóra poka á dag, sex daga vikunnar, þ.e. 24 poka á viku eða 1.248
poka á ári, 800 heimili hér á Isafirði nota því 1.000.000.- eina
milljón poka á ári, og ef við gefum okkur að hver poki kosti 4,50,
þá eyðum við 4.500.000,- fjórum milljónum og fimm hundruð
þúsund krónum á ári í plastpoka.
Rekstrarkostnaður allra íþróttafélaganna hér í bænum er
eitthvað 5-6 milljónir, knattspyrna, skíði og sund.
Ég dreg ekki í efa að Heiðar, Garðar og Jonni Magg hafi lagt
á vöruna sem nemur andvirði pokans, þannig að frítt fáum við
ekki pokann. Eg geri mér alveg grein fyrir því að þessum pokum
fylgir margskonar atvinnurekstur. Flutningur áhráefni til landsins,
framleiðsla í Reykjavík, atvinnumöguleikar fólks þar, auglýsinga-
markaður fyrir stofur og framleiðendur, umboðsmennska á
landinu, og auglýsingasala knattspyrnumanna, álagning í
verslunum vegna pokanna, not okkar í innkaupum og fyrir rusl,
og svo þetta ónefnda „augnayndi” af pokum á víðavangi.
Tillaga mín er e.t.v. einföld. íþróttafélögin kaupi 2-5 iðnaðar-
saumavélar og strigastranga í kflómetravís og tvinna. Leigi
húsnæði og saumi margnota innkaupapoka. Vissulega má einnig
selja auglýsingar á þessa poka, að því ónefndu að þá má selja í
verslanir fyrir jafnvirði plastpokanna.
Ef við viljum losna við plastpokaruslið, þá verðum við að taka
höndum saman, og hver er betur til þess búin en fjárvana
íþróttafélög.
Já, því ekki að færa einhvern atvinnurekstur hingað heim í
hérað, og auka fjárstreymi til íþróttafélaganna.
Það skyldi þá aldrei vera að ein mánaðarlaun Haraldar bæjar-
stjóra yrðu greidd með atvinnu af þessu tagi?
Dálkahöfundur 132. tbl. BB. 10. september 1985.
og léttum, sem þola mikinn
hraðaog vindstyrk... Ég sé fyrir
mér, eina slíka stöð upp á
Kubbanum og í hlíðinni fyrir
ofan Holtahverfi, þar sem snjó-
flóðahættan er sem mest, væru
komnir vel einangraðir heita-
vatnsgeymar sem haganlega
væri frá gengið, í stað einhverra
moldarbingja, sem er gert ráð
fyrir að hrófla þar upp. Þannig
yrðu slegnar tvær flugur í einu
höggi. Sem sagt, nota raforkuna
til að hita upp vatn, sem síðan
mætti leiða í húsin, og einnig
nota til snjóbræðslu á vetrum,
spara allan snjómokstur í Holta-
hverfi... Ég vona að ráðamenn
þessa bæjarfélags og stjórn-
endur Orkubúsins gefi þessu
gaum.” Isnob, 4. tbl. 1985.
Vörðum leiðina
„ísafjörður er nú allmerki-
legur bær og á sér sögu. Það
finnst mér að minnsta kosti.
Hingað koma ntargir ókunnugir
og reka hin margvíslegustu
erindi og svo fjöldi ferðalanga
að skoða bæ og byggð. En það
er nú ekki auðratað um bæinn
okkar fyrir ókunnuga, öðru nær!
Það vantar mikið upp á það, að
götumerkingar séu í lagi. Heilu
göturnar eru ómerktar og engin
spjöld með götuheitum eru áfest
á hornhús eða á áberandi stöð-
um. Fjöldinn allur af íbúðar-
húsum hefur engin númer og
eins þar sem atvinnustarfsemi
er. Það er auðvitað eigenda að
bæta úr því. Ég held að það
teljist nú ekki til stórfram-
kvæmda að koma reglu á þessa
hluti, en engu að síður þarflegt.
Það gæti líka verið nauðsyn-
legt að láta prenta kort af
bænurn eða útbúa spjöld með
skipulagi og götuheitum, sem
hægt væri að hengja upp. bæði
úti og inni á helstu stöðum, svo
sem hótelum, flugvelli, skíð-
askála og á kaupstaðarmörkum
svo eitthvað sé nefnt. Svona
lífgar upp á bæjarbraginn og
6
MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 1994