Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 15
Flóamarkaður í
Isafjarðarhöln
„Kafarasveit björgunar-
sveitarinnar Tinda í Hnífsdal
og Hjálparsveitar skáta á ísa-
firði stendur nú að hreinsunar-
átaki í ísafjarðarhöfn. Fjórir
kafarar hófu verkið á laugar-
daginn og á aðeins þremur
tímum hreinsuðu þeir af litlum
bletti um 2-3 tonn af rusli. „Við
höfum fundið „bláar” vídeó-
spólur, vídeótæki, leirtau og
töluvert af golfkúlum. A einum
stað fundum við eina tíu matar-
diska sem voru óbrotnir og
saman í stafla. Þetta hljóta að
hafa verið með matarleifum á
þegar þeim var hent því þeir
voru allir fastir saman,” sagði
Kjartan Hauksson, kafari við
blaðið.” Úrfrétt í 13. tbl. lili
1990.
Einsogaðvera
írótu
„Þetta var eins og að vera í
rólu. Höggið var svo gífurlegt
að skipið kastaðist. Manni
fannst það fyrst fara upp á við
og síðan niður aftur. Báturinn
fór alveg á syngjandi kaf. Þeir
sem voru bakborðsmegin hent-
ust allir yfir á stjórnborða. Ég
gleymi þeirri stund aldrei. Ég
tók ekki strax við mér en
hugsaði að svona hefðu þeir nú
allir farið þessir bátar, á land-
leið. Báturinn rétti sig aldrei og
sökk á tíu mínútum.” Úr viðtali
í 23. tbl. 103 1990 við Jón
Ragnarsson, vélstjóra, einn
sexmenninganna sein björg-
uðast af Svani IS.
Ódauðlegi
hruturinn
„Eftir að við fluttum frá Botni
byrjaði ég að vinna í slátur-
húsinu og vann þar í nokkur ár.
Þá aðallega sem skotmaður
síðustu árin en áður var ég
fláningsmaður. Þar gerðist nú
margt skal ég segja þér. Ég man
eftir því í gamla sláturhúsinu
þegar farið var að nota loft-
byssurnar. Þá vorum við með
hrúta sem átti að slátra. Ég tek
einn þeirra og var búinn að
reyna þrisvar sinnum en það
rétt hruflaði helvítið. Hrútinn
átti Gústi á Stað og hann kemur
þarna blóðillur og segir mig
andskotans klaufa að geta ekki
drepið helvítis hrútinn. Hann
rífur af mér byssuna og fór hann
með fjögur skot á hrútinn og
ennþá stóð hann. Þá brast mér
þolinmæðin og fór heim og náði
í patrónubyssuna og drap kauða
í fyrsta skoti.” Úr viðtali í 44.
tbl. BB 1990 við Porleif
Guðnason, fyrrum bónda á
Norðureyri í Súgandafirði.
Lifðieinnúag
íeinu
„Um 15 ára aldur hafði
Spessi kynnst áfenginu og
líkaði vel. Vorið sem hann varð
17 ára ákváður nokkrir eldri
kunningjar hans að fara í
skemmtireisu til Færeyja. Þetta
voru þeir Rúnar Þór Pétursson,
Árni Guðmundsson og Daddi á
Bökkunum, þrenning sem ekki
þótti félegur félagsskapur. Þeir
buðu Spessa að skella sér með:
Ég fór enda þótt ég væri í
miðjum lokaprófum í fjórða
bekk. Ég lifði fyrir einn dag í
einu og hugsaði ekkert um
framtíðina. Ferðin var ein sukk-
ferð og þegar Þórshafnarbúar
höfðu fengið nóg af okkur
sendur þeir okkur heim með
frímerki á rassinum... Ég próf-
aði öll efni. Ég hætti eiginlega
að drekka, fannst hassið gefa
mér miklu meiri áhrif. Þegar ég
lít til baka sé ég að ég var alltaf
að leita og vissi ekki hvað ég
vildi finna.” Úr viðtali i50. tbl.
BB 1990 við Sigurþór Hall-
björnsson, Spessa, Ijósmynd-
ara.
íiitiu samiéiagi
„Ég vil nú ekki kalla mig
jafningja Ragnars á neinn hátt.
En ég lærði ótrúlega mikið af
honum og ég naut ákaflega
mikils. Hann hefur sjálfsagt gert
það líka, ég veit .það ekki. En
okkar hjónaband var ákaflega
gott. Og þó deildum við oft!
Það var náttúrulega dálítið erfitt
fyrir mann með skapferli Ragn-
ars að búa í svona litlu sam-
félagi, því hann fann oft upp á
allskonar hiutum, hann var
mjög viðkvæmur og lét vaða á
súðum dálítið, og það vakti nú
oft andúð hjá mörgum.”C/r við-
talií52. tbl.BB 1990 viðSigríði
J. Ragnar.
Hér látum við staðar numið í
upprifjun okkar úrgömlum BB
blöðum. Stiklað hefur verið á
stóru ífyrstu sex árgöngunum.
Það sem á eftir kom, er vœnt-
anlega flestum ífersku minni.
Sigríður Jónsdóttir Ragnar.
130 sinnum á hverju ári sigla skip Eimskips með íslenskar útflutningsafurðir á erlenda markaði. Útflutn-
ingsdeild Eimskips veitir alhliða flutningaþjónustu við útflutningsfyrirtæki, annast söfnun og geymslu
hér á landi og flutninga frá islandi til endanlegra móttakenda á fjarlægum mörkuðum.
EIMSKIP
Eimskip - fólk með þekkingu, reynslu, verk- og tæknikunnáttu og víðtæk alþjóðleg tengsl
- fagfólk á öllum sviðum flutningaþjónustu.
Fólk að störfum - fyrir fólk!
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994
15