Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 19

Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 19
t.d. fór á sjóinn í næstum hvaða veðri sem var. Það hefur líka stundum hvarflað að mér hætta, sfðast bara fyrir tveimur árum. Þá fór ég í land og sinnti m.a. kompásleið- réttingum og hugleiddi jafnvel að fara aftur út í ökukennslu, en henni sinnti ég í nokkur ár á áttunda áratugnum. Það var nú áður en þessar nýju reyk- vísku kennsluaðferðir með „slökunar“æfingunum hóf- ust. En sjórinn togaði aftur í mig, kannski er þetta bara heimska í manni, ég skal ekki dæma um það! Hitt er, að það er lítið spennandi að vera sjómaður nú til dags, maður má ekkert fiska. Kvótakerfið, í sinni vansköpuðu mynd, mis- munar fólki svo hryllilega. Ég get sagt þér það, að þegar galdrabrennur voru við lýði hérlendis, þá voru fyrst lognar sakir á menn, þeir síðan dæmdir og því næst bundnir á bálköstinn og brenndir lifandi. Það tók menn ekki lengri tíma að dreþast en eldurinn át mennina. í dag er því þannig farið í kvótakerfinu, að eftir að bálið hefur verið kveikt eru mönnum velt í kringum köstinn og þeir sviðnir hægt og rólega til dauða. Það er fullt af heiðarlegum fjölskyldu- mönnum í útgerð í dag, sem er svo illa komið fyrir vegna óréttmæts kvóta- kerfis, að þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Það lætur enginn drepa sig þegjandi og hljóðalaust. Menn bregð- ast auðvitað við á allan þann hátt sem þeir kunna og beita öllum brögðum til að halda lífi í útgerð sinni.“ Nú er Konráð kominn í ham og það stendur ekki á svari þegar ég spyr hann úrlausna og bóta á kerfinu. „Ég er alveg með lausn- irnar á hreinu. Fyrst og fremst vil ég afnema fram- sal á leigu- og varanlegum kvóta. Ég vil að sjómönnum séu borgaðir kvótarnir aftur til baka í einhverju formi, með peningum, afskriftum eða einhverju öðru. Ég er hlynntur kvótakerfinu í sjálfu sér, í það minnsta þangað til fiskistofnarnir ná sinni eðlilegu stærð. Hins vegar verða þeir sem ekki veiða, að skila kvótanum sínum inn. Það gengur hreinlega ekki að þeir sem minnst veiða, hagnist mest. En hvað almenna fisk- veiðistjórnun varðar, þá verða útgerðarmenn og stjórnvöld að ræða það í sameiningu og á réttum grundvelli. Það er ekki hægt að gína menn enda- laust. Við sjáum bara hvað Súgfirðingar eru að fara að gera, þeir ætla að fiska meira án heimilda. Því ef þeir missa þennan eina bát sem þeir eiga eftir, hvað eiga þeir þá að gera? Ég bara spyr. Þó ég hafi samúð með mörgum eigendum króka- leyfisbáta, sem margir hverjireru íhræðilegri stöðu í dag, þá vorkenni ég ekki vitund þeim krókamönnum sem hafa spilað á kerfið baki brotnu. Þeir eru fjöl- margir sem hagnast hafa á kerfinu án þess að hafa í raun gert neitt til að afla peninganna." - Hvert stefnir þetta? „Þetta verður eins og á Nýja Sjálandi. Þar eiga fimm eða sex aðilar allan kvótann og leigja hann utanaðkomandi skipum frá fátækum löndum og losna þannig við að greiða hann til heimamanna. Mínu afla- marki er þannig háttað í dag, að ég er kominn niður í 36 tonn og við erum þrír á bátnum mest allt árið. Það sér það hver heilvita maður að þetta er út í hött. Það sorglegasta er að fá ekki einu sinni tækifæri til að veiða, því kvótanum er haldiðfráokkur. Éggetlíka tekið stöðu rækjusjómanna sem dæmi. Rækjuverk- smiðjurnar sem skópu rækjukvótann og greiddu allan kostnaðinn við gerð hans, vilja ekki einu sinni leigja sjómönnum hann! - Finnst þér fólk, sem ekki vinnur í tengslum við sjáv- arútveginn, láta þetta sig engu varða? „Já, allt of mikið, ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ég bara skil ekki af hverju fólk leiðir þetta svona hjá sér. Líklega er það vegna þess að því finnst þetta ekki koma sér við, þar sem málið tengist sér ekki at- vinnulega. Það er einmitt veikasti hlekkurinn, þetta snýst um okkur öll, alla þjóðina en ekki þara ein- hverja stétt útgerðar- og sjómanna." - Hafði þetta bága ástand í sjávarútveginum áhrif á að þú fórst út í auka- búgreinar, s.s. æðarkollu- rækt? „Að sumu leyti, já. Annars hafði ég haft þá hugmynd í maganum í mörg ár. Upþ- haflega keypti ég hluta af jörð á Langeyri ÍVeiðileysu- firði í Jökulfjörðum. Þar er nefnilega mikill og fjöl- skrúðugur blómagróður og stórkostleg náttúrufegurð. En þau kauþ voru lengi að ganga fyrir sig og lengi vel óvíst hvort þau gengju yfirleitt upp. Þannig að í millitíðinni keyptum við félagarnir, Guðmundur Jakobsson frá Bolungarvik, auk eiginkvenna okkar, landið í Þernuvík í ísa- fjarðardjúpi þarsem æðar- kolluræktunin fer nú fram. Hitt landið eigum við til ágóða og förum þangað helst í ferðalög á sumrin. Árið 1988 hófst sjálfur undirbúningurinn, við reist- um hús og hófum rækt- unina ári síðar og ólum þá fimmtíu unga. Tveimur árum síðar verpti svo fyrsta æðarkollan. Það er mjög sjaldgæft að þær geri það svonaungar, þvívenjulega verþa þær á þriðja og fjórða ári. Þetta varð okkur því mikil uppörvun og hvatning og við ákváðum að halda ótrauð áfram. Ári seinna verptu sex æðarkollur en 1993 aðeins fimm og það var sko áfall. í Ijós kom að minkur hafði verið á ferðinni og við unnum hann skömmusíðar. Égdrapt.d. sjö minka bara um pásk- ana í fyrra. í sumar verptu síðan sextán æðarkollur og þá varð nú kátt í höllinni, enda ungarnir orðnir á þriðja hundrað talsins. Við erum því vongóó fyrir næsta ár, takist okkur að halda varginum frá.“ - Er hægt að hagnast af æðarkolluræktinni að ein- hverju ráði? „Við gerum þetta ekki í neinu sérstöku gróðasjón- armiði, þó auðvitað megi kannski hafa eitthvað upþ úr þessu eftir nokkur ár ef vel gengur. En fyrst og fremst lítum vió á þetta sem tómstundagaman. Ræktunin hefur veitt okkur ómælda ánægju og við verjum stórum hluta ársins þarnainnfrá. Þettaerokkar ímynd af paradís á jörðu MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 1994 19

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.