Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Qupperneq 20

Bæjarins besta - 16.11.1994, Qupperneq 20
og helst vildum við vera þarna allt árið um kring.“ Hrefnumar f/ækjast fyrir mér Konráð rifjar áfram upp nokkrar skemmtilegar minningar úr Þernuvíkinni og augljóst er að þessi lítt stundaða búgrein er hon- um og fjölskyldunum tveimur mjög hjartfólgin. Þegar Konráð hefur hellt meiru kaffi í könnurnar berst tal okkar að hrefnu- veiðum hans og þá kemur öllu drungalegra hljóð í strokkinn. „Ég hóf formlega hrefnu- veiðar 1976 og tók þá ákvörðun að reisa mér að- stöðu vestur á Brjánslæk og hóf fyrirtækjarekstur í kringum það ásamt tengdaföðurmínum, mági, svila og fleirum góðum mönnum. Fyrirtækið, sem hét Flóki, var strax í uþp- hafi í miklum blóma, fram- tíðin blasti við okkur og reksturinn vartil fyrirmynd- ar. Svo voru hrefnuveiðar bannaðar og ég kenni stjórnvöldum einum um það að fyrirtækið fór á hausinn veturinn 1982. Ég var stjórnarformaður fyrir- tækisins og mánuðirnir sem fyrirtækið var í andar- slitrunum, eru verstu dagar sem ég hef uþþlifað. Ég sit uþþi með sjö milljón króna skuldahala eftir ævintýrið, sem ég þarf að borga af. Tvö hundruð þúsund krónur þarf ég að borga þennan daginn, önnur tvö hundruð hinn daginn og þannig gengur þetta krónu fyrir krónu. Svo ekki sé nú minnst á að það að hafa tapað öllu því sem maður átti þarna fyrir vestan. Ég er líka gífurlega ósáttur við að persónulegar ábyrgðir fást ekki dregnarfrá skatti. Enda ráðlegg ég öllum þeim sem standa í stofnun fyrirtækja í dag, að um leið og bankastofnanir biðja fólk um eigin ábyrgðir, að það segi þá bara „takk“ og „bless“ og gangi með það sama á dyr. Meðan á þessu öllu stóð, fór ég oft inn í Þernuvík til að reyna að slappa af og gleyma þessu. En ef ég var svo ólánsamur að vakna um nóttina, þá var mér gjörsamlega ómögu- legt að sofna aftur. Ég tók þetta svo rosalega inná mig og ég hugsaði í sífellu, „ef maður hefði nú aldrei skrifað upp á þessa fjárans pappíra, þá væri staðan aldeilis önnur.“ En með tímanum hef ég lært að lifa með þessu. Konráði er greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræðir hrefnuveiðimálin. Ég ber undir hann þá „Gróu“- sögu sem ég heyrði úti í bæ að hrefnurnar séu enn í dag að „flækjast" fyrir bátnum hans og hann komist stundum ekki hjá því að taka eins og eitt grey um þorð eftir að hafa siglt inníhrefnuhóp. „Þærflækj- ast ekkert meira fyrir mér en öðrum, þær eru fyrir öllum. Mér skilst nú líka að sjómenn fái hana í net í kringum um allt land. En ég neita því ekki að alltaf þegar ég sé hrefnu, þá kemur veiðihugur í mann. Maður reynir bara að bægja þeirri hugsun frá." - Nú er hvorki hrefnu-, né hvalastofninn í útrýmingar- hættu og íslendingar veiddu hlutfallslega mjög lítið af hval fyrir veiðibannið. Hvað finnst þér um að- gerðir verndarsamtaka á borð við Greenpeace, sem halda því fram að íslend- ingar vilji alla lifandi hvali dauða? Eru þær á rökum reistar miðað við þann litla „skaóa“ sem skeður var á hvalveiðiárunum? „í upphafi tek ég skýrt fram, aó þó ég hafi marg- sinnis lent í grænfriðung- unum, þá er mér alls ekki illa við þá og þeir hafa komið mörgum góðum hlutum í framkvæmd. Mér finnst að það eigi að tala við alla menn og fá allar skoðanir hlutaðeigandi aðila fram. Ég er vel kunn- ugur hvalafriðunarsinn- anum Magnúsi Skarþhéð- inssyni og hef ákaflega gaman af honum. Mér finnst hann að vísu hálf klikkaður á köflum og hef sagt honum það. Græn- friðungar stóðu aldrei í öllum þessum aðgerðum til að friða hvali, þeim er andskotans sama um þá. Öll starfsemi þeirra er framkvæmd í hagnaðar- skyni. Nú erfólkhinsvegar að vakna til lífsins og er hætt að hlusta á þá. Það hefur líka komið á daginn að stjórnvöld þessara sam- taka lifa í veilystingum og svalli. Enda hafa grænfrið- ungar séð að sér og hafa nú snúið spjótum sínum að eiturefnum. Þaðergottmál - ég stend heilshugar með þeim! Hvað hvalamálin öll varð- ar, finnst mér að ferða- þjónustan á íslandi eigi að íhuga betur þá möguleika sem felast í hvölunum. Að bjóða innlendum sem er- lendum ferðamönnum upp á hvalaskoðunarferðir, yrði án efa feikivinsælt og allir aðilar myndu hagnast á því. Hvort sem hvalveiðar yrðu leyfðar eða bannaðar á komandi árum, væri hægt að friða hvalina undan austurströnd landsins, þaðan sem ferðaþjónustan gæti gert út skoðunarferðir sínar.“ Konráð segir hvalveiði- bannið hafa verið ein stærstu og hrikalegustu mistök sem Alþingi ís- lendinga hafi gert. Fyrir ís- lands hönd, á Konráð auk fleiri fulltrúa, sæti í erlend- um ráðum og nefndum sem snúa að hvalveiði- málum og er NAMCO þeirra merkilegust. „Við sjómenn erum þakklátir fyrir að fá að fylgjast beint með því sem skrafað er á þessum fundum. Þessu fylgja heilmikil ferðalög um heiminn, enda eru NAMCO fundirnir haldnir tvisvar á ári. En ég er algjörlega á móti því að íslendingar gangi á ný í Alþjóða hval- veiðiráðið, stefna ráðsins hefur ekkert breyst frá því íslendingar sögðu sig úr því og við værum að ganga i sömu gildruna aftur með því að gerast aðili að því á ný.“ Ljúfsárar minningar Þegar Konráð Eggerts- son lítur um öxl og rifjar upp eftirminnilega atburði, rennur hver gamansagan á eftir annari upp úr honum, t.d. um það þegar menn helltu úrfullri vatnsfötu ofan af stýrisþakinu yfir þann á- hafnarmeðlim, sem sat á „fötunni" aftur í skut að gera þarfir sínar. Að sjálfsögðu leituðu fórnarlömbin hefnda og beittu ýmsum brögðum, sumir laxeruðu kakóið fyrir hvorum öðrum, aðrir fóru eínfaldlega í fýlu og læstu áhöfnina úti á dekki og þannig telur Kon- ráð upp lengi áfram. Hann rekur einnig ófarir sínar, eins og þegar hann var staðinn að ólöglegum veið- um og var færður yfir í varð- skip og fluttur í land fyrir að hafa hunsað hróp og köll varðskipsmanna til að fél- agar sínir í grendinni í samskonar vafasömum erindagjörðum kæmust undan. „Ég hef þrisvarverið hætt kominn á sjónum, í öll skiptin í miklu illviðri. Fyrstu tvö skiptin gerðust í Djúp- inu, hið fyrra við sjóslysin árið 1982. Við Ólafur, sem var með mér á bátnum mínum, Halldóri gamla Sigurðssyni, misstum hann alveg á hliðina, stýrishúsið lá í sjávarfletinum og ég fæ ekki skilið enn í dag hvernig skipið reisti sig við. Ég keyrði á fullri á ferð á borðið sem hann lá á og vonaði bara það besta. Útlitið var svo svart að ég sá okkur engrar undankomu auðið. Ég efaðist ekki um að þetta væri mitt síðasta og var búinn að sætta mig við dauðann. Eftir á hyggja held ég að kannski hafi einhver bára hreinlega hent skiþinu á réttan kjöl. Ég bara geri mér enga grein fyrir því. Allavega var ég skyndilega kominn á eðli- lega siglingu nokkrum sek- úndum síðar og við Óli hétum á nærstadda kirkju í Djúpinu ef við kæmumst heilir og hólpnir ( land og vorum fljótir að borga það! Annað skiþtið var ég á landleið inn Djúpið að degi til. Loftnetió slitnaði og vafðist utan um radarinn þannig hvorki hann né dýþtarmælirinn eða tal- stöðvarnar virkaði. Veðrið var snælduvitlaust og velt- ingurinn og lætin eftir því. Einhvern veginn kom ég samt sjálfum mér og bátn- um til lands. Þriðja atvikið átti sér stað á hrefnuveiðum í október 1985, í Norðurfirði áStrönd- um. Tryggvi mágur minn var þá samferða mér á Gissuri og við lágum við nýgerðan stálkant á bryggj- unni. Bátarnir voru lunn- ingafullir og við komumst engan veginn frá hafnar- kantinum. Ágjöfin var svo mikil að ég varð að setjast á gólfið í stýrishúsinu til að klæða mig í sjógallann. Okkur var Ijóst að ef við kæmumst ekki frá bryggj- unni, myndu bátarnir brotna í spón í barningnum. Vélarnar voru því settar í botn, stefnan tekin út garð- inn og upþ í öldurnar. Ég lokaði augunum og beið eftir högginu. En fyrir ein- hvers konar kraftaverk fórum við þetta slysalaust. Þó var ekki allt búið enn, því stuttu síðar fór allt raf- magn í landi svo að við höfðum engar viðmiðanir en þá vildi svo skemmti- legatil að við höfðum merkt leiðina í firðinum inn á ný- fengna þlottera í stað- setningartækjunum. Okkur var ætlað að lifa þetta af. Úti fyrir Krossnesi fauk svo hlífin ofan af byssunni fremst á skipinu og ég þurfti að lensa í smá stund til að strákarnir? gætu lagað hlífina. En það var and- skotanum erfiðara að snúa aftur upp í vindinn og það gekk ekki fyrr en í þriðju tilraun og þá hafði okkur rekið heillangt af leið og vorumnæstum komnirupþ í fjöru og báturinn ætlaði um koll. Síðan lægði morg- uninn eftir og við tókum stefnuna heim á leið. Svo næsta kvöld, þegar við vorum að fara fyrir Horn- bjarg, var komið band- brjálað veður aftur, 12 til 14 vindstig. Við urðum að snúa við og leituðum vars í Furufirði. Hvassviðrið var þvílíkt að maður gat ekki andað ef maður sneri sér upp í vindinn. Til að bæta gráu ofan á svart, varð Gissur fyrir vélarbilun svo að hann rak stjórnlaust um langan tíma. En kunnátta manna og þrautseigja hafði mikið að segja og ég hef aldrei andað léttar á ævinni en þegar ég kom í land í Furufirði um nóttina.“ - Að lokum, heldurðu að þú haldir lengi áfram á sjónum? „Ef ég hef ekki vit á að hætta núna fljótlega, þá á ég allmörg ár eftir. Annars veit maður aldrei hvenær maður vaknar dauður! Hugurinnstendur til Þernu- víkur þessa dagana og ég hef miklar framtíðarhug- myndir um þann sælureit," sagði hrefnuveiðimaðurinn Konráð G. Eggertsson. -hþ. Konráð á skoskri grundu ásamt féiögum sínum, þeim Reyni Adóifssyni, Konráði Jakobssyni og Gunnari Péturssyni. 20 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.