Bæjarins besta - 16.11.1994, Page 22
Páii Halldórsson, yfir-
flugstjóri og Óttar
Sveinsson, höfundur
bókarinnar.
Áhrifarfkar
frásagnir
þyriufiug-
manna og
iækna hjá
Land-
he/gis-
gæsiunni
af atburð-
um þar
sem iíf iá
vió
BÓKAKLÚBBUR Amarog
Örlygs mun innan skamms gefa
út bók sem skráð er af Óttari
Sveinssyni, blaðamanni og
hlotiðhefurnafnið„Útkall Alfa
TF-SIF. í bókinn er að finna
áhrifaríkar og spennandi frá-
sagnir áhafnar björgunarþyrl-
unnar TF-SIF af atburðum þar
sem líf lá við. Það er skemmst
frá því að segja að alls hefur
þessu ágæta björgunarliði tekist
að bjarga um 140 manns úr
bráðum lífsháska við tvísýnar
aðstæður og það á þyrlu með
mjög takmarkað afl. Þá segir
það fólk sem bjargað var úr
bráðri lífshættu einnig sína sögu
auk þess sem í bókinni er að
finna um sextíu einstæðar ljós-
myndir af þessum björgunar-
afrekum sem fæstar hafa áður
komið fyrir almenningssjónir.
„Þetta eru frásagnir þyrlu-
flugmanna og lækna hjá Land-
helgisgæslunni af sögulegustu
flugferðunum sem þyrlan TF-
SIF hefur farið á níu ára tíma-
bili. Þessarfrásagnirhafaaldrei
komið fyrir sjónir almennings
áður. Þarna er skyggnst inn í
hugarheim áhafnar þyrlunnar
þegar líf liggja við, vonum
manna, ótta, vonbrigðum og
jafnvel stórkostlegri gleði. Frá-
sagnirnar komu sjálfum mér á
óvart þrátt fyrir að ég hefði haft
mikil samskipti við þessa menn
í nokkur ár í mínu starfi,” sagði
Óttar Sveinsson, höfundur
bókarinnar í samtali við BB.
I bókinni er meðal annars sagt
frá björgun samtals 23 sjó-
manna, björgun Flugleiðaflug-
manns sem hafði verið 70
mínútur í sjónum í Skerjafirði,
þar sem vargfugl var farinn að
ráðast á hann og óvæntum
slagsmálum sem upphófust
þegar TF-SIF kom á vettvang.
Einnig greina flugmenn frá
því þegar þeir neyddust til
að bakka tvo kílómetra út
úr þröngu gljúfri í Kerl-
ingarfjöllum, gífurlegu
kapphlaupi þeirra og björg-
unarsveitarmanna við
myrkrið á Öræfajökli og
sérstökum ballerínudansi
læknis á slysadeild Borgar-
spítalans sem þarf skyndi-
lega að yfirgefa félaga sína
á árshátíð og fara í mikla
svaðilför með þyrlunni á
Langjökul.
BB birtir hér kafla úr
bókinni þar sem sagt er frá
vægast sagt hrikalegri
björgun þyrlumanna við
Hólahóla á Snæfellsnesi.
Þar eru Bergþór Ingibergs-
son, stýrimaður á Barða-
num, Páll Halldórsson,
flugstjóri sem átti samstarf
við vin sinn á himnum og
Sigurður Steinar Ketilsson.
skipherra og spilmaður í
aðalhlutverkum.
Flugstjóri í
samstarfi við vin
sinn á himnum
„Um sexleytið að morgni
laugardagsins fjórtánda mars
1987 voru flestir í níu manna
áhöfn netabátsins Barðans GK
475 nývaknaðir að borða morg-
unmat. Menn voru að búa sig
undir að fara að draga netin um
borð. Búið var að láta reka
skammt út af vestanverðu Snæ-
fellsnesi um nóttina. Myrkur var
úti, hráslagalegt veður og gekk
á með snjóéljum. Dæmigerður
suðvestan útsynningur með sjö
vindstigum.
Bergþór Ingibergsson stýri-
maður var á leið upp í brú því
ætlunin var að gera við tal-
stöðvarloftnet áður en byrjað
yrði að draga. Hann var að
ganga upp stiga þegar hann fann
skyndilega dynja þung högg á
bátnum. Bergþóri datt fyrst í
hug að skip eða bátur hefði siglt
á Barðann. Þegarhann kom upp
í brú sá hann ekki aðstæður í
kringum bátinn því úti var kol-
niðamyrkur. Hann gerði sér þó
grein fyrir því að báturinn var
að taka niðri. Reynt var að
bakka Barðanum en það dugði
lítið - báturinn var farinn að
lemja og berja í klettum. Nú
varð atburðarás hröð og óhugn-
arlegar staðreyndir runnu fljótt
upp fyrir skipverjunum níu.
Bergþór heyrði skipstjórann
kalla í talstöðina að báturinn
væri strandaður.”
Páll Halldórsson yfirflug-
stjóri átti vaktina þennan dag :
„Klukkuna vantaði fimmtán
mínútur í sjö að morgni þegar
neyðarútkall barst. Eg vaknaði
ekkert mjög vel. Eg fór fram úr
19 7 4
19 9 4
A m m
YVYTWGU ÁR
f FLUTNiNGUM OG MÓNUSTU
AÐALSTRÆTI 24 400 ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 94 4555 FAX 94-4553
U M B O D FYRIB:
EIMSKIP HF. • JÖKLAR H F . • VÖRUDREIFING SFCOCA COLA • G T K R A N A R S F
TRYGGVI TRYGGVASON & CO
22 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994