Bæjarins besta - 16.11.1994, Síða 24
Bæjarins besta 10 ára
Litiðtilbaka
Sigurjón J. Sigurðs-
son, ritstjóri BB, ásamt
Guðmundi heitnum
Marseiiíussyni við
fyrsta eintakið sem
rann út úr fyrstu prent-
véiinni í nóvember
1984.
ÞAÐ var sumarið 1984 sem undirritaður kom að tnáli við
Halldór Sveinbjömsson, þáverandi prentara hjá ísrúnu hf., og
orðaði það við hann hvort við gætum ekki útvegað okkur auka-
skilding með því að gefa út lítið auglýsingablað. Þá hafði um tíma
komið út lítið blað í bænum sem hét Dagskráin og innihélt
auglýsingar og sjónvarpsdagskrá. Halldór tók vel í hugmyndina
og saman fórum við til Guðmundar heitins Marsellíussonar og
föluðumst eftir gamalli offsetfjölritunarvél sem stóð ónotuð á
loftinu í húsinu við Suðurtanga 2. Jú, vélina máttum við fá ef við
gætum gert við hana. Við tók annasamur tími um kvöld og nætur
og að endanum fór skrjóðurinn í gang og var þá hafist handa við
að búa til blað og fyrsta tölublaðið fór á göturnar 14. nóvember
1984, fyrir tíu árum.
..I dag hefur þú lesandi góður fyrsta eintakið af Bæjarins besta
í höndunum. Það hefur lengi blundað í undirrituðum að gefa út
eitthvað blað í líkingu við þetta en aldrei orðið að veruleika fyrr
en nú. Undirbúningurinn að þessu blaði hefur verið stuttur,
erfiður en skemmtilegur, þrátt fyrir að ýmis ljón hafi orðið á
veginum. Tilgangur Bæjarins besta er eins og nafnið bendir til að
koma á framfæri því sem um er að vera í bæjarfélagi okkar í hvert
skipti. Ætlun mín er að reyna að hafa blað þetta sem fjölbreyttast
og er það opið öllum þeim sem vilja leggja því lið með efni svo
og eru allar ábendingar um efnisval vel þegnar. Með von um
góðar viðtökur óska ég ykkur alls hins besta. Sigurjón.”
Með þessum orðum hófst saga Bæjarins besta eða BB eins og
það er jafnan nefnt í dag. Fyrstu eintökin voru vélrituð og allt
stærra letur límt inn með þrykkistöfum. Þegar umbroti var lokið
var blaðið síðan sent suður til Reykjavíkur þar sem það var
filmuunnið og sett á prentplötur. Fyrsta eintakið rann síðan út úr
offsetprentvélinni snemma morguns 14. nóvember 1984. Það var
ósköp smátt, átta síður í A-5 broti eða rúmlega það og eingöngu
hugsað sem auglýsingablað. Engar ljósmyndir prýddu blaðið fyrr
en í febrúar næsta ár. Þessa fyrstu mánuði var blaðið unnið í
aukavinnu á kvöldin og urn helgar. Eftir að „pikkinu” á ritvélinni
lauk var farið að setja á tölvu sem Finnbogi Hermannsson,
þáverandi ritstjóri Vestfirðings og núverandi forstöðumaður
Svæðisútvarps Vestfjarða, veitti aðgang að og aðstoðaði við
notkun á í byrjun. Fljótlega fór BB að sýna mikla vaxtar-
tilhneygingu og um vorið var ljóst að þannig gengju hlutirnir ekki
lengur. Halldór sagði upp starfi sínu í Isrúnu og hóf störf við BB
að fullu.
Það var greinilegt að uppátækið var farið að vinda heldur betur
upp á sig og því var tekin ákvörðun um að stofna fyrirtæki uni
reksturinn. Ur varð að H-Prent var stofnað l. júní 1985. Fjárfest
var í lítilli prentvél, tækjum til filmu- og plötuvinnslu, offsetljós-
myndavél og gamalli setningartölvu auk þess sent ráðinn var
starfsmaður í fullt starf. Blaðið breytti um útlit og fékk rauða
litinn sem síðan hefurfylgt því í BB-lógóinu. A eins árs afmælinu
var blaðið stækkað úr átta síðum í A-5 broti í fjögurra dálka blað
tólf síðum og tekin ákvörðun um að gera það að fréttablaði fyrir
Isafjörð og nágrenni í stað þess að leggja höfuðáherslu á
auglýsingarnar. Ráðinn var fyrsti blaðamaðurinn, Snorri Gríms-
son, og gegndi hann því starfi í rétt ár. A fyrstu fimm árunum tók
blaðið miklum breytingum, bæði hvað varðar útlit, innihald og
stærð. Snemnta árs 1987 var blaðið komið í 16 síður og ári síðar
í 20 síður að meðaltali. I júní 1989 var brot blaðsinsenn stækkað,
nú í fimm dálka blað og þrátt fyrir yfirlýsingar undirritaðs í fimm
ára afmælisblaðinu, um að í stærra brot færi það ekki, var það
stækkað í núverandi stærð 10. apríl 1991. Það var ekki heilagt
frekar en aðrar þær breytingar sem hafa orðið á blaðinu, enda til
batnaðar að mati flestra. Miklar tæknibyltingar hafa orðið á
vinnslu blaðsins frá því að fyrstu vélrituðu eintökin litu dagsins
Ijós, bæði hvað varðar setningu, umbrot, filmuvinnslu, litprentun
og fleira og virðist sem tækninni haldist engin bönd og er því
ómögulegt að segja til um hvernig blaðið kemur til með að líta út
í framtíðinni.
Fram til haustsins 1992 var blaðinu dreift ókeypis. Þá var svo
komið að auglýsingatekjurnar stóðu ekki undir rekstrinum og var
því ekki nema um tvennt að ræða, að hætta útgáfu eða að selja
afurðina. Síðari kosturinn var valinn og er það því lesendum
blaðsins að þakka að blaðið er enn við lýði. Fjölmörg héraðs-
fréttablöð hafa lognast út af á undanförnum misserum, enda hefur
hvert áfallið á hendur öðru helst yfir blaðaútgefendur í landinu,
þó sýnu verst hafi verið sú ákvörðun stjórnvalda að setja 14%
virðisaukaskatt á alla blaða- og tímaritaútgáfu. Sú ákvörðun
stjórnvalda varðmörgum útgefandanum að falli. BB er þó enn við
lýði og er það von útgefenda að svo verði einnig um ókornin ár,
en líkt og hingað til stendur og fellur útgáfan með lesendum, þeim
sem kaupa blaðið.
Héraðsfréttablað eins og BB þjónar ekki síðra hlutverki en
dagblað og öflug héraðsfréttablöð eru lesin spjaldanna á milli.
Lestur á dagblöðum er hins vegar æði misjafn og því erum við
útgefendur héraðsfréttablaða vissir í okkar sök, þegar við segjum
að héraðsfréttablöðin séu besti auglýsingamiðillinn á hverju svæði
fyrir sig. En héraðsfréttablöðin eru ekki bara auglýsingablöð,
a.m.k. ekki nú til dags. Þau færa fólki fréttir af atburðum líðandi
stundar sent og atburðum sem „ stóru blöðin” segja aldrei frá. Það
er tilgangur þeirra og þau hafa sitt lifibrauð af því. Regluleg
blaðaútgáfa er spurning um úthald, það er meira en að segja það
að gefa út blað, þó ekki sé nema 12 síðna vikublað eins og BB.
Það vita þeir best sent hafa komið nálægt blaðaútgáfu. Mörgum
manninum (og konunni) sem undirritaður hefur átt samtal við,
hefur þótt lítið til vinnunar við blaðið koma. þau hafa talið þetta
leik einan, leik til að verða sér út um skjótfenginn gróða. Því fer
fjarri. Vinnustundirnar eru margar og afraksturinn minnkar með
hverju árinu sem st'ður. Þrátt fyrir það erum við sem störfum á
blaðinu í góðu formi og lítum björtum augum til framtíðarinnar.
Við viljurn vinna að því að gera blaðið enn betra, enn fallegra
útlits og síðast en ekki síst viljum við hafa sem best tengsl við
lesendurna. Það er ekki bara okkar hagur sem starfa á blaðinu,
heldur allra á útgáfusvæði blaðsins.
Frá því fyrsti blaðamaðurinn, Snorri Grímsson lét af störfum
hafa fjölmargir komið nálægt skrifunum. Að undirrituðum frá-
töldum má nefna þau Hlyn Þór Magnússon, núverandi ritstjóra
Vestfirska fréttablaðsins, Helga J. Hauksson, kennara, Jakob Fal
Garðarsson, blaðamann, Vigdísi Jakobsdóttur, leikstjóra, Vilborgu
Davíðsdóttur, blaðamann, dagskrárgerðarmann og rithöfund,
Theodór Norðkvist jr„ Róbert Schmidt, Gísla Hjartarson, rit-
stjóra Skutuls, Margréti Björk Arnardóttur. Hermann Snorrason
og Aðalstein Leifsson, sem starfaði við blaðið um tíma í sumar.
Auk þeirra hafa fjölinargir pennar skrifað fasta pistla í blaðið.
Tíu ár geta verið stuttur tími og langur eftir því hver við-
miðunin er. En á tíu ára afmæli Bæjarins besta er aðstandendum
þess fyrst og síðast þakklæti í huga, þakklæti til allra þeirra er lagt
hafa blaðinu lið, starfsfólks H-Prents, blaðamanna, auglýsenda,
skriffinna, en mest og best til ykkar, lesendur góðir. An ykkar
væri ekkert afmæli.
Góðar stundir.
Sigurjón J. Sigurðsson
©
tUTO - IRAWL
W,
INCH SYSTEM
5
Óskum útgerð og áhöfn
til hamingju með skipið.
Drif og stjórnbúnaður á vindum
erfrá RAFBOÐA - RAFUR
W*\
fc—--
■■■■■■■■■■■■■■^
RAFBOÐI - RAFUR
24 MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 1994