Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Side 30

Bæjarins besta - 16.11.1994, Side 30
Ósfium ‘B‘B ti(íwmingju með 10 ára afnuzíið 0£ farsczLdar íframtíðinni ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR Hafnarstræti 1 - ísafirði ÓsÍQtm ‘B‘B tilfiaminfiju með 10 ára afnuzCið ofifarsczfdar íframtíðinni HRÖNN HF Hafnarhúsinu ísafirói ÓsCfim ‘B‘B tiCCuiminfiju með 10 ára afmczCið OfifarsczCdar íframtíðinni FLATEYRARHREPPUR Ránargötu 11 - Flateyri ÓsCum ‘B‘B tUfaminfiju með 10 ára afmczCið ofifarsczCdar íframtíðinni HAMRABORG HF Hafnarstræti 7 - ísafirði Ósfum ‘B‘B tií faminfiju með 10 ára afmczCið ofifarsceCdar íframtíðinni ÉG VAR búin að vera blaða- maður á Þjóðviljanum sáluga í nokkur ár þegar ég fluttist vestur Vilborg Davíósdóttir. á ísafjörð og hóf störf hjá Bæjarins besta haustið 1988. I fyrstunni fann ég fyrir dálítilli tortryggni, það verður víst að segjast eins og er. „Að sunnan? Og var á kommasneplinum?” sögðu sumir og settu í brýrnar. En þegar það fréttist að mann- eskjan væri reyndar Vest- firðingur í báðar ættir, fædd og uppalin á Þingeyri og mennta- skólagengin á Isafirði, breyttist viðhorfið fljótlega til hins betra. (Hún hlaut þá að hafa þennan mikilvæga skilning á hverju þjóðin lifir og hverjir sjá um að halda uppi þessu liði fyrir sunnan, ekki satt?!) Reynsla af blaðamannastarfi syðra nýttist auðvitað vel en ég komst fljótlega að því að á héraðsfréttablaði er starfið enn fjölbreyttaraog víðtækara. I því fólst ekki aðeins að skrifa fréttir og viðtöl heldur einnig að próf- arkalesa megnið af textanum, fara yfir innsent efni og líka auglýsingarnar, meta hvað ætti erindi á forsíðu og hvað á inn- síður og gera tillögur að upp- röðun efnisins. A héraðsfrétta- blaði er maður einnig í mun nánara sambandi við lesendur en ella. Nú auk þess „naut” maður þess að horfa á og heyra prentvélarnar vinna með tiI heyrandi hávaða þannig að ferlið blasti við frá upphafi til enda og það er vissulega lær- dómsríkt. Bæjarins besta var tólf og allt upp í þrjátíu og tvær síður þetta eina og hálfa ár sem ég var blaðamaður þess, reyndar í minna broti en nú, og ekki var hörgull á fréttunum til að fylla þetta pláss. Þá sem nú hlaut Isafjörður meira rými á síð- unum en aðrir þéttbýlisstaðir enda „höfuðstaðurinn” og meira um að vera þar í atvinnu- og menningarlífinu. Og svo þurfti maður auðvitað að kljást við það eilífa vandamál að finna heimamenn á hverjum stað með fréttanef sem gætu séð fréttirnar í kringum sig og komið þeim áleiðis. Til er sígild smásaga af „okkar manni á staðnum” sem ekki er úr vegi að skjóta hér með: Ritstjóranum fyrir sunnan var farið að leiðast að heyra ekkert frá fréttaritara sínum í smábæ á Iandsbyggðinni og hringdi til að spyrja tíðinda: ..Hvernig er það, gerist bara aldrei neitt hjá ykkur?” spyr hann ögn pirraður. „Geturðu ekki talað við einhverja?” Fréttaritarinn svaraði snúðugt og snögguruppálagið: ,,l Ivern- ig í ósköpunum á ég að geta það? Þaðerualliríbænum famir niðrí fjöru að horfa á strandið!” Ur þessum málum rættist reyndar nokkuð eftir að við tókum upp aflafréttir, vikulega heilsíðu, því með tonnatölunum og veðurfregnunum flutu oftar en ekki með ýrnsar upplýsingar um aðra hluti sem einnig áttu erindi í blað allra Vestfirðinga. Ég held ég skrökvi því ekki að ég hafi verið fyrsti blaða- maðurinn á BB sem tók upp þann sið að fylgjast grannt með bæjarstjórnarfundunum á Isa- firði og sat þá allnokkra ef eitthverttilefni ádagskránni var til. (Og bæjarritarinn gaf í skyn að umræður gætu orðið líf- legar.) Reyndar voru ekki allir jafn hrifnir af þessu framtaki mínu og ég minnist þess að eitt sinn kom að máli við mig ónefndur bæjarfulltrúi þungur á brún og benti mér á ákveðið óhagræði sem af því hlytist að hafa mig á áhorfendabekknum. Ég hváði hissa. Vildu menn ekki að bæjarbúar vissu af því hvað þeirra kjörnu fulltrúar væru að fást við á fundum sem stóðu oftar en ekki fram yfir miðnætti ákvöldin? Þeir voru nú oftaren ekki að slá á þráðinn niður á blað og benda mér á ýmis mál sem þyrftu umfjöllunar. „Jú. það er ágætt að þú skrifir um bæjarpólitíkina,” sagði fulltrú- inn. ..Eti sjáðu til. blessaður skattstjórinn var nú bókana- glaður maður fyrir en eftir að þú byrjaðir að koma hingað á fundina þá eru ræðurnar hans orðnar óheyrilega langar!” Þaðgilti reyndarekki um alla að þeim þætti fengur að því að upplýsingar um störf þeirra kæmust áleiðis til lesenda BB. Ég má til með að nota tækifærið og senda pillu á lögregluna á Isafirði, þót't þar séu nú aðrir við stjórnvölinn en þessi ár ntín vestra. Hefðbundið löggutékk á mánudegi gat tekið allnokkur símtöl við Jónas yfirlögreglu- þjón. „Ekkert að gerast, engar fréttir,” var hefðbundið svar eftir fyrsta símtal. Þegar leið á mánudaginn og nokkrir gestir höfðu átt leið í prentsmiðjuna í Neðsta var mér oftast orðið kunnugt um eitt eða tvö innbrot og nokkur umferðaróhöpp þannig að af og til varð að hringja í lögregluna til að fá staðfestingu. „Heyrðu, jú nú man ég eftir...” kom þá svarið og „Veistu, ég var bara búinn að steingleyma því...” og oftar en ekki: „Finnst þér það nú vera frétt?!” Þannig gat það gengið í tvo, þrjá daga, að gestir og gangandi fréttu eitt og annað og Jónas staðfesti jafnóðum. En svo löguðust samskiptin þegar á leið og einkanlega eftir að ég og Halldór Sveinbjörns- son fengum að fylgjast með störfum lögreglunnareina laug- ardagsnótt. Tilgangurinn var reyndar sá að sjá með eigin augum margumrætt unglinga- vandamál ágötum miðbæjarins um helgar en þessa sömu nótt varð hörmulegt slys á Oshlíð sem margir muna eflaust eftir ennþá. Aurskriða féll yfir bíl sem í voru nokkur ungmenni og eitt þeirra slasaðist illa. 1 kjölfar þessa slyss tókst yfir- lögregluþjóni og slökkviliðs- stjóra að ta keyptan björgunar- bíl með útbúnaði til að opna skemmda bíla og ég er sann- færð um að myndbirtingar BB áttu sinn þátt í að þessi nauðsyn- legi búnaður fékkst. Margir gagnrýna þá fjölmiðla sem ná til allra landsmannafyrir að sinna landsbyggðinni ekki nægjanlega og svo verður eflaust um ókomna tíð. Hversu vel sem „stóru” blöðin reyna, geta þau aldrei komið í stað héraðsfréttablaða á borð við Bæjarins besta. Tíu ár eru ef til vill ekki langur tími í blaðaút- gáfu en síðustu ár hafa reynst mörgum útgefendum erfið og nokkur bæjarblöð hafa orðið að leggja upp laupana vegna minnkandi auglýsingatekna og skattlagningar sem þau hafa ekki ráðið við. Ég óska aðstand- endum Bæjarins besta innilega til hamingju með áratugar af- mælið og blaðinu langra líf- daga. -Vilborg Davíðsdóttir, dagskrágerðar- og blaðamaður. Þú átt möguteika á Londonferð efþú ert áskrifandi aðBB Áskriftarsímar 4560 og4570 30 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.