Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 01.11.1995, Qupperneq 2
Hvernig gekk björgun- arstarfið, Snorri? Snorri Hermannsson, vettvangsstjóri á Flat- eyri: „Ég held að í heildina séð hafi þau gengið mjög vel. Þeir hundar sem voru okkur til að- stoðar, sýndu enn að þeir eru stór þáttur í leit að fólki sem er grafið í flóðinu. Það er enginn efi að jarðgöngin skiptu sköpum hvað tíma varð- ar, göngin auðvelduðu okkur mjög, að fá til okkar þann mannafla og tækjabúnað sem við þurftum á að halda.” Snorri Hermannsson var vettvangsstjóri við björgunarstörfin á Fiat- eyri, þar sem hundruðir björgunarsveitarmanna og sjáifboðaiiða ieituðu sleitulaust í á annan sóiarhring, þeirra sem týndust í snjófióðinu. Hvert fórst þú f sumar- fríinu? Lára Helgadóttir, verslunarmaður: „Ég fór til Þýskalands og Austurríkis í hálfan mánuð í júli. Þetta var skipulögð rútuferð á vegum ferðaskrifstofu og við fórum m.a. um Svartaskóg, Móseldalinn og Innsbruck.” Um 1200 manns mættu tii minníngarathafnarinnar í íþróttahúsinu á Torfnesi í gær. Minningarathöfn í íþróttahúsinu á Torfnesi Kyrrlát og látlaus UM tólf hundruð ntanns voru saman komin í íþróttahúsinu á Torfnesi í gær við minningarathöfn um þau sem létust í snjó- flóðinu á Flateyri. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra voru viðstödd minningarathöfnina, sem var kyrrlát og látlaus. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, sr. Baldur Vilhelmsson prófastur, sr. Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur á Þingeyri og sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur á ísafirði önnuðust athöfnina. Kórar Isafjarðarkirkju, Bolungarvíkurkirkju, Súða- víkurkirkju, Þingeyrarprestakalls og Samkór Hnífsdælinga sungu og þau Hulda Bragadóttir. Haukur Guðlaugsson og Jónas Tómas- son léku á hljóðfæri. A miðju gólfi íþróttahússins voru logandi kerti á háum stjökum, eitt fyrir hverja manneskju sem týndi líft í snjóflóðinu hörmulega. Að athöfninni lokinni staldraði frú Vigdís við um stund og vottaði syrgjendum samúð sína. Meóai viðstaddra var forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Samstarfsnefnd endurskoðar kjördaginn Ákvörðun tek n í dag SAMSTARFSNEFND um sameiningu sveitarfélaga mun koma saman á hádegi í dag, til að taka ákvörðun um hvort kosningu um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðunt Vestfjörðum verður frestað. Að sögn Þorsteins Jóhannes- sonar, formanns nefndarinnar var ákveðið að láta það í hendur Önfirðinga, hvort kosningu um sameiningu sveitarfélaga yrði frestað. Fulltrúar þeirra ntunu kynna öðrum nefndarmönnum afstöðu Önt'irðinga á fundinum. Kynningarfundir um sant- einingarmál áttu að vera í hverju sveitarfélagi í síðustu viku, en af þeim varð ekki, vegna atburðanna á Flateyri. Fyrirhugaður kjördagur var 11. nóvember næstkomandi og það kemur í ljós á fundi samstarfs- nefndarinnar í dag, hvort breyting verður þar á eða ekki, eins og áður sagði. Kertafleyting við Framhaldsskólann í minningu þeirra sem létust á Flateyri í KVÖLDRÖKKRINU á mánudaginn var, söfnuðust fjölmargir ísfirðingar saman í sal Framhaldsskóla Vestfjarða, en þar efndu nemendur skólans til stuttrar minningarathafnar um þau sem létust í snjóflóðinu á Flateyri. Athöfnin hófst klukkan sex, er Björn Teitsson, skólameistari, minntist hinna látnu með nokkrum orðum og séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á ísafirði, flutti stutta hugvekju og bæn. Loks sungu viðstaddir sálminn Á hendur fel þú honum, við undirleik Huldu Bragadóttur, organista. Að minningarathöfninni lokinni gengu viðstaddir með logandi friðarkerti niður í fjöruborð fyrir neðan Framhaldsskólann, þarsem kertunum var ýtt á flot í minningu hinna látnu. Kertin loguðu fljótandi á Pollinum, fram eftir kvöldi, enda veður einstaklega stillt og gott. Samúðar- kveðjur víða að Forseta íslands og ríkisstjórn hafa borist samúðarkveðjur víða að vegna snjóflóðsins á Flateyri. Samúðar- kveójur hafa borist frá Danadrottningu, for- setum Bandaríkjanna, Finnlands, Ítalíu og Tékklands, forsætis- ráðherra Rússlands, formanni landsstjórnar Grænlands, forseta Evrópuráósins, starf- andi framkvæmda- stjóra Atlantshafs- bandalagsins, borgar- stjóranum í Barcelona á Spáni og félagi íslenskra stúdenta í Osló og nágrenni, svo dæmi séu tekin. Hundur fannst eftir 58 tfma Síðdegis á laugardag fannst hundurinn Gormur í húsarústum á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. Hafði hann legið grafinn þar frá því snjóflóðið féll aðfara- nótt fimmtudags, eóa í um 58 klukkustundir. Gormur leitaði ákaft húsbónda síns eftir að honum var bjargaó, en hann fórst í snjó- flóðinu. Fleiri heimilis- dýr lifðu af snjóflóðið og hefur annar hundur fundist auk kattar, páfagauks og gullfisks í skái. Tæpur heimingur mætti tii vinnu Tuttugu og fimm manns eða tæpur helmingur þeirra sem störfuðu hjá Kambi hf., á Flateyri fyrir flóðið, mættu til vinnu á mánudag, en þá fóru hjól atvinnuiífsins á staónum í gang að nýju eftir snjóflóðið. 10-15 erlendar stúlkur hafa unnið hjá Kambi og er ekki vitað til annars en að þær haldi áfram störfum. Nokkr- ar stúlkur frá Færeyj- um hafa starfað hjá Kambi, en þær munu vera farnar til síns heima, eftir aó mjög var þrýst á þær frá ættingjum í Færeyjum, að snúa heim. Ljóst er því aó vinnuaflsskortur veróur hjá Kambi hf., á næstunni. 2 MiÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.