Bæjarins besta - 13.03.1996, Page 8
Einar Hreinsson hefur unnið um árabil
hjá því gamalgróna fyrirtæki, Netagerð
Vestfjarða. Hann er þó ekki netagerð-
armaður, eins og ætla mætti, heldur er hann
sjávarútvegsfræðingur að mennt, en Einar
lærði þau fræði í Tromsö í Noregi. Hann
segist þó geta gripið í netanál ef mikið
liggur við. Reyndar er hann á heimavelli í
netagerðinni, því hans sérsvið innan sjávar-
útvegsfræðinnar er veiðitæknin. BB sótti
Einar heim á vinnustað hans til að for-
vitnast um menntun hans, reynslu af neð-
ansjávarmyndatökum við Island og þróun-
arvinnu fyrir fjarlægar þjóðir. Einar segist
hafa valið sér veiðitækni að sérsviði því þar
hafi verið pláss fyrir menn, og svo sé enn-
þá. „Sjávarútvegsfræði er þverfaglegt nám,
þar sem blandast saman hagfræði, félags-
fræði, tæknifræði og líffræði. Þegar ég fór í
þetta nám fyrir rúmum tuttugu árum síðan,
var þetta mjög nýtt og maður vissi ekki
hvað kæmi út úr þessu. Framan af var
svolítið erfitt að hnýta þetta saman, en
námið reyndist hinn besti pakki þegar upp
var staðið. Það var samt erfitt að setja
sjávarútvegsfræði á ákveðinn bás, og annað
fólk átti erfitt með að átta sig á hvað við
vorum fyrir nokkuð. Þessi menntun á að
nýtast vítt og breitt í sjávarútveginum,
markmiðið var að mennta fólk til stjórn-
unarstarfa í sjávarútveginum, frá stjóm-
sýslunni og niður úr. A síðari hluta náms-
ins sérhæfa menn sig, og þá kvíslast þetta í
allar áttir. Fólk á kannski enn erfiðara með
að átta sig á náminu vegna þessa, einn
sjávarútvegsfræðingur er í veiðarfærum á
meðan annar er í gerlarannsóknum, þriðji í
fiskeldi og sá fjórði er kannski í banka,”
segir Einar og segir aðspurður um viðhorf
fólks gagnvart þessum titli að fólk hafi
verið eitt spurningamerki.
Vorum í skjúli af
fiskifræðingunum
„Þetta var nú kannski djöful-
legur titill að bera að vera
sjávarútvegsfræðingur, en við
áttuni því láni að fagna að fyrir
voru fiskifræðingar, sem „per
definition” voru taldir asnar,
svo er enn og við höfum alltaf
verið í skjóli af þeim. Þeir hafa
tekið stuðið af okkur og verið í
hitamálunum. En mest var við-
horfið nú þannig að fólk vissi
ekki hvað þetta var, og við
vorum ofmetnir og vanmetnir
á víxl. Við höfum samt allir
fengið vinnu og bransinn tekur
enn við,” segir Einar og telur
sú krafa að nemendur í þessum
fræðum hafi verið í fiskvinnslu
eða til sjós í átján mánuði hafi
hjálpað mikið. „Það sem er
verst í þessu, að minnsta kosti
hvað mig varðar, er að þegar
maður fer að sinna því að ná
fiski úr sjónum, stendur maður
á bláa þreifandi gati. Það eru
ekki til nein svör við mörgum
brennandi spurningum, þó
maður sækti alla skóla heims-
ins. Við höfum ekki sinnt því
nóg að komast að því hvað er í
sjónum og hvernig á að ná því
uppúr honum. Þar erum við á
villimannastigi,” segir Einar
sem spáir því að gríðarlegar
breytingar verði á fiskveiðum
í framtíðinni. Það sé ekki víst
að hann lifi þá tíma, tækni-
legur grundvöllur sé til staðar
en krafan um breytingar hafi
ekki enn verið sett frant.
Veitti ekki af háskólaprófi
til fiskveiða
Einar hefur ákveðnar skoð-
anir á þeirri menntun sem fólki
í sjávarútvegi stendur til boða
og segir hana að mörgu leyti
góða. „Það sem mér finnst þó
vanta í hana, er að veiði-
nrennirnir fá ekki nóga mennt-
un, og það er slæmt. Ef ég segi
þetta á venjulegri íslensku, þá
erum við með menn sem fá
þjálfum í að fara hér fram á
fiskimiðin. Þeir þurfa að fara í
skóla til að fá réttindi til að
stunda sjó, en þeir fá ekki staf
um fiskinn eða veiðarfærin, í
þessum skóla. Mönnununr er
kennt að rata, á stöðugleika
skipsins, kennd önnur tungu-
mál og almenn fræði, og gott
og vel með það. En þetta að
veiða, að glíma við fiskinn og
um meðferðina á hráefninu
verða þeir að læra hver af
öðrum úti á sjó. Þeir læra líka
unt veiðarfærin sem notuð eru,
á sama hátt, og það er svo sem
gott og blessað og nauðsyn-
legt. En það er heilmikið nesti
sem þeir ættu að hafa og þurfa
að hafa í viðbót, sem hægt er
að láta þeim í té. Það er í raun
rnesta furða hvað menn vinna
þetta verk vel af hendi, þrátt
fyrir þennan skort. Hættan er
hins vegar sú að þegar farið er
að auka bóklegu menntunina,
komi það niður á þeirri þjálfun
sem þeir fá til sjós. Eg hef
heyrt landsfræga veiðimenn
halda því fram að það veiti
orðið ekkert af því að hafa há-
skólapróf til að vera skipstjóri
um borð í frystitogara. Það
hefur aldrei mátt nefna það
upphátt að í skóla sé hægt að
læra að veiða fisk. Trúin er sú
að þú verður ekki fiskimaður
upp á bókina,” segir Einar.
Vandamálin ekki
í danskri dnllu
Netagerð Vestfjarða er eini
veiðarfæraframleiðandi lands-
ins sem á tækjabúnað til að
mynda dregin veiðarfæri neð-
ansjávar. Búnaðurinn var
keyptur 1983, og fyrirtækið
lenti í verulegu stappi við yfir-
völd, þar sem niðurfelling á
aðflutningsgjöldum og sölu-
skatti á tækjabúnað til sjávar-
útvegs, átti ekki að ná til neðan-
sjávarnryndavéla en Neta-
gerðin hafði samt sigur að
lokunt. Einar segir mörg önnur
fyrirtæki notast við tilrauna-
tanka, sem geti aldrei komið í
stað athugana á veiðarfærum
við raunverulegar aðstæður. En
hvers vegna var lagt út í kaup á
svo dýrum tækjabúnaði?
„Það var mjög einfalt, við
þurftum að vita meira. Við
könnuðum hvort þetta væri
hægt og hvort tækjabúnaðurinn
væri til, og svo reyndist vera.
Skotar höfðu náð mestum
tökum á þessari tækni, og þar
kynntum við okkur tæknina og
keyptum búnaðinn. Við höfum
þá heimspeki að það eigi að
ráðast á vandamálin þar sem
þau eru, þau eru neðansjávar
en ekki í danskri dollu, eins og
við segjum, ekki í gerfi-
umhverfi,” segir Einar. Starfs-
menn Netagerðarinnar endur-
bættu síðan myndatökubún-
aðinn, og gerðu hann m.a.
hreyfanlegri svo hægara væri
að flytja hann á milli skipa.
Einar segir að tilkoma neðan-
sjávarmyndavélanna hafi skil-
að verulegum árangri í veiðar-
færaþróun hjá fyrirtækinu.
„Það er búið að skoða allar
gerðir af botnvörpum sem við
höfum notað við Island. Mestar
breytingar hafa orðið í fiski-
trollum sem notuð eru við bol-
fiskveiðar, og gagnið sem
neðansjávarmyndatakan gerir
er það að við sjáum loksins
hvað við erum að gera. Við
sjáum veiðarfærin í fullri stærð
við eðlilegar aðstæður og
getum treyst á það. Síðan hefur
þessi tækni skilað okkum
miklum upplýsingum um at-
ferli fiska gagnvart veiðar-
færunum og við getum séð hvað
raunverulega á sér stað á veiði-
ferlinu. Það eru komin ýmis
púsl í púsluspilið og þetta hefur
aukið allt öryggi í hönnun
veiðarfæra. Það var ekki margt
sem kom okkur á óvart, en
þetta eyddi fjölmörgum óvissu-
þáttum, hlutum sem við vissum
ekki en höfðum ákveðnar hug-
myndir um, ýmsum „trúar-
atriðum" og allt í bransanum
hefur orðið markvissara fyrir
vikið.”
Einar segir að samt ríki
ennþá mikil óvissa í veiðar-
færagerð, enda viti menn ennþá
allt of lítið um hvað gerist
neðansjávar. Veiðarfæraþróun
skilar sér helst í veiðarfæra-
sparnaði og betri endingu
veiðarfæranna, en ekki endi-
lega í meiri afla eða hærra
verði. Nokkrum sinnum hefur
verið óskað eftir aðstoð neðan-
sjávarmyndavéla Netagerð-
arinnar við leit að skipsflökum
og björgun þeirra, og jafnvel
hefur verið falast eftir tækj-
unurn til að mynda borholur á
landi, þó það verkefni hafi verið
afþakkað enda var aldrei mein-
ingin með tækjakaupunum að
fara í kvikmyndagerð í stórum
stíl.
í bransa par sem hver
stelur frá öðrum
Þegar Einar er spurður um
stöðu Netagerðarinnar á meðal
veiðarfæraframleiðanda segir
hann að það sé erfitt að meta
hana. ,,Við þykjumst vera
þokkalega settir og höfum lagt
8
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996