Bæjarins besta - 30.04.1996, Page 9
með Dómkórnum,” segir Guðrún og upp úr kafinu kemur að hún
er haldin ódrepandi áhuga á kórstarfi, og hún reynir eftir megni
að starfa með kirkjukórnum við Isafjarðarkirkju, þótt fáar stundir
gefist til þess vegna vinnunnar.
„Ég hef verið kóráhugamanneskja frá því í barnaskóla, ég var
í Melaskólakómum, í M.R.kórnum, Háskólakórnum og fór í
Dómkórinn fyrir sjö árum. Við fórum til Prag og þar voru
hljóðfæri fáránlega ódýr, hægt að kaupa eðalhljóðfæri fyrir
fjögur eða fimm þúsundkall. Þetta var eins og að lenda í öðrum
heimi, og ég held að Dómkórinn hafi keypt upp heila hljóðfæra-
búð.”
I eitt ár Iærði Guðrún söng hjá Guðmundu Elíasdóttur. „Það
var alveg frábær tími og Guðmunda er alveg yndisleg kona. Það
var ekki síðra að kynnast henni en að læra að syngja. Ég var búin
að syngja í kórum í fjölda mörg ár og var farin að læra á nótur,
ætli ég hafi ekki bara viljað bæta mig,” segir Guðrún. En af
hverju hefur hún svo mikinn áhuga á kórsöng? „Það er sam-
hljómurinn sem heillar, að vera hluti af heild sem öll stefnir að
sama marki. Að mínu mati er kirkjumúsík fyrir kóra einhver
fallegasta tónlist sem hefur verið skrifuð, og að syngja stærri
verk eftir Mendelsohn, Mozart, Brahms og fleiri er alveg ofboðs-
lega gaman. Kórfélagi minn, sem ekki er mjög trúaður, sagði eitt
sinn við mig „Ef Guð er til, er það þegar við syngjum Brahms
eða Bach”.”
Hljomsveit Jarþrúðar og þægindapoppið
Guðrún segist vera alæta á tónlist, en undanskilur þó þunga-
rokkið. Kórarnir eru ekki eini vettvangurinn þar sem Guðrún
hefur fengið útrás fyrir tónlistaráhugann, því hún stofnaði ásamt
vinkonum sínum hljómsveit, sem gerði garðinn frægan á Nordisk
Forurn í Finnlandi. Hljómsveitin var upphaflega sett á fót í þeim
eina tilgangi að skemmta hljómsveitarmeðlimunum sjálfum og
flytur það sem Guðrún kallar þægindapopp. „Við erum nokkrar
vinkonur sem höfum mikið spilað saman í gegnum tíðina, Lilja
Steingrímsdóttir, Olafía Hrönn Jónsdóttir og ég. Sú hugmynd
spratt upp að gera eitthvað í málunum og af því að við vorum
heima hjá mér þegar það gerðist, heitir hljómsveitin Hljómsveit
Jarþrúðar, eða hét, því hún hefur legið í dvala. Lilja og Olafía
byrjuðu og til að byrja með vildi ég ekki vera með, fannst þetta
vera hálfgerðir húsmæðradraumórar, en svo vatt þetta upp á
sig.”
Hljómsveitina skipuðu þær Guðrún og Olafía Hrönn Jóns-
dóttir, sem báðar spiluðu á gítar og sungu, Lilja Steingrímsdóttir
sem lék á hljómborð, Lana Kolbrún Eddudóttir sem lék á bassa
og Þórdís Claessen trymbill, sem heyrði til vinkvennanna á
æfingu í Hlaðvarpanum og fékk að slást í hópinn. Guðrún
fullyrðir að hljómsveitin hafi ekki haft nokkurn metnað. „Okkur
langaði svo sem ekkert til að spila fyrir aðra en okkur, og við
höfum aldrei spilað öðru vísi en að vera beðnar um það. Fyrsta
almennilega „giggið” okkar var á tíu ára afmæli Kvennaat-
hvarfsins, og við byrjuðum ekki smátt, í beinni útsendingu í
Ríkisútvarpinu og sungum þar nokkur lög. Rafn Jónsson trommu-
leikari hafði séð okkur og heyrt, hann bað okkur um að vera með
á plötu sem var liður í átaki gegn vímuefnum. Við fórum í stúdíó
til hans og tókum upp eitt lag á plötuna. Margar hljómsveitir áttu
lag á plötunni, Uestar lítið þekktar. Næsta „gigg” hjá okkur var
á lokatónleikunum hjá Rafni í Borgarleikhúsinu, svo þetta voru
stór skref hjá okkur,” segir Guðrún og hlær dátt. Hljómsveit
Jarþrúðar var síðan boðið á Nordisk Forum í Finnlandi, og þá fór
hljómsveitin að spila á öldurhúsum bæjarins til að venja með-
Iimina við að troða upp fyrir áheyrendur, og ágóðinn af spila-
mennskunni var nýttur til að kaupa tæki fyrir sveitina. Guðrún
segir að hljómsveitin hafi í sjálfu sér ekki mikinn boðskap að
flytja, textarnir fjalli nteðal annars um ástina og óréttlæti
Guðrún Jarþrúður tekur hér á móti einum af þeim
heiminn.
heimsins, „Textarnir eru ekki pólitískir, við erum bara vinkonur
að skemmta, fyrst og fremst okkur sjálfum og þama fáum við
útrás fyrir sköpunargáfuna. Lögin semjum við sjálfar, suma
textana líka og aðrir eru fengnir að láni,” segir Guðrún, en hvað
með útgáfu? „Við eigum örugglega hátt í þrjátíu lög sem eru
hvergi til nema á upptökum sem ég hef gert með tveimur
míkrófónum í æfingarhúsnæði. Eftir margra ára samæfingar og
vinnu finnst mér fáránlegt að láta efnið fara til spillis, og við
höfum lengi talað um að taka upp í stúdíói, þó ekki væri nema
fyrir okkur sjálfar. Ætli við gerum það ekki einhvem tímann, en
það kostar allt svo mikla peninga, sjáðu til.”
Þegar Guðrún er spurð um hvaða viðtökur H Ijómsveit J arþrúðar
hefur fengið, svarar hún því til að þær hafi verið ágætar og það
sé bara gaman að vera poppari. „Toppurinn var að fara á Nordisk
Forum. Við vorum með tónleika á íþróttaleikvangi og mig
rninnir að fólk hafi skemmt sér bærilega. Við vorum hluti af
dagskrá þar sem kvennahljómsveitir frá Færeyjum, Danmörku,
Finnlandi, íslandi og Svíþjóð léku. Dagskráin var góð, verstir
voru Danirnir því þær léku kántrýtónlist.”
Múmínálfarnir eru yndislegar persónur
1 stofunni hjá Guðrúnu eru litlir múmínálfar í heiðurssæti með
stóra höfuðið sitt og flauelsmjúka feldinn, búnir til af Hildi
Heimisdóttur, sambýliskonu Guðrúnar. Guðrún segist vera ein-
lægur aðdáandi barnabóka, og þá að sjálfsögðu múmínálfanna.
A síðastliðnum vetri las hún nokkrar smásögur um lífið í
Múmíndalnum í Ríkisútvarpið, en sögumar hafði hún sjálf þýtt.
„Ég hef alla tíð verið aðdáandi J’ove Jansson og þegar ég rakst
á bók eftir hana með smásögum, ákvað ég að gefa systkina-
börnum mínum hverju sína söguna í jólagjöf. Þá þýddi ég fjórar
sögur, eina handa hverju þeirra og eina jólasögu. Múmínálfarnir
eiga marga aðdáendur, og líka í Ríkisútvarpinu. Ég lét því vita af
sögunum og las þær svo fyrir barnatíma útvarpsins. Mér fannst
svo gaman að þýða sögurnar að núorðið þýði ég gjarnan þegar ég
fjöimörgu ísiendingum sem hún hefur aðstoðað í
kent heim af vöktunum í stað þess að setjast fyrir framan
sjónvarpið. Múmínálfarnir eru yndislegar persónur og svo er
mikil heimspeki í sögunum, Tove er með boðskap í hverri
einustu sögu, gerir létt grín að efnishyggjunni og öllu mögu-
legu.” Guðrún segist vera ákveðin í að halda áfram þýðingunum,
það sé eins og að ráða krossgátu, nema mun skemmtilegra.
„Þegar ég kom hingað til Isafjarðar, kunni ég ekki að vinna
bakvaktavinnu og framan af var mér ekki vel við að byrja á
einhverju verki sem ég þurfti að klára, ef ég yrði nú kölluð út.
Þar af leiðandi hélt ég áfram að þýða, því þá hafði ég eitthvað við
að vera, en gat alltaf slökkt á tölvunni ef á þurfti að halda.”
Sögurnar um íbúa Múmíndalsins eru ekki frumraun Guðrúnar
í þýðingum, á menntaskólaárum sínum þýddi hún bæði úr
frönsku og ensku, því alltaf skorti áhugaverð leikrit á íslensku.
En lætur hún þýðingamar sínar liggja ofan í skúffu, þar sem fáir
geta notið þeirra? „Það er eins með þýðingarnar og hljóm-
sveitina, ég geri þetta fyrst og fremst fyrir mig. Ég þarf ekkert
endilega að flagga því fyrir hvem sem er, en þegar ég er búin að
þýða heila bók, finnst mér auðvitað blóðugt ef aðrir fá ekki að
njóta þess. Það var ekki fyrr en eftir áramót, sem mér datt
yfirleitt í hug að gefa sögumar út, og nú er ég búin að senda
bókina til útgefanda.” Guðrún segist ekki skrifa sjálf, það sé
nægur barningur að koma saman textum fyrir Hljómsveit
Jarþrúðar.
Guðrún er á förum frá Isafirði eins og áður sagði, en hvernig
fannst henni að búa á Isafirði? „Mér hefur fundist alveg rosalega
gott að vera héma, og ákaflega gaman. Hér er yndislegt fólk og
ég er í starfi sem er bæði yndislegt og skemmtilegt. Starfið er
erfitt og krefjandi en gefur þess meira,” segir Guðrún en þegar
hún er innt eftir því hvort hún geti hugsað sér að flytja á ný til
Isafjarðar, segir hún að sér liggi ekki á að skipuleggja slíkt.
„Eftir að hafa verið hér, sérstaklega á þessum erfiðu tímum
slysanna í Súðavík og á Flat, þá skilur maður miklu betur hvað
er að vera Vestfirðingur, og að einhverju leyti er ég að verða
Vestfirðingur lfka.”
Svavar Bragi Jónsson, framhaldsskólakennari skrifar
Er ég undirritaður las við-
tal við Kolbrúnu Halldórs-
dóttur, frambjóðanda á lista
Sjálfstæðisflokksins, brá mér
illilega í brún. Ég trúði varla
mínum eigin augum. Enn ein
árásin á FVÍ af hálfu fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokks-
ins.
Tvennt einkennir mál-
flutning Kolbrúnar. Annars
vegar þekkingarleysi á því
starfi sem fer fram innan
skólans og hins vegar for-
dómar gagnvart skólanum.
Frambjóðandinn talar um
að stjómendur skólans hafi
sofið á verðinum og ekki
staðið sig sem skyldi. Þetta er
einfaldlega ekki rétt. Ég veit
fyrir víst, að þeir hafa lagt sig
mjög fram um að kynna skól-
ann; gefið út sérblöð um
skólann, sent út bréf og farið
sjálfir um alla Vestfirði. Margt
fleira væri hægt að tína til. En
af einhverjum ástæðum, sem
ég geri mér ekki grein fyrir,
virðist viðhorf fólks á Vest-
fjörðum frekar neikvætt í garð
skólans. Þessar eilífu árásir
hljóta að skila sér til nemenda
á endanum. Væri ekki nær lagi
að taka höndum saman um að
styrkja skólastarfið í stað þess
að rífa það niður?
í áliti nefndar á vegum
menntamálaráðuneytisins
vegna kæru tveggja einstakl-
inga í fyrra kemur einmitt fram
sú skoðun „að um Framhalds-
skóla Vestfjarða hefur skapast
andrúmsloft sem nauðsynlegt
er að breyta. Þess vegna er
brýnt að unnið sé að breyttri
afstöðu samfélagsins til skól-
ans.” Það er ekki gert með því
að ráðast að skólanum með
ofangreindunt hætti.
Kennarar skólans eru vel
menntaðir og bera sannarlega
hag nemenda fyrir brjósti. Þeir
leggja sig alla fram um aðkoma
nemendum til þroska ásamt því
að kenna þeim. Ég hef ekki
orðið var við annað en að sam-
skipti nemenda og kennara séu
góð, þó að auðvitað séu ekki
alltaf allir sammála.
Fátt vinnst með málflutningi
frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins, annað en að fæla
nemendur og kennara í burt,
því hver getur unnið við þessar
kringumstæður til lengdar? Ég
hvet því frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins til þess að
kynna sér af einlægni og án
fordóma það starf sem unnið
er í Framhaldsskólanum.
Ég fullyrði að FVI er góður
skóli; ég hef kennt á Akranesi
og stenst FVÍ fyllilega þann
samanburð. Ég vona að fram-
bjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins sjái að sér og hætti
árásum á FVI og kynni sér
málefni hans betur.
-Svavar Bragi Jónsson,
framhaldsskólakennari.
tr frambjóðendum
annt um Framhalds
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996
9