Bæjarins besta - 30.04.1996, Qupperneq 16
Litríkir púðar og
dúkar í mörgum
stærðum!
Slml: 4S6 S18»
Opið i hádeginu
og frá kl. 11 til
kl. 16 laugardaga
Slml: 456 5168
Steiniðjan hf., á ísafirði.
Nýr rekstraraðiH tekur við Steiniðjunni á ísafirói
Viðræður sflanda yfir um kaup á
hlut Kaupfélagsins í fyrirtækinu
Viðræður standa yfir á milli
Kaupfélags Isfirðinga annars
vegar og Sævars Ola Hjörv-
arssonar og Sigurðar Oskars-
sonar hins vegar, um kaup á
Steiniðjunni, sem hefur verið í
eigu KI um langt skeið. Sævar
og Sigurður tóku við rekstri
stöðvarinnar fyrr í þessum
mánuði og munu reka hana í
sumar.
Pétur Sigurðsson, formaður
stjómar Kaupfélagsins sagði í
samtali við blaðið að félagið
hefði lengi reynt að reka
stöðina, en ekki gengið. „Það
hefur ekki gengið hjá okkur,
og ég held að þetta sé mjög
erfiður rekstur, sérstaklega
þegar opinber fyrirtæki hér á
Isafirði sniðganga stöðina.
Síðan er steypustöð á Þingeyri
og önnur úti í Bolungarvík,
þannig að samkeppnin er
töluverð á markaði sem ber
varla eina stöð. Það er hugs-
anlegt að menn sem vilja leggja
á sig mikla og ómælda vinnu í
eigin þágu, geti látið enda ná
saman, en fyrirtæki eins og
Kaupfélagið getur það ekki,”
sagði Pétur.
Viðræður Súöavíkurhrepps og eigenda Frosta
Fyrirtækiö verði gert að
almenningstilutafélagi
Súðavíkurhreppur og eig-
endur útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækisins Frosta hf., og
dótturfyrirtækja þess, Alft-
firðings hf., og Þorgríms hf.,
eiga í viðræðum um að sameina
fyrirtækin í eitt almennings-
hlutafélag. Breytingin mun
hafa í för með sér að eignar-
hlutureigendanna mun minnka
um sem nemur þeim hluta
kaupverðs fyrirtækisins sem
ekki hefur verið staðið skil á til
Súðavíkurhrepps. Sveitarfél-
agið á 42 % í Frosta hf., Tog
hf., um 50% og aðrir smáir
hluthafar um 8%, og munu
einhverjir þeirra einnig eiga
eftir að greiða hluta af kaup-
verðinu.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir,
oddviti Súðavíkurhrepps, sagði
að viðræður hefðu staðið yfir
frá því fyrir síðasta aðalfund
Frosta hf., en kaupverðið átti
að vera að fullu greitt á síðasta
ári. „Hugntyndin er sú að þeir
minnki hlutafjáreign sína og
unnið verði að því að samræma
samþykktirnar fyrir öll félögin.
til þess að gera þau að almenn-
ingshlutafélagi. En það er ekki
búið að samþykkja þetta, þó
eigendur Togs og Súðavíkur-
hreppur séu sammála um þessa
leið,” sagði Sigríður. Unnið er
að því að reikna út virði hluta-
bréfa í fyrirtækjunum þremur
til að koma þeim öllum á sama
grunn fyrir aðalfund Frosta hf.,
sem verður haldinn í maí.
Væntanlegir kaupendur hluta-
bréfa í nýju almenningshluta-
félagi hafa ekki gefið sig fram
að sögn Sigríðar Hrannar, en
að gera má ráð fyrir að margir
telji það vænlegan kost að
fjárfesta í hlutafélaginu.
Skilafrestur efnis
Að gefnu tilefni skal það áréttað að skilafrestur efnis í
næsta tölublað Bæjarins besta, sem er það síðasta fyrir
kosningar í sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum
Vestfjörðum, er næstkomandi föstudag, 3. maí. Æskileg
stærð greinar er A4 síða. Mynd af greinarhöfundi verður að
fylgja greinum.
Héraðsnefnd ísa-
fjarðarsýsiu
Lögð niður í núver-
andi mynd í mai
Vegna sameiningar sveit-
arfélaga í Vestur-Isafjarðar-
sýslu og Isafjarðarkaupstaðar
hefur verið ákveðið að leggja
niður Héraðsnefnd Isafjarð-
arsýslu í núverandi mynd.
I tilkynningu frá nefndinni
segir að í þeim miklu og öru
breytingum sem átt hafa sér
stað með stækkun sveitar-
félaga á norðanverðum Vest-
fjörðum að undanförnu, hafi
þörfin fyrir þennan sam-
starfsvettvang minnkað. Það
er því álit Héraðsráðs að ekki
sé lengur sá grundvöllur fyrir
starfi Héraðsnefndar, sem var
þegar til hennar var stofnað
og beri því að leggja nefndina
niður. Tillögur Héraðsráðs
þar um voru sendar til sveit-
arfélaganna 22. janúar sl„ og
hafa flest sveitarfélögin sam-
þykkt þá tillögu Héraðsráðs,
eða ekki gert athugasemdir
við hana.
I upphafí áttu ellefu sveit-
arfélög aðild að héraðs-
nefndinni, þeim fækkaði
síðan niður í átta en verða
aðeins þrjú eftir santeiningu
sveitarfélaga. Kaupstöðum
ber ekki skylda skv. lögum
að vera í héraðsnefnd og er
þá Súðavíkurhreppur einn
eftir að sameiningu lokinni.
Það var árið 1988 sem
héraðsnefndir tóku við af
tveimur sýslunefndum í Isa-
fjarðarsýslum, en ári síðar
sameinuðust þessar tvær
héraðsnefndir í eina. Héraðs-
nefnd Isafjarðarsýslu hefur
verið samstarfsvettvangur
sveitarfélaganna (hrepp-
anna) í Norður og Vestur-
ísafjarðarsýslum frá árinu
1989. Það var síðan í árs-
byrjun 1991 sem kaupstað-
irnir Bolungarvík og Isa-
fjörður gerðust aðilar að
nefndinni og hefur hún verið
óbreytt síðan.
A fundi héraðsnefndar
sem haldinn var 18. apríl sl„
var staðfest ákveðin vinnu-
tilhögun við verklok nefnd-
arinnar, en samkvæmt henni
á öllum sjóðum nefndarinn-
ar að hafa verið lokað og
reikningsskil hafa verið lögð
fram þann 12. maí nk.
Ágæt þátttaka var í skátamessu og skrúð-
göngu sem Skátaféiagið Einherjar - Vaikyrjan á
ísafirði stóð fyrirá sumardaginn fyrsta. Nokkuð
kalt var í veðri og skýjað er gangan fórfram og
þurftu göngumenn því að kiæða sig vei við að
fagna sumrinu. Meðfyigjandi mynd var tekin er
gengið var frá kirkju og upp Hafnarstræti.