Víðförli - 15.01.1983, Síða 7
Þórarinn með kistuna góðu.
af minnisstæðustu hamingjudögum lífs
míns, þótt sumum finnist það furðulegt,
þegar ég gat hjálparlaust staulast fram
á klósettið eftir langa legu á Landspítal-
anum.
Það skilja heldur ekki allir þegar ég
segi að bruninn mikli á Eiðum hafi orðið
okkur til góðs. Við erum sammála um
það hjónin. Við misstum þar allt okkar,
m.a. stórt og vandað bókasafn þar í talið
bókasafn föður míns, flestar ófáanlegar
bækur, mörg málverk og margvíslegt
silfurdót, allt þetta sem hafði verið stór
hluti í sálinni. En þá helltist yfir okkur
ástúð og vinsemd ótölulegs fjölda fólks
sem maður vissi ekki að maður ætti að.
Og við urðum miklu frjálslegri en áður,
losnuðum undan þessari eignartilfinn-
ingu sem við fundum nú fyrst hversu
þvingandi hafði verið. Nú kaupir maður
t.d. bók til að lesa en ekki til að eiga.
Heyndar skildi ég það best er ég eign-
aðist fyrsta barnið hvað það er að vera
raunverulegur öreigi, þrátt fyrir all mikl-
ar eignir. Þarna horfði maður á skæl-
andi, hjálparvana vesaling, sem maður
vissi að hafði með sér ómælda fyrirhöfn,
útbíun og andvökunætur. Um leið vissi
maður hversu fáránleg hún væri spurn-
ingin ef um það væri spurt hvort maður
kysi heldur að halda öllum eignum sín-
um eða barnið missti einn köggul af
minnsta fingrinum. Með fyrsta barninu
kemur allt annað verðmætamat. Nú
skynjaði ég að ég átti ekkert meðan ég
átti bara eigur. Barnið var hinn raun-
verulegi auður. Ég hef spurt marga
unga feður um þetta nýja verðmætamat
og voru þeir allir, undantekningalaust,
mér sammála.
Það er geysisterk upplifun ábyrgðar-
tilfinningar og lífstilgangs þegar maður
öðlast þá gæfu að verða foreldri. Barn-
laus maður er þannig hinn raunverulegi
öreigi og því illt til þess að vita hversu
örðugt það er fyrir fólk að taka fóstur-
börn. Aftur slær mann ósamræmið að
granda fóstrum þegar svo margir vildu
gefa þeim gott heimili og mikinn kær-
leika.
Samanburður við „gömlu góðu
dagana"
Þú varst hér syðra veturna 1921-1928
og fluttist svo aftur til Reykjavíkur
1965. Hvaða breytingar voru mest
áberandi í mannlífinu?
— Það var miklu meiri efnishyggja hér
á árum áður. Kirkjulíf er miklu meira Uf-
andi nú en þá. Maður sér þetta best á
hinni almennu þátttöku í altarisgöngum
nú. Það var eins og menn fyriryrðu sig
fyrir að það sæist að þeir hugsuðu um
andleg mál. Efnishyggjan t.d. meðal
svokallaðra menntamanna hefur
minnkað afskaplega og minnkar við
hvert nýtt tækniundur. Þá skynja menn
enn betur smæð sína og auðmýktin vex
að sama skapi.
Ég hef sannarlega breyst líka. í guð-
fræðideildinni var ég það sem kaliað var
frjálslyndur, jaðraði við að vera únitari,
eins og við fleiri á þessum árum, því oUi
aldamótaguðfræðin svonefnda. Viðhorf
mitt varð allt annað með aldri og þroska
og ekki kannski síst af kynnum mínum
af Sigurbirni biskupi. Ég held að ég hafi
grætt meira á vináttu hans en nokkurs
annars. Ég sat í Kirkjuráði þegar hann
varð biskup og við unnum þar saman í
átján ár. Satt að segja kveið ég þessu
samstarfi, ég hélt að við værum á svo
ólíkum línum, en sá ótti var sannarlega
ástæðulaus.
Hvaða mál barst þú helst fyrir brjósti
í Kirkjuráði?
- Ég sat þar í 18 ár, eins og ég sagði
áðan, og það gerðist mjög mikið í kirkj-
unni þessi ár, eins og raunar síðar.
Hjálparstofnun kirkjunnar og æskulýðs-
málin voru mín óskamál og svo auðvitað
Skálholt og uppbyggingin þar. Skálholt
og skógræktin standa mér nærri hjarta.
Ég lét smíða mér líkkistu árið 1976 til
þess að sanna að nytjaviður gæti vaxið á
íslandi. Kistan er smíðuð úr lerkitré sem
óx upp á Hallormsstað, minni heima-
byggð. Það var gróðursett 1922 og
höggið 46 árum síðar, eða 1968.
Ég vorkenni ekki þeim presti sem tal-
ar yfir kistu minni þegar þar að kemur.
ÆtU ég hafi ekki lagt honum upp í hend-
ur gott efni til að leggja útaf með svo fal-
lega kistu fyrir framan sig.
VÍÐFÖKLI— 7