Víðförli - 15.01.1983, Side 13

Víðförli - 15.01.1983, Side 13
kirknanna. Þeir eru með myndefni og ýmsum spurningum til íhugunar,. Eg ætla að nota þá eftir áramótin og kannski líka efnið sem æskulýðsfull- trúarnir gefa út og heitir „Uppeldi til friðar". Nú seilumst við báðar í meira kaffi og fáum okkur sneiðar af eplaköku. Það er mikið verk að kynna sér safnaðarstarf. - Hvað er annað að segja af safnað- arstarfinu? - Við höfum bænastundir einu sinni í viku, á miðvikudögum klukkan sex. Þær eiga að gefa fólki tækifæri til að koma við í kirkjunni á leið heim úr vinnunni án þess að þurfa að fara heim fyrst. Við höf- um haft þessar bænastundir síðan í haust. Þær eru með breytilegu sniði, organistinn spilar fyrir okkur, ég les kannski smásögu eða hef hugleiðingu og svo biðjum við saman. Bænastund- irnar eru ekki vel sóttar. Kannski hefur fólk ekki áttað sig á því ennþá að það má koma í vinnufötunum í kirkju. En ég ætla að halda áfram, kannski finn ég annan tíma, ég sé til. - Og svo er það fermingarstarfið. — Já, fermingarbömin eru átta í vetur. Þau koma í kirkjuna á miðvikudögum klukkan þrjú. Það er stundum svo kalt í kirkjunni að við verðum að byrja tímann með leikfimisæfingum. Við höfum svo mikið að gera í hverjum tíma að við eig- um fullt í fangi með að komast yfir það. Við höfum vinnubók og lesum Markúsarguðspjall, lærum sumt utan bókar og oft eiga börnin að skrifa eitt- hvað heima, kvæði eða hugleiðingar. - Koma fermingarbörnin í guðs- þjónusturnar? — Já, þau koma alltaf og taka þátt í guðsþjónustunum með því að syngja með söfnuðinum og lesa ritningar- kaflana sem eru lesnir í messunni. - Hvað gerið þið í sunnudagaskól- anum? - Við höfum sunnudagaskóla annan hvern sunnudag, við skiptum honum í eldri og yngri deild, litum og syngjum, leikum leikrit, lærum minnisvers og les- um sunnudagapóstinn. Konur úr söfn- uðinum skiptast á um að koma og sjá um yngri deildina. Börnin eru dugleg að syngja og við syngjum mikið að hreyfi- söngvum. - Víkjum nú talinu að söfnuðinum þínum í Selárdal? - Það er messað þar eftir því sem færð leyfir. Messurnar þar eru mjög vel sóttar, það er mikill myndarbragur yfir því, oftast koma næstum allir í söfnuðin- um. Þær takast líka með miklum ágæt- um. Söfnuðurinn tekur mikinn þátt í söngnum og öllu, sem fram fer. Kirkjan í Selárdal er með elstu kirkjum, sem messað er í á landinu. Það er gaman að syngja þar því hljóðið berst vel í kirkj- unni. í fyrstu messunni.sem ég hélt þar, voru þrjú börn skírð, og hver messa er hátíð. Ekki þykir mér presturinn síður stolt- ur af söfnuðinum í Selárdal. Ég gæti sjálfsagt haldið áfram að skrifa langt viðtal enn en blöðin áttu ekki að vera fleiri í Víðförla. En við höldum áfram að seilast í kaffikönnu og líka í eplaköku og tala um kirkjustarf langa lengi og sjálf- sagt er það sama á ferðinni á mörgum öðrum prestsetrum - því kirkjan er óþrjótandi umræðuefni. Yrsa. Athyglisverð fermingarstörf á ísafirði Algengast er að fermingarbörn gangi „til spurninga" til prestsins síns viku- lega einn vetrartíma og sæki guðsþjón- ustur nokkuð reglulega þann vetur. Upp á síðkastið hafa ýmsir prestar reynt önnur vinnubrögð, t.d. er algengt nú að fermingarhópurinn fari til helgarsam- veru annað hvort í upphafi fermingar- tímans eða lok hans, nema hvoru tveggja sé. Hefur æskulýðsstarf kirkj- unnar unnið út stoðefni til nota á slíkum samverum. Sr. Jakob Hjálmarsson, á ísafirði, gerir tilraun með ný vinnubrögð í vetur við fermingarstörfin og byggir þar að nokkru á tillögum kirkjufræðslunefndar. Sr. Jakob skiptir fermingarstörfunum upp í fjóra meginþætti: fræðslu, samfé- lag, helgihald og þjónustu. Fræðslan fer fram í þremur nám- skeiðum yfir veturinn, eitt þriggja vikna sem var í september, annað tveggja vikna sem verður í janúar og loks viku- námskeið í apríl. Á þessum námskeið- um er komið saman annan hvern dag. Samfélagsþátturinn felst í fimm samverum og er að nokkru í tengslum við æskulýðsfélag kirkjunnar. Ein þeirra er helgarsamvera utanbæjar, en fjórar eru á síðdegi og kveldi laugardags. Þá er sitthvað gert sameiginlega til skemmt- unar og fróðleiks, m.a. koma starfsmenn safnaðarins í heimsókn og greina frá störfum sínum - organisti, kirkjuvörður, sóknarnefndarformaður, safnaðarsyst- ir, o.fl. auk annarra gesta úr bænum. Helgihald byggist á því að unglingarnir sæki guðsþjónustur að jafnaði tvisvar í mánuði og er tekið tillit til þess við fram- kvæmd guðsþjónustunnar. Þjónustan felst m.a. í því að ferming- arbörnin ganga í hús á síðasta sunnu- degi í aðventu og safna í landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar Brauð handa hungruðum heimi. Sitthvað að gerast á Seyðisfirði Kirkjusókn var með minna móti á Seyðisfirði um jólin. Á aðfangadags- kvöld voru 12% bæjarbúa við messu og svipað á jóladag. Árlega hefur um 40% Seyðfirðinga sótt kirkju yfir jólahátíðina. Fjáröflun margskonar fer nú fram í bænum til kirkjumála. Safnað er fyrir kirkjuorgeli. Hefur bærinn lofað 30% kaupverð en kirkjukórinn hefur auk þess aflað mikils fjár með skreiðarvinnu, söfnunarbaukum o.fl. Æskulýðsfélagið selur bækur útgáfunnar Salt og fær 30% sölulaun og fjármagnar þannig ferðir sínar og mót. Kirkjuskólinn þar er tvískiptur. Koma börnin fyrst öll saman í kirkj- unni en skiptast síðan eftir aldri, 6 ára börn og yngri fá verkefni að hæfi og fara til starfa í safnaðarheimilinu, en þau eldri eru áfram með sín verkefni í kirkj- unni. Oft eru um 10 starfsmenn við kirkju- skólannm, enda sækja hann 70-90 börn. Hafa margir starfsmannanna sótt nám- skeið Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar og haft af ómælt gagn. VTÐFÖRLI— 13

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.