Víðförli - 15.01.1983, Qupperneq 15

Víðförli - 15.01.1983, Qupperneq 15
biöja? Það má eins spyrja: Hvers vegna að yrða á fólk? Hvers vegna að blanda geði við aðra menn? Hvers vegna að varpa orðum á vin eða ástvin? Hví ekki að þegja þeg- ar þú kemur heim úr vinnunni? Af hverju að sinna neinum yfirleitt nema sjálfum sér? Slíkum spumingum svarar enginn nema á einn veg. Hugsun, heyrn og mál höfum við þegið af því að við erum ekki ein í heiminum og er ekki ætlað að lifa í einangrun. Við getum ekki lifað mennsku lífi án sambands við aðra menn. Þeir sem geta ekki heyrt né talað bera þyngsta böl. Það er mikið líknar- verk að hjálpa þeim til þess að tjá sig og skilja aðra á merkjamáli. Maðurinn lifir sjálfan sig sem mann- eskju, persónu, með því að mæta öðrum. Um leið og maður kemst til vits setur hann sig í afstöðu til annarra og kemst til vitundar um sjálfan sig um leið. Mitt „ég. vaknar ekki til meðvitundar fyrr en „þú“ mætir því, annað „ég", annar hugur, önnur sál. Og sá sem getur ekki tjáð öðrum hug sinn og ekki tekið við tjáningu annarra erútlagi, visnandi strá á berangri. Ef hugsað er út í þessar staðreyndir, þá kemur í augsýn svarið við spurning- unni sem er yfir þessum línum. Ef það er fráleit fjarstæða að ganga vísvitandi um meðal fólks eins og mál- laus drumbur, hvað er það þá að um- gangast Guð eins og hann sé ekki til? Ég segi „umgangast". Því enginn kemst hjá því að umgangast Guð. Hverja ein- ustu lífsstund erum við að umgangast hann. Þú rennir ekki auga svo að þú horfist ekki í augu við hann. Þú hreyfir ekki hönd þína svo að þú snertir ekki hann. Þú hrærir ekki hug né vör án þess að það endurrómi og endurspeglist í huga hans. Þessu gleymum við. Það er alvarlegri gleymska en öll önnur. Meira tjón en metið verði. Trú er að vakna af gleymskunni og vilja halda vöku sinni. Og bæn er aðferð- in til þess. „Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér“. Þegar þú biður ertu að minna þig á að Guð er hjá þér. „Þú, Drottinn, umlykur mig á bak og brjóst . . . Hvert get ég farið frá anda þínum?" (Sálm. 139). „Guð ereigilangt frá neinum af oss. I honum lifum, hrær- umst og erum vér“. (Post. 17). Guð um- vefur þig eins og birta dagsins og húm næturinnar. Guð lifir í því lífi sem bærist með þér. Bæn er að umgangast Guð vit- andi vits, beina huga og máli til hans, tala og hlusta í meðvitund um viðurvist hans. En nú er það ljóst að við skynjum ekki Guð á sama veg og manninn sem þú horfir á, þreifar á, heyrir til. Þvi Guð er annað og meira en allt sem ytri skynjun nær og hugur rúmar. Ég ætla núna aðeins að benda á eitt í þessu sambandi: Það er hægt að um- gangast menn eins og þeir séu ekki til. Veist þú kannski um einhvern sem þú vilt hvorki heyra né sjá, eins og komist er að orði? Það er böl að bera slíkt og leggja slíkt á aðra. Ég vona að hvorugur okkar eigi þá byrði að bera. En það er þér fullkunnugt að þú getur horft við öðrum manni eins og hann sé loft, reyk- ur, gufa. Þú getur gengið framhjá hon- um á vegi þínum, á vinnustað, jafnvel heima hjá þér, eins og þú hvorki sjáir hann né heyrir. Þá ertu að sýna andúð þína, fyrirlitningu, kala, hatur. Lengra kemst maður ekki í því að vanvirða annan mann en með því að hætta að sjá hann og heyra. Ytri skynfæri gefa manni forsendur fyrir því að skynja annað fólk sem veru- leik. En þær forsendur eru ekki einhlítar Dr. Sigurbjörn Einarsson. til þess að maður sé í eðlilegu sambandi við aðra. Til þess þarf innri skilyrði, hug- arafstöðu, góðan vilja, heilbrigt hjarta- lag. Þau tengsl milli manna sem varða mestu byggjast ekki á boðskiptum ytri skynfæra, heldur á því að hugur mæti hug. Raunveruleg snerting manna verð- ur þegar þeir opnast hið innra hver fyrir öðrum. Málið og önnur ytri tjáning eru ómetanleg tæki. En lykillinn að raun- verulegu samfélagi er í leynum hugans, í hjartanu. Þann mann sem þú tengist á náinn hátt, „finnur" þú í heimi hins ósýnilega, í fylgsnum hugans, á sviði þeirrar sálar sem er að baki allrar skynj- unar, á vettvangi þess ósýnilega leynd- ardóms sem er sjálfur þú. Eins er um Guð. Hann er raunvera alls veruleiks, for- senda allrar skynjunar. Að þú getur ekki séð hann er ekkert skrýtnara en það að þú getur aldrei séð augun í sjálfum þér því síður þinn innri mann né nokkurs manns hug. Það hindrar ekki að þú getir „ fundið “ Guð á sama sviði og þú tengist huga mannlegrar persónu. En þú verður að taka þá forsendu gilda, að hann sé í nánd, fyrir augum þínum hvert sem þú lítur, huga þínum nær en allt sem hrær- ist þar. Það er víst að hann gengur ekki framhjá neinum eins og hann hvorki heyri né sjái. Hans hugur er opinn gagn- vart þér. Jesús er tryggingin fyrir því. Og hann segir: Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans. Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna. f'essu er öruggt að treysta. Sigurbjörn Einarsson. VÍÐFÖFLLI- 15 i

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.