Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 12

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 12
eining þessara tveggja frumvarpa í eitt, framlagning þess á Alþingi og væntanleg samþykkt, sé alldrjúgt skref fram á við í málefnum kirkj- unnar. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, aðstoðarprestur, Reykjavík. Það er ánægjulegt að gerð skuli tilraun til að setja kirkjunni heild- stæða löggjöf um ytra skipulag og starfsmenn. Mér skilst að leiðarljós þeirrar forvinnu, sem frv. byggir á hafi verið að gera kirkjunni betur kleift að rækja þjónustu sína, bæta stjórnsýslu hennar og að nýta betur starfskrafta hennar og fjármuni. Virðingarvert skref hefur verið tekið til að svo mætti verða. Hins vegar tel ég að til heilla hefði verið að fyrst færi fram almenn og víðtæk um- ræða um almennar forsendur, sjálfs- skilning kirkjunnar, þarfir safnað- anna og starfsmarkmið kirkjunnar í heild. Eftir að frumvarpið sá dagsins ljós hefur mér því virst að umræðan hafi oft fremur snúist um tilfinn- ingalega hluti, stundum jafnvel um afmarkaða hagsmuni fremur en um frumforsendur og röksemdafærslur. Ég er þó með þessu alls ekki að gera lítið úr vinnu og athugasemdum þeirra fjölmörgu, sem á ráðin hafa lagt síðustu misserin. Eðli máls samkvæmt vil ég hér gefa 3. grein frv. um aðstoðarpresta gaum. Þar er gert ráð fyrir að ráð- herra sé heimilt, skv. tillögu biskups í samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefndar, að ráða prest til allt að þriggja ára sóknar- presti til aðstoðar þar sem íbúafjöldi er yfir 4000. Við þessa grein hef ég margt að athuga. Fjölgun starfs- manna er fagnaðarefni en fram- kvæmd og skipulag málsins þarfnast nánari umræðu: 1. Með tímabundinni ráðningu (allt að 3 ár) er í fyrsta lagi vegið að einni af traustustu stoðum helgrar prestsköllunar. Hendur prests, sem aðeins er ráðinn til skamms tíma í senn eru bundnar og hann undirseld- ur einum versta vágesti helgrar þjón- ustu, sem er vinsældasnap. í öðru lagi er vegið að réttindum þessa hóps opinberra starfsmanna. Sem stétt geta prestar trauðla samþykkt að þeir njóti lakari kjara hvað þetta áhrærir en aðrir opinberir starfs- menn. í þriðja lagi get ég ekki betur séð en að með þessu sé einnig vegið að þeirri frumstoð frv. að nýta betur fjármuni. Kostnaðarsamur valkost- ur er valinn því að jafnaði eru þeir hópar, sem sæta þurfa tímabundinni ráðningu, látnir njóta þess í verulega hærri launum en ella. í fjórða lagi — og það er að sumu Ieyti alvarlegast — er engan rökstuðning að finna í greinargerð frumvarpsins fyrir þess- um ráðahag. Þar segir aðeins að rétt hafi þótt... Ég spyr: Hvers vegna þótti rétt að ráða aðstoðarpresta aðeins í 3 ár? 2. Um ráðningaraðferð þá, sem frv. gerir ráð fyrir, má endalaust rök- ræða. Ég tel þó að ráða ætti alla presta með svipuðum hætti. 3. Réttarstaða aðstoðarpresta er óljós skv. frv. Þeir skulu skv. 18. gr. njóta lögkjara og bera skyldur skv. því. Um kirkjuréttarlega stöðu þeirra er hins vegar allt óljóst. 4. Um skilgreiningu forystu og starfsheiti hef ég það að segja, að í öllu samstarfi er nauðsynlegt að skil- greina forystu eins. Ég sé hins vegar ekki rök fyrir því, að sá, sem ekki er í forystu skuli heita aðstoðarprestur, vera ráðinn til skamms tíma í senn og skuli f.o.f. vera hinum prestinum til aðstoðar fremur en til þjónustu við söfnuðinn. Ég tel að sá, sem forystu hefur í einni sókn eigi að kallast sóknarprestur en aðrir prestar. Að- stoðarprestsheitið kallar einnig á misskilning í huga þeirra, sem til kirkjunnar leita: prestar, hálfgerðir prestar. Ég get ekki staðist þá freistni að benda á tvö önnur atriði í frv., sem ég tel vafasöm: 1. í 48. grein er segir að ef presta- kall er lagt niður skuli viðkomandi sóknarpresti gefinn kostur á emb- ætti í viðkomandi prófastsdæmi eða öðru. Ég spyr: Hver getur (skv. lög- um þar um) gefið presti kost á emb- ætti nema kjörnefnd, þ.e. sóknar- nefndir, viðkomandi prestakalls? 2. Ég tel að skipting Reykjavíkur í tvö prófastsdæmi sé mjög alvarleg mistök, sem skapi fleiri vandamál en hún leysir. Raunhæfara hefði ég talið að tryggja prófastinum í Reykja- vík starfsfólk til aðstoðar við stjórn- un og samhæfingu kirkjulegs starfs á þessum mikilvæga starfsvettvangi kirkjunnar í landinu. Hallfríður Bjarnadóttir, formaður sóknarnefndar Reyðarfirði. Ég fagna þessu frumvarpi til laga um skipan prestakalla og prófasts- dæma og um starfsmenn þjóðkirkju Islands. Það er nauðsynlegt að huga að endurskipulagningu prestakalla og prófastsdæma öðru hvoru. Breyttir búsetuhættir og samgöngur hafa þar mikil áhrif. Prófastsdæmin mættu gjarnan gangast fyrir fleiri fræðslunámskeiðum og sameigin- Iegum fundum með starfsfólki kirkjunnar. Einn biskup yfir íslandi með bú- setu í Reykjavík og tveir vígslubisk- upar með búsetu í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal segir þetta frum- varp og það er vel. Þá er það tryggt að þessi fornu biskupssetur verða efld og gerð virðingarmeiri. Nefndarmönnum var mikill vandi á höndum þegar kom að breytingu prestakalla og prófastsdæma. Það er oft mikið tilfinningamál að leggja niður prestakall eða flytja til sóknir. En ef við viljum veg kirkjunnar okk- ar sem mestan þá verðum við að við- urkenna staðreyndir, viðurkenna þær breytingar sem verða í þjóðfé- laginu og aðlaga kirkjuna okkar því. Það eru ekki róttækar breytingar á prestaköllum, ef til vill hefði mátt stíga einu skrefi lengra. Viða hafa myndast þéttbýliskjarnar þar sem 12 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.