Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.04.1990, Blaðsíða 13
áður voru þéttbýlar bændasveitir. Eðlilegt er að í þann kjarna flytji presturinn þó löng hefð sé fyrir prestsetri i sveitinni. Sumum jörðum eða prestaköllum fylgja jarðar- hlunnindi ýmis konar. Má ekki setja þau í sameiginlegan sjóð til styrktar fámennum og afskekktum sóknum? Ég hefði viljað sjá eitthvað um starfsskyldur presta i þessum drög- um. Skólar og skólastjórar hafa ákveðnar starfsskyldur gagnvart sín- um nemendum, því ekki kirkja og prestur eitthvað svipað? Starfsfólki kirkjunnar má ekki fækka. Ný lög um sóknargjöld hafa styrkt söfnuði. Kirkjan þarf að byggja upp öflugt safnaðarstarf, kór, æskulýðs-, öldr- unarstarf o.fl. bæði í þéttbýli og sveitum. Til þess að stjórna þessu starfi með sóknarpresti þarf vel menntað og áhugasamt fólk. Hefur verið gerð könnun á kirkjulegu starfi á íslandi? Kirkjan þarf að hlusta á raddir fólksins, hún er fyrir fólkið. Megi samhugur ríkja um þetta frumvarp og við kirkjunnar fólk tökum saman um að efla hana sem best. Fyrir nokkrum vikum lagði Kirkjumálaráðherra Óli Þ. Guð- bjartsson fram á Alþingi frumvarp til laga um starfsmenn kirkjunnar og prestaköll og prófastsdæmi. Frumvarpið hefir verið lengi í smíðum hjá kirkjulegum stofnunum og nefndum. Kirkjuþing, Kirkjuráð og Prestastefna hafa samþykkt það. Síðast fór það um hendur Kirkju- laganefndar. Margir hafa því fjallað um það. Frumvarpið er mikilsvert og viða- mikið. Enda fjallar það um stjórn- skipan kirkjunnar. Löngu tímabært að setja slík heildarlög fyrir kirkjuna. Margs- konar breytingar hafa orðið í þjóðfé- laginu síðan síðast var breytt prestakallaskipan árið 1970. Þetta frumvarp leitast við að taka nokkurt tillit til þessara breytinga. Nokkur prestaköll eru sameinuð og ný stofn- uð. Reynt er að taka tillit til sam- gangna og mannfjölda. Fámenn prestaköll eru látin haldast ef um einangrun og erfiðar samgöngur er að ræða. Gert er ráð fyrir aðstoðar- prestum í fjölmennum prestaköllum og nokkrum farprestum sem geti að- stoðað í einu eða fleiri prófastsdæm- um. Tvímenningaprestaköllin verði lögð niður. Enda er ekki góð reynsla af þeim eins og þau eru uppbyggð. Sá hluti frumvarpsins sem fjallar um prestakallaskipanina er helst um- deildur. Flestir vilja hafa prestinn sinn, jafnvel þó að þeir'séu að jafn- aði tómlátir um starf hans og að- stöðu. Þetía verður tilfinngamál. Sveitirnar og mörg þorp eiga und- ir högg að sækja í flestum málum. Þessar byggðir standa höllum fæti. Ymsum finnst sem hér sé verið að veitast að því fólki sem enn býr í strjálum byggðum landsins. Mér finnst þó að hér sé farið að með gát og vægilega sé tekið á málum. Ýmis ákvæði eru um starfssvið og starfsskyldur presta og prófasta. Gott er að fá það i lög þó að ríkt hafi um það nokkuð fastar venjur. Um biskup íslands og embætti hans er sérstakur kafli. ísland skal vera eitt biskupsdæmi. Oft hafa komið fram tillögur og jafnvel frum- vörp um að fjölga biskupum. En ekki náð fram að ganga. Störf bisk- ups íslands eru orðin mjög fjölþætt og erfitt fyrir einn mann að rækja þau öll sem skyldi. Til að létta á störfum biskups er gert ráð fyrir að auka störf vígslubiskupanna. Þegar lög um vígslubiskupa voru sett 1909 voru þau spor í rétta átt. Þeir áttu fyrst og fremst að vígja nýj- an biskup, ef fráfarandi gat það ekki. Síðan hafa myndast nokkrar hefðir um störf vígslubiskupa. Þeir hafa verið settir biskupar í forföllum biskups íslands og einnig unnið ým- isleg biskupsstörf í umboði biskups. Um þetta hafa engin lög verið til og harla misjafnt hvað biskupar hafa notað vígslubiskupana til starfs. Með þessu frumvarpi eru verkefni vígslubiskupa skilgreind og eru þau aukin til muna. Þeir eiga að taka meiri þátt í stjórnunarstörfum kirkjunnar. Einnig er tekið fram um búsetu vígslubiskupa. Skulu þeir sitja á hinum fornu biskupsstólum Skálholti og Hólum. Tel ég það viturlegt og mun áreið- anlega styrkja stöðu þeirra að mun og efla þessa fornhelgu staði. Einhverjir eru sjálfagt á öðru máli, þó að ekki hafi heyrst mikið um það, og vilja hafa þessa embætt- ismenn sem flesta aðra í stórum þétt- býliskjörnum og telja öllu betur farið þar. Byggðastefnan er þar sem víðar aðeins í orði. Þetta skrif er orðið lengra en leyfi- legt er. Að lokum þetta. Þó gallar finnist á þessu frumvarpi er það mik- ilsvert fyrir kirkjuna að það verði að lögum sem fyrst. Eg tel það verða til þess að efla starf hennar þjóðinni til heilla. Kirkjan er sett til að boða Orðið og til þess þarf hún aðstöðu sem besta. í fréttum Nýir starfsmenn á Biskupsstofu Sr. Örn Bárður Jónsson hefur ver- ið ráðinn verkefnastjóri átaks kirkj- unnar um safnaðaruppbyggingu. Hann mun hefja störf 1. júní n.k. og mun segja lausu embætti sínu sem sóknarprestur í Grindavík. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason hef- ur verið ráðinn biskupsritari til fjög- urra ára og hefur fengið launalaust leyfi um jafnlangan tíma frá emb- ætti sínu í Borgarprestakalli. Söfn- uðir prestakallsins hafa farið þess á leit við sr. Árna Pálsson að hann annist prestsþjónustu þar á meðan. Hefur séra Árni orðið við því og mun segja lausu embætti sínu í Kársnes- prestakalli frá 1. júní. Sr. Þorbjörn Hlynur mun gegna starfi biskupsritara samkvæmt skipulagsbreytingum þeim sem hafa farið fram á Biskupsstofu. Verður hann aðstoðarmaður biskups, situr fyrir hans hönd í nefndum og annast tengsl við presta og söfnuði. Sr. Magnús Guðjónsson biskups- ritari mun sinna sérstökum verkefn- um, m.a. skrifa sögu kirkjuþings. VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.