Víðförli - 15.03.1994, Side 5
Sr. Kristján Valur Ingólfsson
Pistlarum helgisiii
ALTARISGANGA
í síðasta hefti Víðförla birtist
fyrri hluti pistils um kirkju-
klukkur. Síðari hlutinn verður
að bíða um sinn, vegna þess að
ég hefi verið beðinn að svara
spumingum sem snerta altaris-
gönguna. Eg met það svo að
meira liggi á að svara þeim ,
ekki síst vegna þess að nú nálg-
ast sá tími ársins þegar flestir
ganga til Guðs borðs. Ljóst er þó
að ekki er í þessu blaði rými til
að svara öllum spurningum eins
ítarlega og þörf er á.
Rétt er að taka fram að þó að
jöfnum höndum séu notuð orðin
altarisganga og kvöldmáltíð, er
eðlilegt að gera þann greinar-
mun að það er kvöldmáltíð sem
borin er fram við altarið, en þátt-
taka safnaðarins í kvöldmáltíð-
inni er altarisganga.
Spurningarnar sem hér verður
reynt að svara eru þessar:
Lýsing guðspjallanna á hinni fyrstu
kvöldmáltíð sýnir aðþað var einföld og
fábrotin athöfn. Hversvegna eru allar
þessar „serimoníur“ í kringum altar-
isgönguna í kirkjunni?.
Stundum er klæðiyfir kaleiknum á
altarinu en stundum er ekkert.
Hvaða dúkar eru nauðsynlegir við
altarisgöngu?
Hvert er hlutverk meðhjálþara við
altarisgöngu? Getur meðhjálþari að-
stoðað við útdeilingu ?
1. Stofnun heilagrar
kvöldmáltíðar
Það er alveg rétt að frásögnin um
stofnun heilagrar kvöldmáltíðar lýsir
fábrotinni máltíð. Hitt er alveg víst að
Jesús hefur þrátt fyrir það farið að
siðum þjóðar sinnar við þessa máltíð,
og því hefur hún ekki heldur verið
laus við „seremoníur".
Þegar Jesús Kristur stofnsetti heil-
aga kvöldmáltíð tók hann brauð og gaf
lærisveinunum og sagði:
— Þetta er líkami minn sem fyrir
yður er gefinn.
Og hann tók kaleik með víni, bauð
þeim að drekka af honum og sagði:
— Þetta er kaleikur hins nýja sátt-
mála í mínu blóði til fyrirgefningar
syndanna.
Og hann sagði:
— Gjörið þetta í mína minningu.
2. Upphaf atferlis
og umbúnaðar
Allt atferli og allur umbúnaður alt-
arisgöngunnar á upphaf sitt í því að
heilög kvöldmáltíð er helgasti leynd-
ardómur kristinnar trúar. Kirkjan
hefur frá upphafi reynt að varðveita
þessa athöfn og forða henni frá öllu
því sem gæti spillt henni eða skrum-
skælt hana.
Atferli við kvöldmáltíð (altaris-
göngu) og umbúnaður hennar túlka
virðingu, lotningu og tilbeiðslu, en í
öðru lagi er það áminning um að gæta
þess leyndardóms sem Guð hefur
trúað kirkju sinni fyrir.
Altarið, helgasti staður kirkjunnar,
stendur í kór kirkjunnar. Kórinn (eða
altarið eitt) er víða skilinn frá kirkju-
skipinu með grindverki. Þetta grind-
verk er áminning um að standa vörð
um helgi altarisins og kvöldmáltíðar-
innar.
3. Atferli altarisgesta
Form kvöldmáltíðarinnar og atferl-
ið við hana getur verið fábrotið og
einfalt eða fjölskrúðugt, en form og
atferli taka ávallt fyrst og fremst mið
af hlutverki hennar og innihaldi. Spurt
hefur verið bæði um atferli prests og
5