Víðförli - 15.03.1994, Blaðsíða 10
Jakob Ágúst Hjálmarsson
UM LÍKNAR-
ÞJÓNUSTU
SAFNAÐA
Líknarþjónusta er frá öndverðu ein
frumskylda kristins safnaðar. A sama
hátt og útbreiðsla kærleikans er
skylda hins kristna í daglegum sam-
skiptum er það skylda samfélags
þeirra að skipuleggja viðleitni sína í
því efni.
I okkar samhengi þekkjum við best
Hjálparstofnun kirkjunnar sem dæmi
slíks. Skyldu kærleiksþjónustunnar
höfum við einnig gegnt með þátttöku
okkar í stjómmálastarfi þar sem við
höfum lagt á ráðin um tryggingar,
lækningar og umönnun og fjölmargt
þess háttar. Við erum ekki á þeim
vettvangi sammála um aðferðir, for-
gangsröðun eða jafnvel hugmynda-
fræði en erum þó flestöll knúin áfram
af þeirri skyldu sem við fmnum á okk-
ur hvíla gagnvart samfélagi okkar
mannanna, náunga okkar í víðtækum
skilningi.En sú tíð er liðin að hægt sé
að setja jafnaðarmerki á milli þjóðfé-
lags og kirkju í þessu landi og grann-
löndum okkar. í stjórnmálasamstarfi
verðum við að finna samleið með öðr-
um ólíkum skoðanahópum og lendum
í því að ganga undir „ósamkynja ok“
jafnvel með vantrúuðum. A vettvangi
kirkjunnar er hugmyndafræðilegur
grundvöllur okkar hins vegar öllu
skírari og við í ótvíræðari færum við
að uppfylla skyldur okkar gagnvart
náunganum.
Skyldur safnaða
Sérhver söfnuður verður þá á
grundvelli sjálfstæðis síns að taka
ákvarðanir í þessu efni. Reikningar
þeirra gefa tilefni til að íhuga hvort
ráðstöfun teknanna sé meir í ætt við
háttalag miskunnsama Samverjans en
levítans og prestsins.
Helsta verkefni safnaðar hefur
verið skilgreint vera það að halda
kirkju og sjá til að guðsdýrkunin megi
fram fara verðuglega. Því eru bygg-
ingar- og viðhaldskostnaður, kirkju-
varsla og tónlistarstarf háir póstar á
útgjaldalið kirkjureikninganna. En
sorgleg staðreynd er að það er hægt
að fletta mörgum kirkjureikningum án
þess að rekast á nokkurn póst sem
kalla má vera til líknarþjónustu og þar
sem þeir eru eru þeir smánarlega lág-
ir og bera vitni sjálfhverfri hugsun
safnaðanna.
Það er ekki víst að allir geti verið
sammála um leiðimar en grundvöllur-
inn ætti að vera ótvíræður og mark-
miðið hið sama: Að létta böl hins
þjáða. Vel getur hugsast að fólk geti
sammælst um það á safnaðarvett-
vangi að skora á þá sem ráða fyrir
málefnum hins opinbera að beita sér í
tilteknum málum og sannast mál er að
ef einhver verður til þess að sýna
fordæmi þá er líklegt að aðrir fylgi á
eftir. Mér er ekki grunlaust um að
óburðugar tilraunir nokkurra safnaða
í Reykjavík til að reka kirkjuskjól hafi
orðið til þess a.m.k. að flýta því að
sett voru upp fleiri skóladagheimili og
boðið var upp á heilsdagsvistun í skól-
um.
Hjálparsjóðir sem fjármagnaðir
væru úr safnaðarsjóði sem og af
frjálsum fjárframlögum ættu að vera í
öllum sóknum eða prestaköllum. Þeir
gera það að verkum að við göngumst í
beina ábyrgð fyrir vanda fólks en vís-
um ekki einlægt á aðra. Ásamt þessu
þurfum við að hugsa víðar og lengra
og beina framlögum til Hjálparstofn-
unarinnar. Hennar hlutverk er að
koma þar að verki sem okkur reynist
um megn á safnaðarvettvanginum
ýmist vegna skorts á sértækum úr-
ræðum ellegar að ná til þeirra syst-
kina okkar sem lengra er til en sókn-
10