Víðförli - 15.03.1994, Síða 15

Víðförli - 15.03.1994, Síða 15
NORRÆNT ÆSKULÝÐSLEIÐTOGAMÓT á Löngumýri 24.-28. maí NKUK (Nordisk Kirkelig Ung- domsleder Konference) er skipu- lagt af æskulýðsstarfi þjóðkirknanna á Norðurlöndum. Mótið er haldið annað hvert ár og skiptast Norður- löndin á að vera gestgjafar. Milli móta starfar samstarfsnefnd, sem undirbýr dagskrá næsta móts. Síðasta mót var haldið af Finnum á Álandseyjum 1992 og nú er röðin komin að íslandi. Síðast var mótið haldið hérlendis árið 1984 á Laugar- vatni. Leiðtoginn, undirbúningur hans og þjálfun verða aðalviðfangsefni þessa móts, og mun verða reynt að gefa, sem gleggsta mynd af því hvemig að slíkum málum er staðið á Norðurlöndum. Einnig verður kynnt óhefðbundið æskulýðsstarf frá hverju landi fyrir sig. Þátttaka í NKUK er takmörkuð við 10 frá hverju landi. Fræðsludeild kirkjunnar heldur mótið og mótstjórar eru Jón Ragn- arsson og Ragnheiður Sverrisdótt- ir. AUGLÝSING Tvö verkefni á vegum Fræðslu- og þjónustu- deildar kirkjunnar Efni fyrir æskulýðsfélög Óskað er eftir efni fyrir 5 samverur/æskulýðsfundi auk jóla- og páskaefnis og efnis fyrir Æskulýðsdag þjóðkirkjunnar. Efnið þarf að vera tilbúið til útgáfu um miðjan ágúst. Greiðsla fyrir samþykkt verk er kr. 100.000,- NAMSKEIÐ FYRIR STJÓRN- ENDUR BARNA- KÓRA Dagana 22. ágúst til 26. ágúst verður haldið í Skálholti námskeið fyrir stjórnendur barnakóra. Framkvæmdastjóri landsmóts Um er að ræða forystu um skipulag, undirbúning og framkvæmd landsmóts æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar. Greiðsla nemur einum mánaðarlaunum skv. taxta BHMR 145,6. Umsóknarfrestur fyrir bæði verkefnin er til 20. apríl 1994. Meginviðfangsefni verða kórstjóm og raddbeiting og raddþjálfun barnaradda. Aðalleiðbeinandi verður Constantina Tsolainou, Dir- ector of Choral Activities við Southern Methodist Univers- ity í Dallas, Texas, en einnig munu íslenskir stjómendur bamakóra kenna á námskeið- inu. Nánari upplýsingar veitir Jón Ragnarsson, deildarstjóri, Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Suðurgötu 22, 150-Reykjavík, Sími: 91-621500. Fax: 91-13284. Allar upplýsingar em hjá Margréti Bóasdóttur í Skál- holti, en umsóknareyðublöð verða send öllum organistum og bamakórastjómendum á næstunni. 15

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.