Víðförli - 01.10.2001, Page 1
FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU
20. ÁRG. 7.TBL. OKTÓBER 2001
Regnbogamessa ->
Regnbogi yfir Hólskirkju í Bolungarvík. Mynd-
in var tekin á sjöunda tímanum að morgni 7.
september sl. af Ijósmyndara Bæjarins besta á
ísafirði, Hlyni Þór Magnússyni, til að birta
með fréttatilkynningu um „Regnbogamessu" í
Hólskirkju. Sjá bls. 10.
Að deyja vel
Ráðstefna á vegum Nordisk Ekumeniska
Raadet um „Den goda döden“ verður haldin
í Stokkhólmi 8.-10. febrúar 2002. Stefnan er
einkum ætluð prestum, sálusorgurum, kenn-
urum og starfsfólki sjúkrahúsa. Æ fleiri krefj-
ast þess að starfsfólk heilbrigðisstétta leggi
lið við lífsstyttingu.Vegna mikillar umræðu á
Norðurlöndum um siðfræði lífsloka verður
einn fyrirlesara siðfræðingur frá Hollandi þar
sem lögum um líknardráp var breytt í árs-
byrjun 2000. Þá verður rætt um líknandi
meðferð og sálgæslu. Nánari upplýsingar er
hægt að fá hjá hinu skilvirka starfsfólki NER.
Sendið fyrirspurn til info@nordiskaeku-
meniskaradet.org.
Meðal efnis:
I þágu lífsins......................
Kirkjuþing 2001 ....................
Leikmannaskólinn ...................
Kirkjuþing að sænskum sið...........
Velkomin til Skálholts .............
Upphaf vetrarstarfs ................
Ný dögun - fyrirlestrar um sorg . . .
Af erlendum vettvangi...............
Hjálparstarf kirkna í Afganistan . . . .
Segðu þína sögu.....................
Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum
Dagur virðingar.....................
Tómasarguðspjall....................
Kristur yfir kakóbolla og kökusneið
2
3
4
5
7
7
8
9
9
10
I I
I I
12
Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar,
Laugavegi 31, 101 Reykjavík
Ritstjóri og ábm.: Edda Möller, sími 552-1090,
netfang frettir@kirkjan.is
Umbrot og prófarkalestur: Skerpla ehf.
Prentun: Gutenberg ehf.
í þágu lífsins
Þegar kirkjuþing kemur saman að þessu sinni þá bíða þess fjölmörg verk-
efni til úrlausnar og afgreiðslu. Kirkjuþing hefur á því kjörtímabili sem nú
er að ljúka unnið þrekvirki við að setja þjóðkirkjunni starfsreglur á grund-
velli kirkjulaganna. Er því starfi að miklu leyti lokið þótt starfsreglur verði
jafnan í endurskoðun. En jafnframt lifum við nú tíma hinnar innri upp-
byggingar kirkjunnar, eflingar þeirra starfsþátta sem styrkja samstöðu
kirkju og þjóðar og leiða sókn kirkjunnar fram í boðun fagnaðarerindisins,
fræðslu í trú og sið og helga athöfn og iðkun í þágu lífsins. Við erum ekki
ein hér yst á ránarslóð. Sóknir og söfnuðir þjóðkirkjunnar eru þættir í sam-
félagi almennrar kirkju Krists um víða veröld. Inn til okkar berast hróp og
áköll utan úr heimi, bænir heims í skugga haturs og hermdarverka. I þess-
um heimi á kirkjan okkar, sérhver söfnuður, sérhver kristin kona og karl,
að vera súrdeig, salt og ljós í heiminum, verkfæri friðar og sáttargjörðar.
Mér er hugstæð sú sýn sem heimsþing alkirkjuráðsins brá upp á þingi sínu í
Harare 1998:
Við þráum sýnilega einingu líkama Krists, er við viðurkennum náðargjafir
allra, ungra sem gamalla, kvenna og karla, leikmanna og vígðra. Við væntum
lækningar mannkyns og heilbrigði allrar sköpunar Guðs. Við reiðum okkur á
frelsandi kraft fyrirgefningarinnar til að ummynda fjandskap til vináttu og brjóta
vítahring ofbeldisins. Við uppörvumst afþeirri sýn að kirkjan nái til allra, miðli
gæðum, hlúi að særðum, boði gleðitíðindin um endurlausnina, kirkja sem er
tákn guðsríkis og þjónn heimsins. Við uppörvumst af þeirri sýn að kirkjan sé býð-
ur Guðs á samleið er samhuga gegn öllu misrétti kynþátta, kynferðis, aldurs eða
menningar berstfyrir réttlæti, friði og heilbrigði sköpunarinnar.
Við eigum samleið í upprisutrú, mitt í örvæntingu og einsemd fögnum við í
von fyrirheitunum um líf í fullri gnægð. Við eigum samleið sem fyrirbiðjendur,
mitt í villu og firringu sjáum við tákn þess að markmiðum Guðs verði náð, og
væntum komu Guðs ríkis.
Karl Sigurbjörnsson