Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 2

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 2
2 VIÐFORLI 20. ARG. 7. TBL. Kirkjuþing í október 2001 Mál kirkjuþings 2001 A kirkjuþingi 2001, sem hófst 15. október, eru mörg mál til umfjöllunar. Þar má nefna tillögu um stofnun Lindasóknar og Lindaprestakalls í Kópavogi, en héraðsfundur Reykja- víkurprófastsdæmis eystra hefur samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti. Þá er aftur lagt til að Barðastrandarprófastsdæmi og Ísafjarðarprófastsdæmi sameinist í eitt prófastsdæmi sem nefnist Vestfjarðaprófastsdæmi. Lagt er til að Árnespresta' kall og Hólmavíkurprestakall sameinist. Væntanlega verður gerð tillaga um að Múla- og Aust- fjarðaprófastsdæmi tilheyri umdæmi vígslubiskups á I IóL um, en tillaga þar um hefur yfirleitt fengið góðar viðtökur héraðsfunda, þ.m.t. Múla - og Austfjarðaprófastsdæma. Lögð verður fram tillaga að starfsmannastefnu þjóðkirkj- unnar sem nánar er kynnt í þessu tölublaði Víðförla. Prestssetranefnd mun væntanlega leggja fram áfanga- skýrslu um störf sín og viðræður við ríkið. Fyrirhugað er að dóms- og kirkjumálaráðherra leggi að nýju fram lagafrumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997 (skipun sóknarpresta). Ennfremur hefur verið boðað lagafrumvarp frá dóms' og kirkjumálaráðherra um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993. Sérstök nefnd, skipuð af ráðherra, er að störfum vegna síðarnefnda frumvarpsins og má gera ráð fyrir framlagningu frumvarps eða kynningu af hálfu ráðherra á stöðu málsins. Lagt verður fram lagafrumvarp frá kirkjuráði um samein- ingu kirkjubyggingasjóðs við Jöfnunarsjóð sókna, sbr. 1. nr. 21/1981, eða niðurlagningu, sbr. 1. nr. 91/1987 (vegna myndunar ábyrgðardeildar í Jöfnunarsjóði sókna). Enn- fremur er lögð fram reglugerð um ábyrgðardeild Jöfnunar- sjóðs sókna sem kirkjuráð hefur samið. Þegar þetta er skrifað hafa borist sjö mál frá Halldóri Gunnarssyni kirkjuþingsmanni um margvísleg málefni. Mörg fleiri mál mætti nefna en hér að framan eru helstu mál sem kirkjuþing 2001 mun fjalla um eins og staða mála er nú. Ráðgert er að opna nýjan vef kirkjuþings á www.kirkj- an.is við upphaf þingsins þann 15. október og verða fram.' angreind mál væntanlega aðgengileg þar. Guðmundur Þór Guðmundsson Til umfjöllunar á kirkjuþingi Starfsmannastefna þjóðkirkjunnar Síðastliðin ár hafa fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli lagt áherslu á starfsmannamál. Með það fyrir augum hafa fyrirtæki og stofnanir mótað starfsmannastefnu sína og sett hana fram skriflega þannig að hún sé öllum aðgengileg og að starfsfólk hafi möguleika á að hafa áhrif á hana. Á kirkjuþingi verður lögð fram tillaga að starfsmannastefnu þjóðkirkjunnar. Með starfsmannastefnunni er verið að koma á blað mótaðri stefnu í starfsmannamálum þjóðkirkj- unnar. Starfsmannastefnan byggir á hefðum, venjum, samningum, lögum og reglum kirkjunnar og starfsmanna hennar, þvf má segja að fá nýmæli séu í henni. Starfmannastefnunni er ætlað að ná til allra starfs- manna þjóðkirkjunnar, vígðra þjóna, starfsfólks sókna og stofnana þjóðkirkjunnar. Hún tekur einnig til ólaunaðs starfsfólks kirkjunnar eftir því sem við á. Starfmannastefn- an miðar einkum að því að þjóðkirkjan hafi á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki og veiti því sem best skilyrði til að helga starfskrafta sína hinum fjölþættu verkefnum sem starfsemi kirkjunnar krefst. I þessu felast gagnkvæmar skyldur og ábyrgð af hendi þjóðkirkjunnar og starfsmanna hennar. I tillögunum kemur m.a. fram að kirkjan vill leitast við að búa starfsfólki sínu aðstæður til að samræma þær skyld- ur sem starfið og fjölskyldan leggur þeim á herðar. Um ráðningar segir að þjóðkirkjan vilji ráða til sín og hafa í þjónustu sinni hæft, dugandi og heiðarlegt starfsfólk. Um siðareglur og starfsaga segir m.a. að þjóðkirkjan ætlist til að starfsfólk hennar sýni kirkjunni fulla virðingu og gæti þess að orð og athæfi samrýmist starfinu sem það gegnir. Starfsmannastefna þjóðkirkjunnar og stofnana hennar er almenn. Henni er ætlað að vera til hvatningar og leið- beiningar fyrir sóknir, stofnanir og embætti þjóðkirkjunn- ar. Hverri stofnun fyrir sig er síðan falið að ganga frá sinni eigin starfsmannastefnu sem byggir á hinni almennu. Starfsmannastefna þjóðkirkjunnar hefur hins vegar víðari skírskotun, þar sem kirkjan er ekki félag í venjulegum skilningi þess orðs, heldur trúfélag. Hún hlýtur því að vera bundin tvenns konar skilningi, hinum ytri, sem eru lögin, og hinum innri, sem eru trúarlegar forsendur hennar. Starfsmannastefna þjóðkirkjunnar tekur mið af þessu. Hún tekur í víðustum skilningi til allra þeirra sem tekið hafa skírn, játast undir merki kristinnar kirkju og vilja starfa fyr- ir Krist, hver sem starfsvettvangur þeirra að öðru leyti er. Lögin eiga að taka gildi frá og með 1. janúar næstkom- andi. Hægt verður að kynna sér tillögurnar á vef kirkjunn- ar, www.kirkjan.is/kirkjuthing. Hverra kirkjuþing? „Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka.“ Þannig er komist að orði í lögum nr. 78 frá 26. maí 1997, nánar tiltekið í 20. greininni. Kirkjuþing er því æðsta valdastofnun kirkjunnar og til setu á þinginu er kjörinn 21 fulltrúi úr samtals níu kjördæmum. Af þeim eru níu prestar og þar af ein kona. Ymsir hafa orð- ið til þess að staldra við þetta síðastnefnda atriði; að ein- ungis ein kona skuli sitja á kirkjuþingi. Yfirleitt er litið svo á að lýðræðislega kjörnar stjómir og ráð hljóti að einhverju leyti að endurspegla samfélagið sem kýs til þeirra. Hvað segir það okkur þá um kirkjuna að á kirkjuþingi skuli ein-

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.