Víðförli - 01.10.2001, Page 6
6
VIÐFORLI
20. ARG. 7. TBL.
Upphaf vetrarstarfs í söfnuðum landsins
Opnar dyr
Bréf úr ísafjarðarprestakalli
Dag einn í byrjun september stóð ég fyrir utan gluggann á
safnaðarheimilinu og dáðist að auglýsingum sem ég hafði
gert í tölvunni og fest þar upp. I auglýsingunum var sagt frá
kirkjuskólanum og tíu til tólf ára starfinu. Þá var slegið á
öxlina á mér. Við hliðina á mér stóð flóttamaður frá E1
Salvador, Pablo Dias að nafni, en hann er nýkominn til Is-
lands ásamt fjölskyldu sinni og hefur í sumar unnið við að
helluleggja hringtorgið fyrir framan ísafjarðarkirkju. „Nin-
jos, ninjos," sagði maðurinn við mig og benti á auglýsing-
una um kirkjuskólann. Svo kom heljarinnar romsa á
spænsku sem ég skildi ekki bofs í. Svona til að sýnast kurt-
eis þá kinkaði ég kolli og sagði: „Si!“ Þá kom önnur romsa
og skildi ég þar orðin „Domingo“ og „Christus". Síðan
hlógum við báðir.
Astæða þessarar reynslusögu er sú að barnastarf kirkj-
unnar er líklega sá þátturinn í starfi kirkjunnar sem er
flestum opinn. Eg sé það í starfinu á ísafirði að það er
einmitt í kirkjuskólanum sem Tælendingarnir og aðrir út-
lendingar koma með börnin sín og mynda þannig fyrstu
tengslin við kirkjuna, enda er barnaefnið fyrir kirkjuskóL
ann einstaklega gott og vandað. Þetta er lfflegt efni með
sögum, brúðuleikritum og alls kyns hugmyndum. Þá hefur
verið gefin út vönduð söngbók með hreyfisöngvum og
söngvum á táknmáli - og meira að segja lærðum við að
syngja svolítið á swahílí á seinasta barnastarfsnámskeiði.
Með efninu koma ítarlegar kennsluleiðbeiningar sem hafa
auðveldað prestum að fá til liðs við sig í starfinu kennara
og aðra þá sem hafa áhuga á börnum. Leiðbeiningarnar
eru öðrum þræði fræðsluefni fyrir þessa leikmenn og
þannig er kirkjan í leiðinni að sinna ákveðinni leiðtoga-
fræðslu.
Barnastarfið er í mínum huga eins og dyrnar að kirkj -
unni. Barnastarfið er oft fyrsta skrefið í því að laða fólk inn
í kirkjuna og gera það heimavant þar. Höfundar bamaefn-
isins eiga hrós skilið fyrir gott efni.
Magnús Erlingsson
Sæl verið þið öll!
Bréf úr Sauðárkróksprestakalli
Víðförli hittir ykkur vonandi með bros á vör. Vetrarstarfið
hér í Sauðárkróksprestakalli er að hefjast nú í vikunni, 23.-
30. september. Oneitanlega er það svolítið skrítið að vera
að dreifa í hús blaði þar sem fram koma upplýsingar um
messuhald og fleiri notalegheit fram að jólum og sumarið
varla yfirstaðið. Veðrið er milt og gott enda alltaf gott veð-
ur hér fyrir norðan líkt og alþjóð veit. Klúbbar fyrir börnin
og unglingana, fermingarfræðsla, vikulegar kvöldmessur
með altarisgöngu, 12-spora hópur kvenna, foreldrasíðdegi,
föndur eldri borgara, gospelkórinn og barnakórinn - allt
þetta er að fara í gang. Öll komum við endurnærð til starfa
og höfum margt að segja hvert öðru af ævintýrum sumars-
ins. Kirkjukórinn okkar fór sem dæmi til Ítalíu í afar við-
burðarríkt ferðalag og ég fór til Bandaríkjanna í vel heppn-
aða námsferð.
Já, það er margt spennandi hér á seyði. Við búum afar
vel hér í bæ að áhugasömu fagfólki á mörgum sviðum er
skarast við starf kirkjunnar. Ég hef undanfarin ár lagt í það
nokkra vinnu að efla samstarf kirkjunnar við ýmsa aðila.
Það hefur ekki aðeins verið skemmtilegt og eflt tengslin
við samstarfsfólkið í bænum, heldur hefur þetta samstarf
nú þegar borið nokkurn ávöxt. Sem dæmi má nefna nokk-
ur samstarfsverkefni sem ég má til með að segja ykkur frá.
Sauðárkrókskirkja, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skaga-
fjarðardeild RKÍ, lögregla, Verkalýðsfélagið Aldan og FjöL
brautaskóli Norðurlands vestra hafa sameinast um það
markmið að styðja við vímulausa unglingamenningu. Við
höfum ráðið til okkar verkefnisstjóra og látum okkur nú
dreyma með unglingunum um opnun menningarhúss ungs
fólks, e.t.v. í líkingu við Apótekið á ísafirði. Gaman verður
að sjá hvað gerist í því máli.
Ekki er síður áhugavert samstarf Sauðárkrókskirkju og
RKÍ um heimsóknarþjónustu. Sjálfboðaliðar hafa nýlokið
námskeiði og munu fyrstu heimsóknarvinirnir og vinkon-
urnar halda af stað í næstu viku og knýja dyra hjá gestgjöf-
um sínum.
Samstarf hófst síðasta vetur við Heilbrigðisstofnunina á
Sauðárkróki um að koma á fót sjálfshandleiðsluhópum
meðal hjúkrunarfræðinga á stofnuninni. Fyrstu hóparnir
eru að hefja störf og lofa góðu.
Afar gott samstarf hefur verið við lögregluliðið hér í bæ
og sýslumanninn sem hefur skilað sér m.a. í námskeiðs-
haldi um félagastuðning. Af þessu má sjá að kvíði fyrir
komandi vetri ætti með góðu rnóti að fjúka hér langt út á
fjörð og í staðinn að ríkja gleði yfir því að fá í fermingar-
fræðslu börn sem hafa verið virk í tfu til tólf ára starfi und-
anfarin þrjú ár. Og því að finna hversu vikulegar kvöld-
messur eru vel þegnar og eru orðnar ómissandi hluti
helgihaldsins eftir aðeins þrjú ár. Já, svo má ég ekki gleyma
því heldur að við höfum eignast vinasöfnuð. Háteigssöfn-
uður bauð okkur að messa á kirkjudögum, svo nú er komið
að þeim að endurgjalda heimsóknina þann 14. október. Þá
munu Króksarar geta barið augum fyrrum sóknarprest og
hlýtt á Ijúfa tóna úr börkum Háteigskirkjukórs.
Hvað get ég nú sagt ykkur fleira?
Jú, messuhald verður með svipuðum hætti á Skaga og
segjast verður að ekki er þjónustan nógu góð við þessar fá-
mennu sóknir. Ég veit ekki hvort að talningsguðfræðin al-
ræmda hefur náð tökum á mér eða ekki. En það er nú alltaf
eitthvað sem færa þarf í betra horf og er það verkefni sem
þarf að leysa.
Ég hef alla vega ákveðið að vera með sól í sinni sama
hvað norðangarranum líður. Einsetinn skóli og undra dug-
leg rússnesk íþróttakona (au-pair stúlkan!) munu hjálpast