Víðförli - 01.12.2003, Síða 2

Víðförli - 01.12.2003, Síða 2
2 VlÐFORLI 22. ÁRG. 4. TBL. Hjálparstarf kirknanna Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst 1. sunnudag í aðventu og stendur fram í janúarlok. Prestar eru eindregið hvattir til taka málið að sér með því að minna á söfnunina í öllum messum í desember og um áramót. Söfnunin er stærsta fjáröflunin í hjálparstarfi kirknanna í landinu. Gíró- seðlar og baukurinn gamalkunni fara á öll heimili og stund- um þarf ekki mikið til að ýta við fólki svo það greiði seðil- inn og leggi góðu máli lið. Fyrir börn sem búa ein Safna á fé til að styðja börn í Úganda sem reka heimili ein eftir að hafa misst báða foreldra úr alnæmi. Á starfs- svæði Lútherska heimssambandsins í Rakai-héraði eru um 500 slík heimili og ætlar Hjálparstarfið að styðja sem best við 315 þeirra sem verst eru stödd. Framlagið á gíróseðlin- um, 2500 kr. dugar til þess að veita einu heimili aðstoð um fatnað, teppi og eldhúsáhöld og reglulegar heimsóknir ráð- gjafa. Það eru ekki síst þær sem skipta máli enda enginn fullorðinn til að leiðbeina, kenna, fræða og styrkja. 20.000 krónur kostar að þjálfa einn ráðgjafa sem síðan sinnir 5-7 heimilum í sjálfboðavinnu. Þeir sem vinna verkið vita af þessari söfnun og eru himinlifandi yfir væntanlegri aðstoð, hversu mikil sem hún verður. Verkefnið hefur haft úr litlu að spila en árangur hins vegar góður. Sjálfboðaliðar standa sig vel og finna alveg ótvírætt hve liðsinni þeirra skiptir börnin miklu máli. Skiljum ekki börnin eftir, ein og yfirgefin. Haustfundur presta í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra Árlegur haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra var haldinn í Viðey í byrjun september. Þar voru komnir saman á þriðja tug presta, en alls eru prestar prófastsdæmisins 34 talsins. Prófastur bauð „nýliða" vel- komna í þennan stóra hóp, þau sr. Örnu Grétarsdóttur, sem nývígð er til Seltjarnarnesprestakalls, sr. Sigurð Árna Þórðarson, sem tímabundið gegnir starfi prests í Hall- grímskirkju í leyfi sóknarprests, sr. Guðnýju Hallgríms- dóttur, sem nú hefur fengið fast aðsetur og þjónustu- skyldu í Grensáskirkju og sr. Karl V. Matthíasson, nýskip- aðan sérþjónustuprest, einnig með aðsetur [ Grensás- kirkju. Öll hafa þau gegnt störfum fyrir kirkjuna árum og jafnvel áratugum saman og er prófastsdæminu fengur að starfskröftum þeirra. Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur f Langholts- kirkju, greindi frá ferð til Finnlands, þar sem þeir Jón Stef- ánsson, organisti, kynntu sér kórstarf fyrir drengi. Spannst mikil umræða um stöðu drengja innan islensku þjóðkirkjunnar og barna- og æskulýðsstarfs almennt. Kom m.a. fram að huga þarf að leiðtogaþjálfun ungra karlmanna og endurskoða forgangsröðun fjármuna í þessu sambandi. Sr. Arna Grétarsdóttir greindi frá fyrir- huguðum Fermingarháskóla, sem hleypt verður af stokk- unum á nýju ári og mikilvægt er að söfnuðirnir fylki sér um. Þá veitti sr. Karl V. Matthíasson fundarfólki innsýn í nýtt starf sérþjónustuprests þjóðkirkjunnar vegna áfengis- og fíkniefnamála, sem m.a. miðar að forvarnarfræðslu til safnaða og framhaldsskóla. Aðalerindi fundarins flutti sr. Kristín Þórunn Tómas- dóttir, nýskipuð stjórnarkona í Lútherska heimssamband- inu fyrir hönd (slands. Lýsti hún aðildarkirkjum og upp- byggingu sambandsins á einkar greinargóðan hátt, auk þess sem hún sagði frá heimsþinginu sem haldið var í júlí sl. í Winnepeg. Var það mál manna, karla og kvenna, að íslensku Þjóðkirkjunni væri sæmd að stjórnarþátttöku sr. Kristínar í Lútherska heimssambandinu, og henni óskað alls hins besta á þeim vettvangi. María Ágústsdóttir

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.