Víðförli - 01.12.2003, Qupperneq 8
8
VÍÐFÖRLI
22. ÁRG. 4. TBL.
Af Landsmóti. . .
Framhald af bls. 3
að fá þau til að taka þátt í viðtalinu. Arna ræddi við út-
varpskonuna uppi á sviði fyrir framan alla krakkana og það
mátti heyra saumnál detta. Eftir að krakkarnir höfðu heils-
að útvarpskonunni (til þess að sanna að þau væru þarna
öllsömul), og Arna hafði kvatt, voru stuttmyndirnar sýndar.
Myndirnar í keppninni voru í alla staði frábærar og gaman
að sjá hversu mikla vinnu krakkarnir höfðu lagt í þær.
Æskulýðsfélag ísafjarðarkirkju bar þó sigur úr býtum með
kvikmyndina „4000“.
Eftir hádegismat var kominn tími til að spila kennsluleik-
inn Ba/Fa. Krakkarnir voru búnir að læra að hegða sér
samkvæmt ákveðinni menningu. Ba og Fa eru afar ólíkir
menningarhópar og áttu þessir hópar að reyna að hafa
samskipti sín á milli. Markmið leiksins var að láta krakkana
reyna að fóta sig í heimi sem er ólíkur þeirra eigin heimi og
þannig setja sig í spor þeirra sem flytjast milli ólíkra menn-
ingarheima og öðlast dýpri skilning á málum nýbúa og út-
lendinga á íslandi.
Á meðan helmingur þátttakenda tók þátt í Ba/Fa var
hinn helmingurinn í dagskrártilboðum. Leiðtogar mótsins
höfðu undirbúið ýmis konar verkefni fyrir krakkana. Þau
gátu valið um að fara í ýmsa hópa eins og glasamálunar-
hóp, hárgreiðsluhóp, sundhóp, körfuboltahóp, sönghóp,
vinabandahóp, gönguhóp og margt fleira. Eftir kaffi var svo
þrautakeppni æskulýðsfélaganna, þar sem m.a. var keppt
í SMS sendingum og spilakasti. Lið Ólafsvíkur varð hlut-
skarpast og hlaut að iaunum verðlaunapeninga.
Á kvöldvökunni var mjög góð stemming. Margir krakkar
komu fram á kvöldvökunni og voru þau með hreint frábær
skemmtiatriði. Það má segja að Lalli sjúkraiiði hafi gert allt
vitlaust [ lok kvöldvökunnar því hann velti samkomunni
hreinlega á hvolf af hlátri og gerði kvöldvökuna svo sann-
arlega ógleymanlega. Diskótekið á eftir var fjörugt, Dj
Aprikósa hélt uppi frábæru stuði. Um 100 manns sóttu lof-
gjörðarstund sem Arna og Sjöfn sáu um á laugardags-
kvöldið. Eftir hana var farið í háttinn.
Sunnudagsmorguninn var guðsþjónusta sem sóknar-
prestur Ólafsvíkur sá um, sr. Óskar Óskarsson. Stemming-
in var frábær og krakkarnir tóku virkan þátt í söng og bæn.
Eftir guðsþjónustuna hélt hver til síns heima, sumir bara í
næsta hús aðrir áttu langa ferð fyrir höndum.
Það er óhætt að segja að einstök stemming hafi ríkt á
mótinu. Krakkarnir voru svo jákvæðir og skemmtilegir og
leiðtogarnir unnu frábært starf. Þessir tveir þættir urðu til
þess að mótið varð eins frábært og raun bar vitni.
Næsta landsmót verður haldið 15.-17. október 2004 í
Vatnaskógi og er yfirskrift þess „Frjálst fólk - frelsað fólk“.
Á vef Landsmótsins www.kirkian.is/landsmot er að finna
meira um mótið, bæði myndir og frásagnir. Þess má geta
að Landsmótsvefurinn hefur verið afar vinsæll frá því hann
var opnaður í nýrri mynd í september. Síðan þá hefur hann
verið skoðaður tæplega 10000 sinnum. Ekki verður því
annað sagt en að ungdómurinn sé virkur á vefnum!
Sjöfn Þór
Kontrapunktur
Punktur í tónlist
einn og sér
er ekki rangur
né skýr tónn
falskur eða óhreinn
Stakur tónn er ávallt hreinn
Tónn verður þá óhreinn
og punktur rangur
ef þeir eru á skökkum stað
gegnt öðrum punktum
í blíðum eða stríðum hljómum
þegar hvorki næst blærinn
né samræmi í hryn eða hljómi
Ef sá sem strýkur gígjuna
er sáttur við sig
hljóðfærið og tónverkið
fær hann frelsi til að spinna
tvinna jafnvel þrinna
saman tóna
í hreinan hljóm
og vefa úr þeim þráðum dúk
í þétta og skínandi voð
Jón Bjarman
Úr nýútkominni Ijóðabók sr. Jóns Bjarman:
Stef úr steini - lófafylli af Ijóðum.
Æskulýðsmót í
Bandaríkj unum
I sumar var haldið stórt æskulýðsmót í Atlanta í
Bandaríkjunum. Mótið kallast ELCA Youth Gathering og
það sóttu um 40 þúsund ungmenni og fullorðnir frá
Bandaríkjunum. Þátttakendum frá erlendum kirkjum var
einnig boðið að sækja mótið og einn íslendingur tók
þátt, Bjarni Arason. Fiann hefur skrifað ítarlega ferða-
sögu sem er hægt að lesa á kirkjustarfsvefnum. Vefslóð-
in er http://www.kirkian.is/kirkiustarf/?meira?id=47.
Árni Svanur Daníelsson